Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 17
8i Nefndin, sem sett var á þcs«u kirkjuþingi til að íhuga sunnudags- skðlamálið, leyfir sér að leggja fram eftirfylgjandi álit: Yér erum á Jieirri skoðan, að ritstjórar ,,Kennarans“ eigi miklar þakkir skilið fyrir að hafa gjört blaðið eins vel úr garði eins ogþeir hafa gjört. Vér mælum með því, að útgefandi þess haldi áfram að gefa það út, eÍDs og hann hefir gjört, sjái hann sér það fært; að ritstjórinn, séra Björn B. Jónsson, með aðstoð séra Jðnasar Sigurðssonar, hafi á hendi ritstjórn blaðsins; og að unnið sé að útbreiðslu þess í söfnuðum vorum, eftir ýtrasta megni. Vér álítum það einnig mjög æskilegt, að sunnudagsskóla-starfsem- inni sé meiri gaumur gefinn á kirkjuþingum vorum heldur en hefir átt sér stað hingað til. Þess vegna leyfum vér oss að gjöra þá tillögu, að í sambandi við hvert kirkjuþing só hálfum degi varið til að ræða um þetta mál; að kosin sé nefnd til að halda sunnudagsskóla-starfseminni í róttu horfi; að þessi nefnd gjöri sér far um, (1) að koma sunnudagsskólum á í öllum söfnuðum vorum, (2) að efla og styrkja sunnudagsskólamálefnið með ráðurn og ritum, (3) að þessi nefnd, með aðstoð forseta kirkjufélags- ins, hafi á hendi allan undirbúning þeirra mála, sem nefndin ákveður að rædd verði á sunnudagssköla-fundunum. Nefndarálitið, þannig útbúið, var borið upp til atkvæða og samþykt. Sunginn var sálmurinn 546, og fundi síðan slitið. Áttundi fundur, kl. 9 f. h., 27. júní. Fyrst var sunginn partur af sálminum 427. Séra O. V. Gíslason las 3. sálm Davíðs og flutti bæn. Allir voru á fundi nema S. T. Westdal og S. Jónasson, er voru farnir af þingi með leyfi forseta, og Jón Frímann og Jón Sigfússon. Gjörðabók 5. og 6. fundar var lesin og samþykt. MissíónarmáliíS var þá tekið fyrir, og lagði séra R. Marteinsson fram álit nefnd- arinnar í því máli. Nefndin kom með meiri- og minnihluta nefndarálit, og var hið síðara tekið fyrir, er hljóðar svo: Með því breytingar-atkvæði, að séra R. Marteinsson verði á þessu kirkjuþingi ráðinn sem missíónar-prestur kirkjufélagsins til næsta kirkjuþings, 1900, frá þeim tíma að núverandi þjónustu hans í Fyrsta lúterska söfnuði í "VVinnipeg er lokið, á komandi hausti, er ég samþjTk- ur ofangreindu nefndaráliti. 0. V. Gislason. Séra B. B. Jónsson gjörði svo hljóðandi breytingar-uppá- stungu við breytingar-tillögu minnihlutans: Stjörn kirkjufélagsins sé falið, að semja við séra R. Marteinsson tuu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.