Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 25
89
Bandalagsþing,
haldið í kirkju Hallson-safnaðar í Norður-Dakota.
mánudaginn 26. júní, 1899.
Fundur var settur kl. 2 e. h. af séra Jóni J. Clemens.
Sunginn var sálmurinn nr. 17. Séra B. B. Jónsson, séra R.
Marteinsson og séra J. A. Sigurösson voru settir í kjörbréfa-
nefnd, og samkvæmt skýrslu hennar, er var samþykt, áttu
sæti á fundinum eftirfylgjandi fulltrúar:
Jón Sigfússon og Jakob J. Erlendsson, frá bandalagi
Vídalíns-safnaðar; S. Th. Westdal, frá bandal. St. Páls-safn.;
J. Hannesson og G. V. Leifur, frá bandal. Pembina-safn.;
Miss G. Thomson, Miss S. Jónsdóttir og J. K. Johnson, frá
bandal. Fyrsta lút. safn. í Winnipeg; Sigurgeir Björnsson, frá
bandal. J)ingvalla-safn.; séra J.J.Clemens frá bandal. Frelsis-
og Fríkirkju-safn. Ennfremur áttu sæti á fundinum: séra
N. Stgr. þorláksson, séra J. A. Sigurösson, séra R. Marteins-
son, séra B. B. Jónsson, séra O. V. Gíslason og B. J. Brands-
son (ex officio). Öörum kirkjuþingsmönnum var veitt mál-
frelsi á þinginu.
Séra Jón J. Clemens var kosinn forseti fundarins, og S.
Th. Westdal skrifari.
þá var tekið til umræðu, hvort stofnað skyldi allsberjar-
bandalag það, sem gjört var ráð fyrir á fundinum í fyrra, og
var fyrst lesin upp samþykt þessu viðvíkjandi frá þeim fundi.
Kirkjuþings-erindsrekinn einn frá Garðar-söfn. skýrði frá,
að bandalag þess safnaðar hefði ekki sent neinn fulltrúa og
gæti því ekki verið með í þessu allsherjar-bandalagi að svo
stöddu, þó það yrði stofnað. En hann bar fundinum hlýja
bróðurkveðju og einlæga heillaósk frá bandalagi sínu og sagð-
ist vonast til, að síðar mundi það bandalag einnig verða með
í félagsskapnum.
Fulltrúarnir frá öllum hinum bandalögum kirkjufélagsins
lýstu yfir því, að sín félög hefðu samþykt grundvallarlög þau,
er borin voru fram á fundinum í fyrra, og hefðu samþykt inn-
göngu í þetta allsherjar-bandalag, ef það yrði stofnað.
Jón Sigfússon stakk upp á, og séra J. J. Clemens studdi,