Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 82

Fréttablaðið - 02.12.2010, Síða 82
 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR66 golfogveidi@frettabladid.is Nýverið tók Edwin Roald Rögn- valdsson golfvallahönnuður sæti í Umhverfisnefnd samtaka evr- ópskra golf- vallahönnuða, EIGCA. Eitt af fyrstu hlut- verkum nefnd- arinnar eftir aðkomu Edwins að henni er að aðstoða við mótun allsherj- arstefnu GEO, Golf Environ- ment Organization, um sjálfbæra þróun í skipulagningu, hönnun og byggingu golfvalla. Íslenskir golfvellir eru um margt prýðileg dæmi um heil- brigða nálgun hvað þetta varð- ar, að sögn Edwins, og vonast hann til að geta komið því til skila. Reiknað er með að Hauka- dalsvöllur við Geysi, sem Edwin hannaði, verði notaður sem dæmi á sérstakri vefsíðu GEO um sjálf- bæra þróun. - shá Umhverfismál fá aukið vægi: Edwin fær sæti í umhverfisnefnd EDWIN ROALD RÖGNVALDSSON Siglfirðingar stefna að uppbyggingu nýs níu holu golfvallar við skógræktina í Hólsdal, þar sem gömul náma verður nýtt að hluta undir vallarstæðið. Það skýrist snemma á næsta ári hvenær hægt verður að hefjast handa. Rauðka ehf. og Golfklúbbur Siglu- fjarðar (GKS) hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um golfvöllinn en grunnhugmyndin að verkefninu er uppbygging samfélagsins og að auka við það þjónustustig sem fyrir er í Fjallabyggð. Ólafur Kárason, sem hefur unnið að verkefninu fyrir hönd GKS, segir vallarstæðið liggja vestan Hólsár, en golfvöllur klúbbsins er austan árinnar. Gömul malarnáma er í hjarta svæðisins og verður hún grædd upp sem hluti nýs vallar. Þá er þó aðeins hálf sagan sögð því á staðnum verður byggt upp almennt útivistarsvæði með fjölbreyttum gönguleiðum, reiðgötum og stang- veiði auk þess sem enn verður aukið við glæsilegt skógræktarsvæði sem fyrir er. „Það verður ekki kastað til hendinni við golfvöllinn. Allt verður fyrsta flokks með fullkomnu vökv- unarkerfi svo dæmi sé nefnt.“ Ólafur segir að nú standi yfir við- ræður við sveitarfélagið um aðkomu þess við uppgræðslu malarnámunn- ar. Þar sé mikilvægt verkefni sem felist í að græða sár í bæjarland- inu. Edwin Roald Rögnvaldsson golf- vallahönnuður hefur unnið tillögu að hönnun svæðisins fyrir GKS. Hann telur svæðið undir völlinn afburða- gott þar sem áin og skógurinn verði í forgrunni og bjóði upp á sérstöðu meðal golfvalla á Norðurlandi. Rauðka ehf. stendur fyrir metnað- arfullu verkefni við uppbyggingu á Siglufirði í samstarfi við fjölda aðila í ferðaþjónustu. Fyrirtækið opnaði fyrr á þessu ári nýjan veitinga- stað og kaffihús við höfnina. Einn- ig kemur félagið að opnun frum- kvöðlaseturs, upplýsingamiðstöð fyrir ferðafólk og að rekstri skíða- svæðisins. Eins er hafinn undir- búningur að byggingu 64 herbergja hótels við höfnina sem verður í anda gömlu húsanna þriggja sem þegar hafa verið gerð upp. Finnur Yngvi Kristinsson, verk- efnisstjóri hjá Rauðku, segir að hugmyndin að uppbyggingu golf- vallar og útivistarsvæðis sé komin frá golfklúbbnum en falli vel að verkefni Rauðku um uppbyggingu á Siglufirði. „Aðkoma okkar er að leggja fram allt að 40 milljónir króna, eða helming kostnaðar við verkefnið. Við búumst við að heild- arkostnaður verði 70 til 80 milljónir. Til að þetta komist á koppinn verð- ur þó að tryggja alla fjármögnunina áður en hafist verður handa.“ Finnur segir að ef fjármögnun gangi að vonum verði hægt að hefj- ast handa með litlum fyrirvara. Þá sé góður möguleiki á að kylfingar nyrðra geti hafið golfleik á nýjum velli árið 2014. Byggja golfvöll í gamalli námu Agaleysi er mjög til vansa á íslenskum golfvöllum að sögn Hinriks Gunnars Hilmarssonar, sem annast hefur eftirlit, vallarvörslu og dómgæslu hjá Golf- klúbbi Reykjavíkur. Eftirfarandi er gott að hafa í huga: 1. Eitt af því sem of margir kylfingar hafa tamið sér er að fylgja ekki leiðbein- ingum um hámarkshraða við daglegan leik (ekki í keppni þótt það megi skoða einnig) og telja að hámarkstími sé sá tími sem leika á 18 holur. Það er að sjálfsögðu ekki þannig – fyrst og fremst eiga kylfingar að halda í við leikhópinn á undan þannig að aldrei sé meira en ein hola auð á undan. 2. Sumir kylfingar stytta sér oft leið á golfvellinum og spila þar af leiðandi færri holur. Til dæmis er ekki óalgengt í Grafarholtinu að skella sér af 10. flöt og yfir á 17. teig og spila 12 holur. Þetta er að sjálfsögðu allt í lagi ef umferð á golfvellinum er ekki mikil. Hins vegar er þetta bannað ef umferð er mikil og völlurinn nánast fullur. Reglan er að sá leikhópur sem lengra er kominn á réttinn! 3. Það er ofar mínum skilningi hversu mörg- um kylfingum reynist erfitt að hleypa fram úr þegar þeir eru seinir eða eru að leita að boltanum sínum. Að mínu viti er þetta sjálfsagt og kylfingar ættu að temja sér þetta og vera meðvitaðir um það hvenær þörf er á þessu. Það að hleypa fram úr hjálpar til við að halda uppi leikhraða og góðum anda á golfvellinum. Hollráð Hinna Agaleysi 2 Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka í handbolta, er ansi liðtækur kylfing- ur sem spilar um 30 hringi á ári. Hann hefur farið holu í höggi en sá ekki kúluna fara ofan í. Halldór spilar aðallega golf með gömlum félögum úr handboltanum. Uppáhaldsgolfholan? Þetta er erfið spurning. Ég verð samt eigin- lega að segja holan þar sem ég fór holu í höggi í denn. Það var sjötta holan á Nesvellinum gamla, verst að það er búið að leggja hana af. Það er búið að breyta vellinum svo maður fær ekki að spila hana lengur. Þetta var par 3 hola, um 140 metra löng. Það er langt síðan þetta var, það var hrikalegur hlið- arvindur og ég sló upp í vindinn. Ég sá ekki neitt og týndi í raun kúl- unni. Við leituðum í smá stund en svo þegar strákarnir ætluðu að klára þá fundum við kúluna í holunni. Ég sá ekki neitt en þetta var hola í höggi engu að síður. Forgjöfin? Ég er með 4,9 að mig minnir. Markmiðið er að halda mér þar, gott að vera með svona lága forgjöf af því að ég spila líka svo lítið. Hversu lengi hefur þú spilað golf? Ég byrjaði fimmtán ára í golfi. Nesvöllurinn var rétt hjá heimilinu og við höfðum verið að leika okkur þarna sem pollar. Vorum mikið að flækjast fyrir gömlu körlunum. Hverjir eru golffélagarnir? Við félagarnir erum með golfklúbb, erum tuttugu sem spilum reglu- lega saman. Mínir helstu golffé- lagar eru Jón Karl Björnsson, Palli Ólafs og Ólafur Björnsson. Hvað spilar þú marga hringi á ári? Ég fer einu sinni til tvisvar í viku – þetta eru svona þrjátíu hringir á ári. Hvað er í pokanum? Ég er með Ping G57 járnkylfur, Ping G3 driver og pútterinn er eldgamall jálkur sem ég man ekki hvað heitir. Hann hefur reynst vel svo ég hef haldið tryggð við hann. Sá ekki kúluna fara í holuna Halldór Ingólfsson, þjálfari Hauka í handbolta, hefur farið holu í höggi. Birgir Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr GKG, er kominn á loka- úrtökumótið fyrir Evrópumóta- röðina í Katalóníu á Spáni. Hann lék lokahringinn á öðru úrtöku- mótinu af þremur á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari, og endaði í öðru sæti. Í lokamótinu í Katalóníu verða leiknir sex hringir og efstu 30 kylfingarnir í því móti vinna sér inn keppnisrétt á Evrópumóta- röðinni. - shá Úrtökumótin í Evrópu: Birgir kominn á lokamótið KOMINN Á LOKAMÓTIÐ Birgir Leifur spil- ar á Spáni um helgina. Þá ræðst hvort hann kemst á Evrópumótaröðina. K Y LF IN G U R IN N NÝI VÖLLURINN Á frumdrögum Edwins Roalds Rögnvaldssonar sést grunnhug- myndin að svæðinu. Eftir er að laga hönnunina að gildandi skipulagi á Siglu- firði og þörfum einstakra útivistarhópa. MYND/EDWIN ROALD MYND/EDWIN ROALD VIÐ GAMLA VÖLLINN Hér er jarðýta við endurgerð 5. brautar á Hólsvelli í Siglufirði og bærinn í baksýn. Þess verður kannski ekki langt að bíða að ýtan fari í öllu umfangsmeiri verkefni rétt handan árinnar. 20 ALÞJÓÐA- OG LANDSDÓMARAR í golfi starfa á Íslandi. Átta hafa R&A réttindi en tólf landsdómararéttindi. 32.000 GOLFVELLIR voru skráðir í heim-inum árið 2009. Helmingur þeirra er í Bandaríkjunum. HALLDÓR INGÓLFSSON Byrjaði að spila golf þegar hann var um fimmtán ára. Hann spilar um þrjátíu hringi á ári.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.