Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1898, Side 28

Sameiningin - 01.08.1898, Side 28
—92— þeim mönnum viSvíkjandi, sem bera áttu kristindóminn út um heiminn : „Helga þá í þínum sannleika". Og hugsum um þessi orð biðjandi í dýpstu alvöru hjartans. Biðjum guð allir nú ’að helga oss í hans sannleik. Og látum alvöru þeirrar bœnar koma fram í því, að vér—ekki nokkrir útvaldir, ekki eins og tveir menn úr hverjum landsfjórðungi, heldr allir—undantekn- ingarlaust ailir leggjum sjálfa oss fram eins og fúrn, lifandi, helga, guði þúknanlega, framseljum oss, hver út af fyrir sig og allir í einni heild, undir hinn frelsanda og helganda vilja drott- ins vors Jesú Krists. Missíúnarferðir. Eftir stud. theol. Ruxór.F Makteinsson. Laugardaginn 4. Júní lagði eg á stað til Roseau-nýlend- unnar í Minnesota. A leiðinni stóð eg við í Pembina og hafði guðsþjónustu þar á sunnudaginn. því miðr var stór-rigning allan daginn, svo fáir gátu komið, enda varð ekki af guðsþjön- ustu í neinni annarri kirkju í bœnum. Pembina-menn sýndu mér mjög hlýtt og kristilegt viðmót. Næsta dag fór eg með Great Northern-lestinni frá St. Vincent til Stephen, og þaðan með pósti til Roseau-bœjar, en jraðan fékk eg keyrslu út í ís- lenzku byggðina. Voru þá liðnir fimrn dagar frá því eg fór á stað frá Winnipeg. Um byggðina fór eg því sem næst alla og hcimsótti meira hluta af búendum þar. Var mér allsstaðar ve^ tekið, og gjörðu margir sér far um, að gjöra mér dvölina sem skemmtilegasta. Kristindómsvinir eru þar margir, og margir jreir, er sakna mjög prestsþjónustu þeirrar, er þeir nutu í Dakota- byggðinni áðr en þeir mynduðu þcssa nýlendu sína. Landar una þar vel hinum ytra hag sínum, en mjög mikil nauðsyn er þar á prédikan guðs orðs, stofnan sunnudagsskóla og annarri uppfrœðslu ungmennanna. Guðsþjónusta var haldin þar sunnu- daginn, sem eg stóð við, í skólahúsi sem næst miðbiki byggðar- innar. Var þar meiri hluti íslendinga úr byggðinni saman kominn og sýndist fólk taka ánœgjulegan þátt í guðsþjónust- unni. Á leið minni tilbaka kom eg við í bœnum Halloclc og hitti þar Guðmund gullsmið Guðmundsson og konu hans—og

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.