Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 24
88
til, a5 næsta þing verði haldiö í Selkirk, og var tillaga nefndar-
innar samþykt.
Fundi slitið.
Tólfti fundur, sama dag kl. 2 e. h.
Sungiö var versið nr. 400.
Fjarverandi voru: J. Benediktsson og J. þórðarson.
J)á byrjuðu hinar ákveðnu umræður um trúaratriðið:
,, GnSlegur innblástur heilagrar ritningar11.
Fyrst flutti séra Björn B. Jónsson fyrirlestur um þetta efni,
til innleiðslu málsins. Auk hans tóku þessir þátt í umræðun-
um: séra R. Marteinsson, séra J. J. Clemens, séra N. Stgr.
J)orláksson, Jón Björnsson, J. Kristjánsson, Jóh. Pétursson,
G. B. Björnsson, séra J. A. Sigurðsson, J)orst. Jóhannesson,
Jóh. Sigurðsson, Pálmi Hjálmarsson og Sv. Sölvason. Eftir
að umræðurnar höfðu staðið all-lengi var stungið upp á, stutt
og samþykt, að slíta þeim.
Séra Björn B. Jónsson bar fram svo hljóðandi frumvarp
til þingsyfirlýsingar:
,,Vér, kirkjuþingsmenn, viljum innilega þakka forseta vorum, sóra
Níels Steingrími Þorlákssyni, fyrir ágæta stjörn lians á þinginu og með-
ferð hans á málefnum þingsins.
Vér þökkum söfnuðunum á þessum stöðvum fyrir bróðurlegar við-
tökur og höfðinglegan viðurgjörning meðan vér höfum dvalið hér. Vér
óskum söfnuðunum til lukku og blessunar með hinar nývígðu kirkjur,
og biðjum guð að láta þær lengi standa, til blessunar fólki því, er á
þessum stöðvum býr.
Vér endum þing þetta með því, að biðja til guðs fyrir hinum kæru
bræðrum vorum, séra Jöni Bjarnasyni, forseta kirkjufólagsins, og séra
Friðrik J. Bergmann, sem oss eru nú fjarlægir og vér svo mjög höfum
saknað á þingi þessu. Vér biðjum guð að leiða þá heila á höfi aftur til
vor, svo þeir geti haldið áfram hinu þýðingarmikla starfl sinu hér
hjá oss.“
J)ingið samþykti yfirlýsinguna í einu hljóði.
Gjörðabók þingsins var þá lesin og samþykt.
Sunginn var sálmurinn nr. 566. Séra Jónas A. Sigurðsson
flutti bæn, og síðan sagði forseti þinginu slitið.
Björn B. Jónsson, skrifari.