Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 13
77
Vér undirskrifaðir höfum yflrfarið reikninga kirkjuféíagsins og
lýsum yfir því að þeir eru réttir og greinilega færðir.
Hallson, N.-Dak., 26, júni 1899.
Jón Thðrdarson, B. T. Björnsson,
yfirskoðunarmenn.
Féhiröir kirkjufélagsins gat ennfremur um, aö Vídalíns-
söfnuður heföi borgað sér $14.50 og Pembina-söfnuður $5.52,
sem ekki hefði getað komið í þessa árs reikningum.
Skólamálið var þá tekið fyrir á ný þar sem hætt hafði
verið við það á langardagskvöldið. B. J. Brandsson gjörði
svo hljóðandi breytingar-uppástungu viö uppástunguna, sem lá
fyrir, um að samþykkja nefndarálitið óbreytt.
Nefndarálitið sé samþykt með þeirri breytingu, að nefndinni, sem
kosin verður á þessu kirkjuþingi.sé veitt leyfi til að ákveða hinumfyrir-
hugaða skóla heimili í Winnipeg ef hún getur útvegað honum $5000.00
styrk í peningum frá ibúum Winnipeg-bæjar og öðrum mönnum í Can-
ada, utan einstakra Islendinga, og svo hæfilegan grunn fyrir skólann
innan takmarka Winnipeg-bæjar.
Ef jafnmikill eða meiri styrkur skildi bjóðast frá öðrum bæjum í
Manitoba, N.-Dak., eða Minnesota, skal það vera á valdi nefndarinnar
að ákveða skólanum heimili þar. Ennfremur skal nefndin hafa leyfi til
að borga ferðakostnað og laun manns, sem vinni sérstaklega að því að
þessi styrkur fáist, hvort heldur í Winnipeg eða annarsstaðar, og skal
það vera á valdi nefndarinnar, hvort hún vill útvega og ráða mann t:l
þessa starfa eða ekki.
Tómas Halldórsson studdi breytingar-uppástunguna.
Jón Sigfússon gjörði þá breytingar-uppástungu við breyt-
ingar-uppástunguna, að hin ákveðna upphæð sé $6,000 í stað-
inn fyrir $5,000. Sigurður Sigurðson studdi þessa breytingu.
Eftir all-langar umræður um hina síðari breytingar-uppást.
var samþykt að slíta umræðum um hana. Við atkvæðagreiðsl-
una fór fram nafnakall og féllu atkvæði þannig:
JÁ sögðu:—G. þorleifsson, S. Sigurðsson, S. Bergmann,
S. Björnsson, J. Sigurðsson, S. S. Grímsson, P.Hjálmarsson,
J. Benediktsson, J. Frímann, H. B. Jónsson, J. Sigfússon
og J. Kristjánsson.—Alls: 12.
Nei sögðu: — Séra B. B. Jónsson, séra R. Marteinsson,
séra O. V. Gíslason, J. A. Blöndal, G. B. Björnsson, S. T.
Westdal, J. Pétursson, þ». Pétursson, S. Sölvason, þ. Jó-
hannesson, T. Halldórsson, G. Ingimundarson,, J. þórðarson,
B. Marteinsson, J. Erlendsson, E. G. Eiríksson, G. Jóhanns-
son, M. Jónsson, M. Pálsson, S. Jónasson, H. S. Bardal, B,