Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 8
7 2
þriöji fundur, sama dag kl. 8 e. h.
Sungin voru tvö vers af sálminum 59. Allir áfundi
nema Jón Frímann og Pálmi Hjálmarsson, sem fjarverandi
voru meö leyfi forseta, og Jakob Benediktsson.
Björn Jónsson lagði fram svohljóðandi nefndarálit:
Vér, sem kosnir vorum í nefnd til aðíhuga beiðni St. Jóliannes-
safnaðar um inngöngu í kirkjufélagið, sjáum að vísu formgalla á um-
sókninni þar sem það er ekki tekið fram, að söfnuðurinn hafi samþykt
grundvallarlög kirkjufélagsins. En, með því einum nefndarmanna er
kunnngt um, að söfnuðurinn hefir samþykt hæði grundvallar- og safnað
ar-lög kirkjufélagsins, ráðum vér þinginu til að taka umsóknina gilda
og söfnuðinn inn i kirkjufélagið.
Nefndarálitið var borið upp og samþykt í einu hljóði.
Séra Björn B. Jónsson lagði fram eftirfylgjandi nefnd-
arálit:
Nefndin, sem kosin var til að íhuga ársskýrslu forseta og tilbúa
dagskrá þingsins, leggur fram svolátandi álit sitt:
Vér viðurkennum með hjartanlegu þakklæti, hversu góður guð hefir
oss verið á hinu liðna ári og hlessað vort veika og fátæka kirkjufélag,
verndað oss frá árásum utanað frá og veitt oss frið innbyrðis.
Vér finnum ástæðu til að minnast með þakklæti á hið mikla starf
vors háttvirta forseta. séra Jóns Bjarnasonar, sem nú er oss fjarlægur,
og biðjum drottinn að leiða hann, ásamt séra Er. J. Bergmann, heilan á
hófi hingað til vor aftur.
Vér lýsum ánægju vorri yfir starfi og skýrslu hins setta forseta og
biðjum honum guðs blessunar í starfi hans framvegis.
Vér viljum vekja athygli þingsins á þvi,sem í skýrslunni er tekið
fram viðvíkjandi samtalsfundum, reformaziónar-hátíðum og bindindis-
prédikunum, án þess atriði þessi séu gjörð að reglulegum kirkjuþings-
málum. Vér mælum eindregið með því,að prestar kirkjufélagsinshaldi,
eins og að undanförnu, samtalsfundi þar, sem því verður við komið, og
að prestar og safnaðarfólk leggi sem mesta rækt við þá. Ennfremur
mælum vér sterklega með því, að remormaziónarinnar sé minst á til-
hlýðilegan hátt á þeim degi, sem alment er helgaður því málefni í hinni
lútersku kirkju þessa lands, svo hin helga minning um siðbótina og það,
sem vér eigum henni að þakka, ekki líði úr hugum fólks vors, heldur
glæðist og eflist. Einnig álítum vér það gagnlegt og skyldugt, að
prestar prédiki um bindindi og leitist við að sýna mönnum hin skað-
legu áhrif ofdrykkjunnar og vari menn við þeirri spilling, sem henni er
samfara.
Þau mál, sem vér finnum ástæðu til að setja á dagskrá þingsins, eru
þessi:
1. Missiónar-málið.
2. Sunnudagsskóla-málið.
3. Skólamálið,