Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 20
84
Séra Jónas A. Sigurösson flutti þinginu kveöju og bless-
unarósk frá séra Jóni Bjarnasyni, forseta kirkjufélagsins, úr
bréfi, sem hann haföi nýskeð meðtekið frá honum, skrifuðu í
Edinborg á Skotlandi 8. júní.
Eftir io mínútna fundarhlé var aftur tekið til fundar-
starfa.
Séra Jónas A. Sigurðsson lagði fram svohljóðandi nefnd-
arálit:
Nefndin í General Council-málinu leggur liér með fram álit sitt á
þessa leið:
I fimm ár hefir mál þetta verið árlega til meðferðar á þingum kirkju-
félagsins, og sömuleiðis að einhverju leyti í flestum söfnuðum þess. Á
þingum hafa menn talið það eitt hið langstærsta og þýðingarmesta mál,
sem komið hafi inn á kirkjuþing, talið heiður þings ogheill kirkjufólags-
ins hygða á framkvæmdum í því máli. Öll þessi ár hafa nefndir verið
kjörnar, nema á síðasta þingi, sem starfa áttu að framkvæmd málsins.
Málið hefir verið all-ýtarlega rætt,og um það skrifað meira enmörgönn-
ur þingmál; formenn og leiðtogar þinganna og kirkjufélagsins hafa jafn-
an verið og eru enn meö inngöngu kirkjufélagsins í General Council,
og meirihluti þingmanna sömuleiðis. Sjálft General Council hefir sýnt
oss margfalda velvild, trívegis sent fulltrúa sína til þinga vorra, svarað
öllum spurningum og greitt fyrir öllu snertandi inngönguna mjög fús-
lega. Margir söfnuðir kirkjufélagsins hafa einnig í liðinni tíð samþykt
meðmæli með inngöngunni.
En þrátt fyrir öll siík meðmæli frá prestum kirkjufélagsins og sam-
þyktir kirkjuþinganna, á sér enn stað svo raunalegur misskilningur eða
vanskilningur á málinu hjá einstökum söfnuðum, sem birtir sorglegt
vantraust á tillögum þeirra manna, er hafa um mál þetta fjallað í
nafni og umboði kirkjufélagsins, að vér sjáum oss ekki fært að ráða til,
að innganga kirkjufélagsins í General Council sé samþykt á þessuþingi,
en vér ráðum til, að grundvallarlög og aukalög Gen. Councils verði þýdd
og prentuð í ,,Sam,“ og málið enn skýrt fyrir fölki safnaðanna á árinu.
Ennfremur ráðum vér til, að sendur verði fulltrúi i,Eraternal Dele-
gate) frá kirkjufélaginu til að mæta á þingi General Council-manna, sem
kemur saman í Chicago í haust. Skal hann kosinn á þessu þingi, og síð-
an hafa forgöngu þsss máls með höndum til næsta kirkjuþings.
Eftir nokkrar umræður var nefndarálitið borið upp til
atkvæða og samþykt.
þá var séra N. Stgr. þorláksson kosinn í einu hljóði er-
indsreki kirkjufélagsins á þing General Conncils í Chicago í
haust. Til vara var kosinn séra Björn B. Jónsson.
Sáhnabókarmálið
yar þá tekið fyrir. Séra J. A. Sigurðsson skýrði frá, að Sig-