Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 4
68 andlega. Drottinn umbunar þeim, sem ávaxtar pundið honum í hendur fengið. Séra Rúnólfur Marteinsson, þá stúd. theol., sem ráðinn var til mhniónnr kirkjufélagsins um sumarmánuðina og unnið hafði að því verki á annan mánuð á undan síðasta kirkjuþingi, hóf snemma í júlí- mánuði aðra mis-iónar-ferð sína til nýlendanna islenzku, sem kendar eru við G-runnavatn og Alftavatn í Manitoha. Skýrsla hans um þá ferð sýnir, að fólk í þeim bygðarlögum hugsar um kristindðmsmál sín og langar til að þau gætu komist í betra horf hjá sér. Sunnudagsskólar voru þegar myndaðir og lestrar-guðsþjónustur haldnar á sunnudögum í einu skólahúsinu. Þá fór hann upp úr þeirri ferð vestur til Red Deer- nýlendunnar í Alberta. Dvaldi hann þar um tvær vikur og hafði 4 guðsþjónustur, auk þess sem hann, á heimleið sinni, dvaldi hjá Islend- ingum í bænum Calgary og fíutti þar guðsþjðnustur tvær. Þetta er í fyrsta sinni, að kirkjufélaginu auðnaðist að senda mann til Islendinga á þeim stöðvum, til þess að flytja boðskap kristindðmsins. I 9—10 ár voru bræður vorir og systur búin að dvelja hér, og höfðu ekki um allan þann tíma átt kost á að hlýða á guðs oi'ð flutt af lúterskum prédikara. Vér, sem um lengri tíma höfum átt kost á að koma saman um guðs orð og sakramentin og notið höfum guðsþjónustu og drukk- ið nautn lífsins fyrir Jesúm Krist, ættum að finna til með þeim, sem verða að fara á mis við alt þesskonar. Á þessum stöðvum, eins og annarsstaðar á meðal fðlks vors, á kristindómsmálefnið einlæga vini, sem þrá það innilega, að hægt væri að ráða bót á þessum svo mjög til- finnanlega skorti. Eins og víðar er kvennfólkið hér helztu hvatamenn kristindðmsmálefnisins. Hefir það sýnt það í verkinu, með því að gjöra tilraun til þess að halda uppi sunnudagsskðla í bygðinni (sjá skýrslu í „Sam.1- XIII, bls. 93-95). Þá fðr séra Jðn Bjarnason missiðnar-ferð til Nýja Islands að nliðn- um ágústmánuði. Fðr hann um alla nýlenduna, „ekki til þess að eiga neitt við kirkjumál bygðarlags þessa hið ytra1-, eins og hann tðk fram, hvar sem hann prédikaði í nýlendunni, „heldr eingöngu til þess að heilsa upp á menn í Jesú nafni og eftir mætti að hvetja menn til að glæða hjá sér ljðs kristinnar trúar í hjörtunum og húsunum“. Varð séra Jón var við, að gröður var farinn að myndast upp úr flaginu eftir vantrúar- brunann, sem geysaði um uýlenduna hérna um árið. Var sá grðður drottins honum sönnun fyrir því, að í Nýja Islandi sé eins vís framtíðar- vonfyrir kirkju vora og kristindóm eins og i hverju öðru íslenzku bygð- arlagi. Var séra Jón um þrjár vikur í þessari ferð sinni (sjá skýrslu í ,,Sam.“ XIII, bls. 106—111).—Þá fór séra Björn B. Jónsson í sömu er- indum til Watertown, S.-Dak., Duluth og Minneapolis, Minn. í ágúst og september (sjá ,,Sam.“ XIII, bls. 111). — Séra Friðrik J. Bergmann heimsótti íslendingabygðina við Roseau, Minn. í ágúst (sjá ,,Sam.“ XIII, bls. 111 og 139). — í sama mánuði heimsötti séra Jón J. Clemens söfnuðinn í Brandon (,,Sam.“ XIII, bls. 144). Svo aftur í júní, og sömu- leiðis Pipestone-nýlenduna. Fól Jðliannesar-söfnuður honum í þeirri ferð að flytja fyrir kirkjuþing beiðni sína um inngöngu í kirkjufélagið.— Séra Oddur V. Gíslason, sem er ráðinn fyrir prest að eins af tveimur göfnuðum í N ýja Islandi, Bræðrasöfnuði og Mikleyjarsöfnuði, auk þess

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.