Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 30
94
þessu, aö taka samskot til aö borga þann kosnað, sem þingin
hefðu í för með sér, en engin föst gjöld höfð. Samskot voru
þá tekin, er námu $3.93.
Að starfsmálum fundarins loknum söng séra Jón Clemens
,,solo“ og séra R. Marteinsson flutti ræðu um „starfsþrá
unga fólksins“.
Að endingu var sunginn sálmurinn nr. 420 og ,,Faðir
vor“ lesið af öllum í sameiningu. Svo var þingi slitið.
S. Th. Westdal, skrifari.
—■——'—vvrtTVaiev'SWv---*
Kirkjuvígslur tvær fóru fram meðan kirkjuþing þetta
hið síðasta stóð yfir. Sunnudagurinn (25. júní 1899) reis upp
úr ,,myrkranna geigvænum geim“ hátíðlegur og dýrðlegur,
og hélt hann fegurð sinni til enda. Um kl. 11 f. h. hófst
vígsla kirkju Hallson-safnaðar, samkvæmt hinu venjulega formi
við slíkar athafnir í kirkjufélagi voru. Mikill fjöldi fólks hafði
safnast saman, og gátu sumir ekki inn komist. Allir prestar
kirkjufélagsins, sem nærverandi voru, tóku þátt í vfgslunni.
Séra Björn B. Jónsson flutti vígsluræðuna. Séra N. Stein-
grímur þorláksson, vara-forseti kirkjufélagsins, framkvæmdi
aðal vígsluathöfnina. Altarisganga fór fram fyrir kirkjuþings-
menn og fólk þar í söfnuðinum, og útdeildi séra Jónas A. Sig-
urðsson sakramentinu.
Kl. 4 e. h. sama dag vígði séra N. Steingrímur þorláks-
son, með aðstoð hinna sömu presta, kirkju Péturs-safnaðar,
sem er 3 mílur fyrir norðan Hallson. Séra Rúnólfur Mar-
teinsson prédikaði við það tækifæri. Altarisganga fór þar
einnig fram. Fjöldi fólks var saman kominn hér, eins og á
Hallson.
Kirkjur þessar báðar eru myndarlegar og söfnuðum sínum
til sóma, og var þessi sunnudagur mikill og dýrðlegur hátíðis-
dagur fyrir þá. Vonandi er, að söfnuðirnir verði ætíð eins sann-
arlega helgaðir guði eins og guðsþjónustuhúsin þeirra voru
vígð þennan dag. í næsta blaði flytur ,,Sam. “ yfirgripsmeiri
ritgjörð um kirkjur þessar og söfnuði.