Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 21

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 21
85 fús Eymundsson í Reykjavík hefði gjört tilboð um, að gefa út sérstaka útgáfu af sálmabókinni, styttri og breytta, með guðs- þjónustuformi kirkjuféiagsins. Eftir nokkrar umræður bar séra Björn B. Jónsson fram svo hljóðandi uppástungu:—,,Kosin sé þriggja manna milli- þinga-nefnd, til að undirbúa útgáfu nýrrar sálmabókar, með guðsþjónustu- og kirkjuathafna-formum, og gjöra þær fram- kvæmdir í málinu, sem hún álítur heppilegastar Magnús Pálsson studdi uppástunguna, er svo var borin upp til atkvæða og samþykt. M. Pálsson stakk upp á, að vikið sé frá þingsköpum og þegar í stað gengið til kosninga í þessa nefnd. Stutt og sam- þykt. Kosningu hlutu: séra Jón Bjarnason, séra Friðrik J. Bergmann og séra N. Steingrímur þorláksson. Björn Jónsson stakk upp á, að þriggja manna nefnd sé sett til að yfirskoða aukalög kirkjufélagsins, og var það stutt og samþykt. Forseti útnefndi í nefndina þá Björn Jónsson, séra J. J. Clemens og G. B. Björnsson. Fundi slitið. Tíundi fundur, sama dag kl. 8 e. h. Sunginn var sálmurinn nr. 58. Fjarverandi voru: Jón J)órðarson og Gunnar Jóhannsson. ,, Sameiningin • ‘. Reikningar blaðsins voru þá lagðir fram af hr. Jóni A. Blöndal, féhirði útgáfunefndarinnar, og höfðu þeir áður ver- ið yfirskoðaðir af yfirskoðunarmönnunum (Jóni þórðarsyni og B. T. Björnssyni). Samkvæmt þeirri skýrslu var blaðið í $39 skuld—við prentfél. ,,Lögbergs“, B. Marteinsson, H. Tómas- son og G. Jóhannsson. En í útistandandi skuldum var talið að blaðið ætti $1,524.58—eftir að 20 prct. hafði þó verið dregið frá fyrir afföllum á 14. árgangi. G. B. Björnsson stakk upp á, að reikningarnir séu sam- þyktir, og var það stutt og samþykt. Magnús Pálsson staklc upp á, að þingið votti Jóni Blön- dal þakklæti sitt fyrir starf hans í þarfir ,, Sam. ‘ ‘, og var það gjört. Sömuleiðis greiddi þingið séra Jóni Bjarnasyni þakk- lætisatkvæði fyrir starf hans sem ritstjóri,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.