Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 19
83 í samráði við forseta og eftir sainkomulagi við söfnuði sína, eftirfylgj- andi prestlaus bygðarlög:— Séra Jón J. Clemens fari til Brandon, Pipestone og Hölabygðar. Séra Jönas A. Sigurðsson til Roseau og Fjallabygðar (hinnar nýju). Séra Björn B. Jönsson til Watertown (S. D.), Duluth, Minneapolis og Chicago (ef hægt er). Séra 0. V. Gíslason til Keewatin, Rat Portage, Westbourne, bæja og bygða meðfram Manitoba og Norðvestur-brautinni, Yatns- dals-nýlendu og Swan River-dalsins. 3. Yér mælum eindregið með því, að þetta kirkjuþing sendi séra Stefáni Pálssyni, sem nú, fyrir ódugnað vom, þjónar pvestakalli einu utan þjöðflokks vors í New York-ríki, köllun til að takast á hendur missíónar-starf fyrir kirkjufélagið og undir umsjón forseta þess, og byrji séra Stefán þá starfsemi eins fljótt og því verður við komið, og bjöði kirkjufélagið að ábyrgjast honum $600 laun um eitt ár. 4. Vér viljum minna hina fáu prestlausu söfnuði, sem til eru innan kirkjufélagsins, á það, að vera sér í útvegum með prestþjönustu eftir því sem föng eru á, og leiti þeir aðstoðar hjá þeim prestum kirkjufélagsins sem þeir helst vilja og geta snúið sér til, eða til kirkjuþingsins, og er ætlast til, að þeir söfnuðir standist kostnaðinn af prestþjónustu þeirri, eftir því sem kringumstæður leyfa. 5. Vér viljum tilkynna kirkjufélaginu það, að séra N. Stgr. Þorláks- son býst við að fara um næsta nýár frá söfnuðum þeim í Park River, N. D., sem hann hefir þjónað um nokkur undanfarin ár, og er vonandi að Selkirk-söfnuður ráði hann, að minsta kosti að hálfu leyti, frá þeim tíma. Vér viljum leggja til, að forseta sé falið á hendur að veita honum missíónar-starf fyrir kirkjufélagið, að þeim hluta sem hann ekki starfar í Selkirk, frá 1. janúar 1900 til næsta kirkjuþings, og að forseti kirkju" félagsins ákveði borgun fyrir það starf. 6. Sumurn hinum stærri prestlausu bygðarlögum: Manitoba-vatns- Álftavatns- og Alberta-bygðum, ennfremur suðurhluta Nýja-íslands, bygðum Islendinga meðfram Kyrrahafs-ströndinni og einnig bygð ísl. í grend við Morden, Man., höfum vér ekki sérstaklega ráðstafað, en ætl- umst til, að forseta kirkjufélagsins sé falið á hendur að brúka þá krafta, sem kirkjufélaginu til þess starfs veitast og ekki er öðruvísi ákveðið verk, til missiónar í þessum bygðarlögum, og hafi forseti kirkjufélagsins aðal-umsjón yfir missíónar-starfinu. Séra Rúnólfur Marteinsson stakk upp á því, a5 skrifara kirkjufélagsins sé faliö á hendur aö senda séra Stefáni Páls- syni, í nafni kirkjufélagsins, köllunarbréf, samkvæmt því sem ráöið var til í nefndarálitinu, og var það samþykt. par næst flutti séra N. Steingr. þoriáksson fyrirlestur sinn með fyrirsögninni ,,Steinar“. Séra Jónas A. Sigurðsson talaði nokkur þakkarorð til fyrirlesarans, og þingið greiddi honum þakklætisatkvæði.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.