Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 27
að þakka presti safnaðarins, séra J. A. Sigurðssyni, sem ekkert hefir látið ógjört til þess að félagskapur þessi gæti orðið liinum yngri að sem mestu og þeztu gagni, og sjálfur liefir hann tekið þátt í ,,programm“-i á nálega öllum fundum félagsins. Nú fyrir skömmu gaf hann félaginu $10.00 í altarinu, sem hann útvegaði fyrir það. Meðlimir bandalagsins sýndu það líka á síðasta fundi, hve vænt þeim þætti um starf hans, með því að gjöra hann að heiðursfélaga bandalagsins, og er hann sá fyrsti og eini heiðursmeðlimur, sem félagið á. FEÁ BANDALAGI FYESTA LÚT. SAFN. í WINNIPEG. (Eftir Mfss G. Thomson.) Skýrsla sú, sem lögð var fram á síðasta kirkjuþingi yfir ástandband- alags Winnipeg-safnaðar, var ekki glæsileg. í henni var sýnt fram á það, að framfarirnar andlegu hefðu verið litlar og vonir þeirra manna, sem mestan áhuga hafa fyrir vexti þess og viðgangi, að miklu leyti brugðist. Skýrsla þessi getur því miður ekki heldur orðið jafn glæsileg og æskilegt væri. Bandalagið á ennþá langt í land til þess að ná því stigi, er oss finst það ætti að geta náð og æskilegt v.eri. Engu að síður getum vér með mikilli ánægju skýrt frá því, að á síðast liðnu ári hefir það tekið all-miklum framförum. Fundirnir hafa verið talsvert f jölsóttari. IJnga fölkið hefir tekið langtum meiri þátt í starfinu heldur en nokkru sinni áður, einkum stúlkurnar. Efni fundanna hefir verið fjölbreyttara og haft meira andlegt innihald heldur en áður. Unga fólk- inu yfir höfuð þykir vænna um félagsskapinn og fundina helduren áður. —Alt þetta ber þess ljósan vott, að bandalaginu þokar eigi svo lítið áfram í rétta átt. Sérstök áhersla hefir verið á það lögð,að láta alt fara fram á íslenzku á fundunum. Unglingunum, sem mestan þátt hafa tekið í starfinu, hefir þannig gefist kostur á, að taka fi-amförum í móðurmálinu. Ýmsir skemtandi og uppbyggilegir kaflar, eftir beztu höfunda, hafa ver" ið útlagðir úr ensku og lesnir. Kaflar úr æfisögum merkra manna sög- unnar—sérstaklega hinnar helgu sögu—hafa verið sagðir. Kvæði eftir merkustu íslenzku skáldin hafa verið lærð og höfð yfir utanbókar— einkum biblíuljóð séra Yaldimars Briem. Á starfsmála- og skemtifund- um hefir all-oft verið talað um merkustu nútíðarviðburði heimsins, unga fólkinu til fróðleiks. Yér álítum að bandalagið hafi grætt á aðal-fundinum, sem haldinn var á kirkjuþinginu í fyrra, og vér trúum því, að framfarirnar á árinu sóu að einhverju leyti þeim fundi að þakka. Auðvitað eru þær aðallega ávöxturinn af umhyggju og starfi þeirra séra Jóns Bjarnasonar og frú Láru konu hans, sem öllum öðrum fremur verðskulda elsku og þakklæti unga fólksins. Á árinu hafa innritast í bandalagið 31, en úr því gengið og verið strykaðir út af meðlimaskránni 15; meðlimatalan er því nú 179. Bandalagið á nú einungis $9.00 í sjóði, og um $40.00 útistandandi; en það hefir á árinu gefið söfnuði sínum $90.00, fátækum $10.00, Horn- strendingum á íslandi, til bænahússbyggingar, $10.00, til kiistniboðs út

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.