Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 58

Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 58
42 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Furðustrandir Arnaldur Indriðason Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. Stelpur! - Þóra Tómasdóttir og Kristín Tómasdóttir Gunnar Thoroddsen Guðni Th. Jóhannesson Ég man þig Yrsa Sigurðardóttir Þokan - Þorgrímur Þráinsson METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 24.11.10 - 30.11.10 Jólasyrpa 2010 Walt Disney Ljósa Kristín Steinsdóttir Svar við bréfi Helgu Bergsveinn Birgisson Hreinsun Sofi Oksanen 42 menning@frettabladid.is Skapandi greinar eru einn af undirstöðuatvinnugrein- um þjóðarinnar, samkvæmt nýrri samantekt um hag- ræn áhrif skapandi greina sem kynnt var í gær. Virðis- aukaskattskyld velta í greininni nam 191 millj- arði króna í fyrra. Um sex prósent vinnuaflsins starfa við skapandi greinar hér á landi. Helstu niðurstöður skýrslu um hagræn áhrif skapandi greina voru kynntar á opnum fundi í Bíói Paradís í gær. Fimm ráðuneyti og Íslandsstofa fjármagna rannsókn- ina sem er unnin að frumkvæði samráðsvettvangs skapandi greina. Rannsóknina unnu Colin Mercer sérfræðingur, Tómas Young og dr. Margrét Sigrún Sigurðardóttir, lekt- or við viðskiptafræðideild HÍ og for- stöðumaður Rannsóknarmiðstöðva skapandi greina. Tómas og Margrét Sigrún gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknarinnar í Bíói Paradís. Í máli þeirra kom meðal annars fram að virðisaukaskattskyld velta í skapandi greinum nam 191 millj- arði króna árið 2009. Þau tóku sér- staklega fram að þar sem ýmsar skapandi greinar eru undanþegn- ar virðisaukaskatti, sé heildarvelta skapandi greina að líkindum tals- vert meiri. Þetta er meiri velta en í landbúnaði og fiskveiðum sam- anlagt. Virðisaukaskattskyld velta skapandi greina er líka hærri en í byggingarstarfsemi og sambærileg við framleiðslu málma. Matvæla- og drykkjavöruiðnaður veltir talsvert meira en fyrrnefndar greinar en í þeirri tölu er fiskvinnsla og fram- leiðsla mjólkurafurða meðtalin. Ársverk við skapandi greinar voru um 9.400 árið 2009. Flest voru þau árið 2008, eða rúmlega tíu þús- und. Stöðug aukning var í fjölda árs- verka skapandi greina á árabilinu 2005-2008. Fjöldi ársverka minnk- aði milli áranna 2008 og 2009, þó minna en í öðrum atvinnugreinum. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Katr- ín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra héldu tölu við þetta tilefni. Báðar töluðu þær um mikilvægi þess að kortleggja og gera grein fyrir hag- rænum áhrifum skapandi greina á þessum tímapunkti. Skýrslan sýndi að skapandi greinar væru öflug- ur atvinnuvegur sem byggi á fjöl- breyttum lausnum og efldi nýsköpun í öðrum greinum. Iðnaðarráðherra tók fram að skýrslan myndi leika lykilhlutverk við mótun heildstæðr- ar atvinnustefnu hér á landi. Rannsóknin nær til áranna 2005 til 2009 og hófst vinna við hana í mars 2010. Tölfræðivinnslu verk- efnisins er nú lokið en í framhald- inu verður skrifað um niðurstöðurn- ar, þar sem verður einnig fjallað um vægi ólíkra listgreina, rannsókn- araðferðir og samanburð við aðrar þjóðir. Lokaskýrslan mun liggja fyrir í mars 2011. Þá skilar líka starfshópur á vegum ríkisstjórnar- innar tillögum um hvernig hægt sé að bæta starfsumhverfi skapandi greina. bergsteinn@frettabladid.is Skapandi greinar einn af undirstöðuatvinnuvegum MARGRÉT SIGRÚN OG TÓMAS YOUNG Unnu rannsóknina ásamt Colin Mercer og gerðu grein fyrir helstu niðurstöðum hennar á fundi í Bíó Paradís í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKAPANDI GREINAR Í rannsókninni eru skapandi grein- ar skilgreindar sem hér segir: ■ Sjónlistir: arkitektúr, hönn- un (grafísk-, fata-, vöru- og innanhúshönnun), myndlist, listhandverk og handverk ■ Sviðslistir: leikhús, tónleikar, dans o.þ.h. ■ Bækur og útgáfa: bókmenntir, fjölmiðlun, útgáfa (hefðbundin, sem og stafræn), bókasöfn, gagnavarsla o.þ.h. ■ Hljóð og mynd: sjónvarp, kvikmyndir, myndbönd, útvarp, tónlistarupptökur, auglýsingar og nýmiðlar (tölvuleikir, sam- skiptaforrit, netið, hringitónar, forrit fyrir farsíma o.þ.h.) ■ Menningararfur: bæði áþreif- anlegur (staðir, byggingar, söfn, bókasöfn og gagnavörslur) og óáþreifanlegur (hefðir, venjur, siðir, sögur o.þ.h.) ■ Hluti ferðaþjónustu: Í rann- sókninni er ferðaþjónusta talin mikilvægur þáttur sem hefur áhrif á öll fyrrnefnd atriði hvað varðar eftirspurn eftir nýjum menningarafurðum og vörum skapandi greina. Álfrún Gunnlaugsdóttir, Matthías Johannessen og Thor Vilhjálms- son rithöfundar voru sæmd heið- ursdoktorsnafnbót við Háskóla Íslands í gær. Háskólinn sæmdi þau hæsta heiðri fyrir sköpunar- starf þeirra. Í tilefni af þessu efndi Íslensku- og menningardeild og Hugvísindasvið til sérstaks bók- menntafagnaðar. Í tilkynningu frá Háskóla Íslands segir að með þessu vilji skólinn senda skilaboð um mik- ilvægi orðsins listar og annarr- ar frjórrar menningarstarfsemi í íslensku samfélagi, enda gæti hann ekki staðið undir nafni sem þjóðskóli án þess að leggja rækt við íslenska menningu. Meistarar orðsins heiðraðir HEIÐURSDOKTORAR Álfrún, Matthías og Thor, nýbakaðir heiðursdoktorar við Háskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DVD-útgáfa sjónvarpsþátt- anna Sigla himinfley eftir Þráin Bertelsson er einn mest seldi mynddiskur landsins um þessar mund- ir. Þættirnir eru uppseldir hjá útgefanda en nýtt upp- lag er væntanlegt. Tómas Hermannsson hjá Sögum útgáfu segir þetta koma sér ánægjulega á óvart. „Velgengni þessa disks er ótrúleg. Við erum með töluverðan fjölda diska í pöntun sem við náum ekki að afgreiða fyrr en næsta upplag kemur.“ Sjónvarpsþættirnir Sigla himinfley voru fyrst sýnd- ir í Ríkissjónvarpinu árið 1994. Með aðalhlutverk fóru Gísli Sigurðsson, Ingv- ar Sigurðsson og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. - bs Himinfleyin fljúga út ÞRÁINN BERTELSSON ÁSTA Á FERLI Sýning á verkum eftir Ástu Ólafsdóttur verður opnuð í Kubbnum, sýningarrými myndlistardeildar LHÍ, á morgun klukkan fimm. Sýningin spannar fjölbreytta myndlistarsköpun Ástu í meira en þrjá áratugi. Að sýningunni standa nemendur úr listfræði við Háskóla Íslands og myndlistarnemar úr Listaháskóla Íslands. Í tengslum við sýninguna hafa verk eftir Ástu verið sett upp víðar um borgina. Áður en sýningin verður opnuð heldur Jón Proppé listheimspekingur erindi um list Ástu og hefst það kl. 16.00 í fyrirlestrasal Listaháskólans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.