Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 1

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 1
immmnjgin. Mánaðarrit til stuðnings Jcirkju og kristindómi íslendinga. gefið út af hinu ev. lút. lcirkjufélagi ísl. í Vestrheimi. RITSTJÓRI JÓN BJARNASON. 14. árg. WINNIPEG, JÚLÍ og ÁGÚST 1899. Nr. 5,6. Fimtánda ársþing1 hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi kom saman í kirkju Hallson-safnaöar í Norður-Dakota föstu- daginn 23. júní 1899 kl. 10 árdegis. Áður en þingið var sett fór fram opinber guðsþjónusta, og prédikaði séra Jónas A. Sigurðsson við það tækifæri út af þessum orðum í Lúk. 14,17: ,,Tóku þeir þá að afsaka sig allir í einu hljóði“. Að guðs- þjónustunni lokinni setti séra N. Steingr. þorláksson, í umboði forseta kirkjufélagsins sem var fjarverandi, þingið, samkvæmt hinu venjulega formi. I nefnd til að veita móttöku kjörbréfum erindsreka, taka á móti afsökunum frá söfnuðum þeim, er ekki höfðu sent full- trúa, leggja til um þingsetu erindsreka o.s.frv., útnefndi for- seti: Magnús Pálsson, Friðjón Friðriksson og Pálma Hjálm- arsson. þá lagði forseti fram þannig lagaða skýrslu yfir söfnuði og presta kirkjufélagsins: Söfnuðir: Marshall-söfnuður, St. Páls-söfnuður í Minne- ota, Vesturheimssöfn, Lincoln-söfn., Garðar-söfn., þingvalla- söfn. (N.-Dak.), Víkursöfn., Péturssöfn., Vídalínssöfn., Graf- ton-söfn., Pembina-söfn., Fyrsti lút. söfn. í Winnipeg, Frí- kirkju-söfn., Frelsis-söfn., Brandon-söfn., þingvallanýlendu- söfn. (Assa), Selkirk-söfn., Víðinessöfn., Árnessöfn., Bræðra-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.