Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 3
67 um hérmeS hina lútersku játningu safnaSa vorra, er vér, sem meðlimir hinnar lútersku kirkju höfum áður gjört, og skuld- bindum oss hátíSlega til aS starfa á þessu þingi og heima í söfnuSum vorum aS þeim málum, sem hér verSa samþykt, samkvæmt grundvallarlögum kirkjufélagsins og tilgangi þeirra ‘ þar á eftir las hinn setti forseti, séra N. S. þorláksson, upp ársskýrslu forseta, þannig hljóSandi: Ársskýrsla forseta. Eins og sjá má á safnaðarskránni, sem fram heflr verið lögð, eru nú taldir í kirkjufélaginu 25 söfnuðir. Eru það hinir sömu söfnuðir og taldir voru í hyrjun síðasta kirkjuþings, og svo einn nýr, Melanktons- söfnuður í N.-I)ak., sem á því þingi var tekinn inn í kirkjufólagið. Jðliannesar söfnuður í Pipestone-hygð, Man., sem myndaður var í fyrra, heflr 22. marz síðastl. samþykt að heiðast inngöngu í kirkjufélag- ið, og kemur umsókn um það fyrir þetta þing. Prestarnir hinir sömu 7 og áður, og svo einn enn, sem viðhefirhæát. séra Rúnólfur Marteinsson, prestvígður af forseta kirkjufélagsins í Eyrstu lút. kirkjunni í Winnipeg, sunnud. þ. 7. maí síðastl,—Séra N. Steingrímur Þorláksson þjónar nú, síðan á útmánuðum, söfnuðinum i Selkirk, Man., ásamt söfnuðum sinum (norskum) í Park River, N.-Dak. og þar í grendinni, sem hann undanfarandi hefir þjónað. Nýtur því kirkjufélag vort starfs hans nú meir en áður. Tveir prestarnir eru nú fjarlægir, séra Jön Bjarnason, forseti kirkjufélagsins, og séra Friðrik J. Bergmann, varafoi seti þess, háðir í Islandsferð. Séra Eriðrik J. Berg- mann fðr aðallega í þá ferð sökum heilsulasleika, sem hann heflr þjáðst af undanfarandi ár. Biðjum vér þess allir og vonum, að drottinn láti honum verða heilsuhðt að ferðinni og hvíldinni. Eru þessú* tveir prest- ar væntanlegir aftur úr ferð sinni í haust. Séra Búnðlfur Marteinsson þjðnar Fyrsta lút. söfnuðinum í “Winnipeg í fjarveru prests þess safnað- ar, séra Jóns Bjarnasonar. I fjarveru séra Friðriks J. Bergmanns veita prestar kirkjufélagsins prestakalli hans væntanlega þá þjðnustu, sem þeir geta í té látið. Séra Jónas A. Sigurðsson kom seint í októher í haust eð var, úr Islandsferð sinni, sem hann hðf í maí í fyrra. Missiónarstarfsemi kirkjufélagsins, á umliðnu ári, hefir líklega verið meiri en nokkurntíma undanfarandi. Er missiðnar-meðvitundin vafa- laust að glæðast hjá safnaðar fólki voru. Er það ekki all-lítið fagnað- arefni. Því meir sem tilfinningin hjá söfnuðunum vex fyrir kristindóm- inum og því betur sem þeir kunna að meta hina öumræðilegu blessun hans fyrir sjálfa sig, því meiri verður áhuginn fyrir því, að öðrum, sem kringumstæðna vegna fara á mis við þá blessun, gefist kostur á að njðta hennar. Svo meigum vér ekki gleyma því, að vér sjálfir og söfnuðir vorir höfum andlegan hag af því, sem vér leggjum í sölurnar málefni drottins til eflingar. Eins og það er lögmál líkamlegt, að manninum fer fram líkamlega með því að leggja á sig hæfilega vinnu, eins er það andlegt lögmál, að maðurinn tekur andlegum þroska með því að starfa

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.