Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 31
95 Útför Jóhanns Hallssonar fór fram, á meöan á þessu kirkjuþingi stóö, frá kirkju Hallson-safnaöar laugardaginn 24. júní 1899. Hinn aldurhnigni öldungur var fyrsti land- nemi á þessum staö, og heitir þorpiö og söfnuöurinn eftir hon- um. Hann var einhver ötulasti og dyggasti merkisberi safn- aðarins, sem hann unni heitt, og þráði hann af hjarta að meðtaka líkama og blóð vors blessaða frelsara þegar kirkjan væri opinberlega vígð drottins þjónustu. það auðnaðist hon- um ekki, því hann dó rétt fyrir kirkjuþing. 1 stað þess var lík hans í kistunni borið inn í kirkjuna kl. 2 e. h. laugardag- inn næsta á undan vígslunni. I kirkjunni fluttu ræður séra Björn B. Jónsson og sóknarpresturinn, séra Jónas A. Sigurðs- son, er flutti aðal útfarar-ræðuna. Við gröfina talaði séra N. Steingrímur þorláksson, og var líkið ausið mold af séra Jónasi. Mikill fjöldi fólks var viðstaddur athöfnina í kirkjunni og fylgdi öldungnum til grafar. ----5>—o-í-c=—í----- í skýrslu skólanefndarinnar, í fyrri hluta þessa blaðs, stendur, að skólasjóðurinn nú nemi $5,737-68. þetta er skakt; á að vera $5,749.67, eins og stendur í skýrslu yfirskoðunar- mannanna í sama blaði. þriðjudaginn, 11. júlí síðastl. hélt skólanefnd kirkjufé- lagsins fund hér í Winnipeg. Á þeim fundi afréð hún meðal annars að senda mann út til að safna fé til styrks skólanum meðal Canadamanna. Séra Jónas A. Sigurðsson var kosinn til þess starfa. Frézt hefir það af séra Jóni Bjarnasyni og ferðafólkinu, sem ásamt honum lagði af stað til íslands í maí síðastl. að þau komu til Reykjavíkur 28. júní, og leið öllu ferðafólkinu vel. Hin vanalega prestastefna (sýnódus) íslenzku kirkjunnar var haldin í Reykjavík 28. og 29, júní. Auk hinna vanalegu starfsmála prestastefnunnar voru þrír fyrirlestrar fluttir þar. Forstöðumaður prestaskólans,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.