Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.08.1899, Blaðsíða 26
90 ab allsherjar-bandalag þetta sé myndaö. Eftir nokkrar um- ræöur var þaö samþykt. Grundvallarlögin, sem áöur höfðu veriö samþykt af bandalögunum, voru lesin upp og samþykt í einu hljóði. ])á fóru fram kosningar embættismanna, og voru þessir kjörnir: Forseti, séra Rúnólfur Marteinsson; varaforseti, séra Jón J. Clemens; skrifari, S. Th. Westdal; varaskrifari, Miss G. Thomson; féhirðir, J. K. Johnson; og vara-féhirðir, G. V. Leifur. Að því búnu komu fram skýrslur frá hinum ýmsu banda- lögum, skriflega frá bandalögum Fyrsta lút.-og Vídalíns-safn., og munnlega frá hinum; en fulltrúar frá öllum bandalögunum voru beðnir að leggja fram skýrslur sínar skriflega, til birting- ingar ásamt fundargjörningnum í ,,Sam. “. þær hljóða svo: FRÁ BANDALAGI PEMBINA-SAFNAÐAR. (Eftir J. Hannesson.) Síðan síðasta ársskýrsla þessa bandalags var gefin, hefir félagi voru heldur farið fram og því aukist kraftar. Fundir eru haldnir reglulega einu sinni í mánuði, nema þrjá til fjóra mánuði á surarin, sem ekki hefir orðið komið við að halda fundi, sökum þess að margt af félagsmönnum þarf að sækja vinnu sína hurt úr bænum þann tíma. Sjö meðlimi hefir félagið mist á þessu ári, sem allir hafa flutt burtu héðan, nema einn; en svo hefir það aftur fengið níu nýja meðlimi, svo tala félagsmanna er nú 55, flest ungt fðlk. Fundir eru fremur vel sóttir, en illa gengur að fá fólk til aðtaka þátt í starfinu á fundum. þó er það heldur að lagast, og sést þess ljós vottur að félagsskapurinn hefir þegar gjört talsvert gott,og sumir jafnvel fengið meiri áhuga fyrir málefni kristindómsins, því unga fölkið hefir, sérstak- lega upp á síðkastið, tekið meiri þátt í og haft um hönd ýmislegt kristi- legt og fagurt, sem það, án félagsskaparins, vafalaust mundi fara á mis við. Á fundum bandalagsins, sem eru þrennskonar: trúmálafundir, mentamálafundir og starfs- og skemtifundir, hefir eftirfylgjandi verið haft um hönd : stutt æfiágrip ýmsra merkra manna, kristilegar dæmi- sögur, sögur, ogeinnig fluttir sálmar og kvæði, og er efni ætíð valið við- eigandi við þann Og þann fund. Rétt áður en fermt var hér síðastliðið vor, gaf félagið söfnuðinum altari í kirkjuna, sem kostaði nálega §145.00, og skuldar félagið nú um §30.00 af þeirri upphæð ; en það vonast eftir að geta borgað þá skuld næsta haust, jafnvel þótt flestir félagsmenn borguðu sín reglulegu árstil- lög fyrirfram, og þarafieiðandi sé ekki peninga von frá þeirri tekjugrein í haust. Þess er sérstaklega vert að geta, að félag þetta á Hf sitt og framför

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.