Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 32
96
séra þórhallur Bjarnason, flutti fyrirlestur um fríkirkjumáliö,
séra Jón Helgason um kenningafrelsi presta og séra Ólafur
Ólafsson í Arnarbæli um afstööu prestanna gagnvart bindind-
ismálinu. Talsveröar umræöur hófust út af tveimur hinum
fyrst nefndu fyrirlestrum. Hiö fyrst nefnda spursmál hefir nú
verið uppi í íslenzku kirkjunni ekki svo fá ár, og hefir séra
þórhallur einna helst tekið það mál undir sinn verndarvæng
af þeim prestum, sem eru í þjónustu þjóðkirkjunnar.
Júnímánuður má með sanni kallast kirkjuþinga-mánuður,
að minsta kosti hvað snertir lútersku kirkjuna hér í Ameríku.
Mjög mörg af hinum stærri og minni kirkjufélögum Agsborgar-
játningarinnar héldu ársþing, eftir venju, í síðastl. júnímánuði.
Hið stærsta lúterska kirkjufélag meðal Norðmanna er hin
svonefnda ,,Sameinaða kirkja“. Henni tilheyra nú 365 prest-
ar, 1,083 söfnuðir, með 126,872 fermdum meðlimum. Hún
hélt þing sitt i Minneapolis 21.—29. júní. Hið þýðingarmesta
spursmál, sem þing þetta hafði til meðferðar, var skólamál
kirkjunnar. Um það var rætt í fjóra daga, mest um það, hvar
aðal lærði skóli kirkjufélagsins skyldi settur. Að lokum var
samþykt, að St. Olaf College í Northfield, Minn., skyldi verða
lærði skóli kirkjufélagsins, en prestaskólinn skyldi vera, eins
og að undanförnu, í Minneapolis, Minn.
„EIMltEIÐIN", eitt fjölbreyttasta og skemtilegasta tímaritið á ís-
lenzku. Ititgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. bvert beíti
Fæst bjá H. S. Bardal, S. Bergmann o. fl.
,,KENNARINN“, mánaðarrit til notkunar við kristindómsfrœðslu barna í sunnu-
dagsskólum og heimahúsum; kemur út í Minneota, Minn. Argangurinn, 12 nr.,
kostar að eins 50 cts. Ritstjóri séra Bjöm B. Jónsson. Útg. S. Th. Westdal.
,,ÍSAFOLD“, !ang-mesta blaðið á íslandi, kemur út tvisvar í viku alt árið; kostar
í Ameríku $1.50. Halldór S, Bardal, 181 King St,, Winnipeg, er útsölumaðr.
„VERÐI LJÓS !“—hið kirkjulega mánaðarrit Jeirra séra Jóns Helgasonar, séra
Sigurðar P. Sívertsens og Haralds Níelssonar í Reykjavík — tii sölu í bókaverzlan
Halldórs S. Bardals í Winnipeg og kostar 60 cts.
,,SAMEININGIN“ kemur út mánaðarlega,12 nr. á ári. Verð í Vesturheimi: $1.00
árg.; greiðist fyrirfram. —Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba,
Canada.—Útgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), FriðrikJ. Bergmann, Jón A.Blöndal,
Rúnóllur Marteinsson og Jónas A. Sigurðsson.
PRENTSMIDJA LÖGBERGS — WINNIPEG,