Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 28
92 á meðal heiðingja $10.00, alls $120.00, og auk þess hefir það nú tekið að sér að leggja $20.00 í missíðnarsjóð kirkjufélagsins fyrir næstu áramót. Blessun drottins hefir verið yfir starfi bandalagsins 4 árinu, og með hans hjálp vonum vór, að næsta ársskýrsla sýni ennþá meiri framfarir, bæði andlegar og líkamlegar. FEÁ BANDALAGI VÍDALÍNS-SAFNAÐAR. (Eftir J. J. Erlendsson. Meðlimafjöldi við ársbyrjun (20. júní 1898)............. 73 Gengnir í félagið á árinu............................... 6 Fluttir burt á árinu.................................... 19 í félaginu 20. júní 1899 ............................... 60 Inngangseyrir og tillög félagsmanna......................... $28 55 Safnað í frjálsum samskotum ................................ 9 00 Tekjur alls................................ $37 55 Borgað fyrir altari í kirkjuna (skuld frá 1898)............. 36 65 í sjóði 20. júní 1899................................. $0 90 —Auk þess á félagið útistandandi hjá meðlimum sínum $24 55. FRÁ BANDALAGI FRELSIS- OG FRÍKIRKJU-SAFNAÐA. (Eftir Miss G. S. Pótursson, skrifara bandalagsins.) I bandalagi þessu, sem nú er rúmlega ársgamalt, eru nær 40 meðl. Félaeið heldur fundi tvisvar í mánuði, til skiftis trúmála- og menta- málafundi; en skemtifundir eru aðeins hafðir eftir sérstöku ákvæði. Á árinu hafa verið haldnir þrír skemtifundir, og hafa tveir þeina verið opinberar samkomur, sem öllum var boðið að sækja ókeypis. Það hefir verið gjört að reglu íbandalaginu,að velja sérstakt umræðu efni fyrir hvern trúmála- Og mentamálafund. Meðal annars valdi banda- lagið það að verkefni síðastliðið ár, að vekja eftirtekt unglinganna á ís- lenzkum bókmentum, og í þeim tilgangi hafa verið fluttar ræður og rit- gjörðir um ljóðmæli nokkurra hinna helztu íslenzku ljóðskálda. Reynt hefir verið, að fá sem flesta af félagsmönnum til að taka þátt í fundarstörfum, t. d. þá er rætt hefir verið um eitthvert skáld, hefir einn sagt æfisögu-ágrip þess, annar talað um ljóðmæli skáldsins, og síðan hafa nokkur af helztu kvæðum sama skálds verið flutt af ýmsum. Hafa fundarmenn oft leyst verk sitt mjög vel af hendi. Umræðuefni fyrir mentamálafundi hafa verið sem fylgir : ljóðmæli Jónasar Hallgrímssonar,Bjarna Thorarinsens og Hallgríms Péturssonar. Ennfremur hefir verið sagt frá lífsstarfi W. E. Gladstones og Benjamíns Franklíns. Á trúmálafundum hafa umræðuefni verið : ljóðmæli séra Valdemars Briem og séra Matth. Jochumsonar, kristni lögtekin á íslandi og siðbót Lúters. Á einum trúmálafundi veittist bandalaginu sú á- nægja að hlýða á fyrirlestur, sem Páll M. Clemens flutti um áhrif þau er Isiendingar gætu haft á þjóðlíf þessa lands. Nokkur fundaföll urðu ujn kaldasta tímann í vetur; ennfrenaur var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.