Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 60

Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 60
44 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Jóladagatal Norræna hússins 1.-23. des. kl: 12.34 Einar Falur Ingólfs- son fyrir Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Útgefandi: Crymogea og Þjóðminjasafn Íslands Tilkynnt var hvaða bækur væri tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fagurbókmennta og fræðirita í Listasafni Íslands í gær. Við sama tækifæri voru kynntar til- nefningar til Íslensku þýð- ingarverðlaunanna. Fimm bækur eru tilnefndar í hverjum flokki. Bækur á vegum Forlagsins og dótturútgáfna þess fá samtals sex af tíu tilnefningum; fjórar af fimm í flokki fagurbók- mennta og tvær af fimm í flokki fræðirita. Alls hljóta fjórar konur tilnefn- ingar ár, tvær í hvorum flokki. Ein- göngu karlar eru tilnefndir til þýð- ingarverðlaunanna í ár. Ungskáldin ná ekki máli. Berg- sveinn Birgisson er yngstur til- nefndra höfunda í báðum flokk- um, 39 ára. Allir höfundarnir sem tilnefndir eru í flokki fagur- bókmennta hafa verið tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna áður: Sigurður Guðmunds- son fyrir Ósýnilegu konuna, Gerður Kristný fyrir Höggstað, Bergsveinn Birgisson fyrir Lands- lag er aldrei asnalegt, Bragi Ólafs- son fyrir Sendiherrann, og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir fyrir Kalt er annars blóð, Upp á Sigurhæðir og Snorra á Húsafelli. Ekkert þeirra hefur þó hreppt hnossið hingað til. Tvær bækur í flokki fagurbók- mennta sækja efnivið í fornritin, Blóðhófnir eftir Gerði Kristnýju, sem byggir á Skírnismálum, og Mörg eru ljónsins eyru eftir Þór- unni Erlu-Valdimarsdóttur, sem byggir á Laxdælu. Sagnfræðin blífur í flokki fræði- rita; þrjú rit eru hefðbundin sagn- fræðirit en bók Einars Fals Ing- ólfssonar, Í fótspor Collingwood, er ljósmyndabók með sagnfræðilegum undirtón. Sveppabókin eftir Helga Hallgrímsson er eini fulltrúi raun- vísindanna í flokki fræðirita í ár. Þess má til gamans geta að Bragi Ólafsson og Sigrún Pálsdóttir, sem eru tilnefnd hvort í sínum flokknum, eru hjón. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta skipti sem hjón fá tilnefningu sama árið. Tvær þriggja manna dómnefnd- ir meta tilnefningarnar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Formenn nefndanna tveggja velja verðlauna- bækurnar ásamt formanni loka- dómnefndar, sem forseti Íslands skipar. Fimm þýðingar eru tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna og eru eldri kanónísk verk í öndvegi í ár. Gleðileikur Dantes er frá 14. öld, Lér konungur Shakespeares er frá 17. öld, Silas Marner eftir George Eliot frá 19. öld og Kaffihús treg- ans eftir Carson McCullers er frá 1951. Eina þýdda samtímaverkið sem fær tilnefningu að þessu sinni er ljóðabókin Vetrarbraut eftir Sví- ann Kjell Espmark, sem Njörður P. Njarðvík þýðir. Hin verkin fjögur eru frá 14., 17., 19. og miðhluta 20. aldar. Þriggja manna dómnefnd valdi verkin sem tilnefnd eru. Íslensku þýðingarverðlaunin verða afhent 23. apríl á næsta ári. bergsteinn@frettabladid.is Valinkunnir höfundar í hverju rúmi ■ Tilnefningar til íslensku þýðingarverðlaunanna■ Tilnefningar til íslensku bókmenntaverð- launanna í flokki fagurbókmennta ■ Tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita Dómnefnd skipuðu: Kristján Árnason, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir og Steinunn Inga Óttarsdóttir. Dómnefnd skipuðu: Formaður: Ingunn Ásdísardóttir, rithöfundur og þýðandi, Árni Matthíasson, blaðamaður og gagnrýnandi og Viðar Eggertsson leikhúsmaður. Dómnefnd skipuðu: Formaður: Salvör Aradóttir, leikhúsfræðingur og þýðandi, Jón Ólafsson, prófessor við Háskólann á Bifröst og Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands Bergsveinn Birgisson fyrir Svar við bréfi Helgu. Útgefandi: Bjartur Gerður Kristný fyrir Blóðhófnir Útgefandi: Mál og menning Þórunn Erlu- Valdimarsdótt- ir fyrir Mörg eru ljónsins eyru Útgefandi: JPV útgáfa Bragi Ólafs- son fyrir handritið að kvikmynd Arnar Feath- erby og Jóns Magnússonar um uppnámið á veitingahús- inu eftir Jenný Alexson. Útgefandi: Mál og menning TILNEFND Rithöfundar, þýðendur og fræðimenn eftir að kynnt hafði verið um tilnefningar til Íslensku bókmennta- og þýðingarverðlaunanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Erlingur E. Halldórsson fyrir Guðdómlega gleðileikinn eftir Dante Alighieri Útgefandi: Mál og menning „Á frummálinu er Gleðileikurinn kveðinn undir svonefndum tersínahætti með þrí- teknu rími sem knýr frásögnina áfram, en lausamálsþýðing Erlings nær þó á sinn hátt með kjarnmiklu orðfæri að gera ferðalýs- inguna ljóslifandi og koma til skila þeim lærdómi sem af henni má draga.“ Sigurður Guð- mundsson fyrir Dýrin í Saigon Útgefandi: Mál og menning. Þórarinn Eldjárn fyrir Lé konung eftir William Shake- speare Útgefandi: Vaka Helgafell „Þróttur og dirfska einkenna þýðingu Þórarins öðru frem- ur, og ber hún þess merki að vera gerð fyrir leiksvið þar sem miklu skiptir að tilsvörin séu í senn mergjuð og beinskeytt.“ Guðni Th. Jóhannesson fyrir Gunnar Thoroddsen – Ævisaga Útgefandi: JPV útgáfa Helgi Hall- grímsson fyrir Sveppabókin – Íslenskir sveppir og sveppafræði Útgefandi: Skrudda Margrét Guðmundsdóttir fyrir Saga hjúkrunar á Íslandi á 20. öld Útgefandi: Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga Njörður P. Njarðvík fyrir Vetrar- braut eftir Kjell Espmark. Útgefandi: Uppheimar „Þýðing Njarðar fangar vel lýríkina, jafnt í grimmd og fegurð ljóðanna.“ Óskar Árni Óskarsson fyrir Kaffihús tregans eftir Carson McCullers – Útgefandi: Bjartur „Stíllinn einkennist í senn af létt- leika og kaldhæðni, og njóta þessi einkenni sín vel í þýðingunni.“ Atli Magnússon fyrir Silas Marner eftir George Eliot (Mary Ann Evans) Útgefandi: Bókafélagið Uglan „Í þýðingunni ríkir trúverðug 19. aldar stemning, stéttaskiptingu og mismunun eru gerð góð skil og þýðingin er á fallegu og virðulegu máli sem hæfir bæði efni, sögusviði og tíma sögunnar.“ Sigrún Páls- dóttir fyrir Þóra biskups og raunir íslenskr- ar embættis- mannastéttar Útgefandi: JPV útgáfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.