Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 29
93
ákveðið, að halda ekki fundi nra ■uppskerutímann á síðastliðnu kausti.
Yfir köfuð hafa fundir ekki verið eins fjölsóttir eins og æskilegt kefði
verið. Þó hafa ýmsir komið á fundi stöðugt og sýnt áhuga fyrir fólags-
málum.
TRÁ BANDALAGI ST. PÁLS-SAFNAÐAR í MINNEOTA.
(Eftir S. Th. Wkstdal.)
Bandalag St. Páls-safnaðar hefir haldið 36 fundi á síðastliðnu ári, til
skiftis trúmála- og mentamálafundi. Meðlimatala fyrir ári síðan 50,
skrifast inn í félagið á árinu 14, gengið úr fél. 5, meðlimir nú 59. Meðal-
tal á fundum 25. Fundir hafa ekki verið eins vel sóttir eins og æskilegt
hefði verið, en þeir, sem hafa fært ,'sór J)á í nyt, hafa haft mikið gott af
þeim, og hefir framför hjá mörgum þeirra verið auðsjáanleg.
Bandalagið hefir ekki gjört meira í peningalegu tilliti en að horga
kostnað við fundahöld, en vonandi er, að áður en langt líður geti það
verið söfnuðinum að ýmsu leyti til styrks peningalega.
Sú reynsla, sem vér þegar höfum,sýnir, að það er mjög áríðandi fyrir
söfnuðinn að slíkur félagsskapur haldist uppi, og ættu allir að starfa að
því af fremsta megni.
FRÁ BANDALAGI ÞINGYALLA-SAFNAÐAR.
(Eftir SlGURGEIR BjÖRNSSOH).
Meðlimatala handalagsins er nú 28. Hefir meðlimum fækkað tals-
vert á síðastliðnu ári. Fundir hafa verið fremur strjálir, og yfir höfuð
virðist áhugi manna fyrir félagsskapnum vera heldur að dofna.
Fundir eru samt oft mjög uppbyggilegir,og inna margir þeir, er taka
þátt í fundunum, skyldur sínar vel af hendi. Eru þar rædd, meðal ann-
ars, ýms kristileg málefni, sagðar æfisögur merkra manna í hiblíunni,
m. fl. Á trúmálafundum fer fram sálmasöngur, bihlíulestur og hæn á
undan aðal dagskrá fundarins.
Aðal gallar félagsskaparins eru nú: skeytingarleysið með að sækja
fundi, og í öðru lagi það, hvað lítil áherzla er lögð á að byrja fundina i
tíma, hafa ákveðnar fundarreglur og fleira, sem vér hirðum ekki um að
nefna. Samt sem áður viljum vér halda áfram, og efumst ekki um, að ef
hægt væri að glæða áhugann fyrir félagsskapnum dálítið meir, einkum
hjá yngri kynslóðinni, mundi gata félagsins verða greið og það geta
starfað meira en nú fyrir gagn unga fölksins yfirleitt í söfnuði vorum.
Efnalega stendur félagið vel: á sitt eigið fundarhús, nú skuldlaust.
Vér biðjum að endingu drottin að blessa félag vort og veita því náð
til að vinna að kirkju- og kristindömsmálum, unga fölkinu í söfnuði
vorum til blessunar.
þegar skýrslurnar höfðu verið lagðar fram, fóru fram um-
ræður um ýms atriði í þeim og enn fremur um ýmsa örðug-
leika, sem menn hefðu við að stríða í félagsskapnum.
Út af fyrirspurn um tekjur félagsins skýrði séra Jón J.
Clemens frá því, að vanalegt væri, á samskonar þingum og