Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 4
4 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Lögreglumaður frá Ólafsfirði veitti einkennilegu aksturslagi bifreiðar á Siglu- fjarðarvegi athygli í hádeginu í gær. Skyndilega staðnæmdist bíll- inn og var lögregluþjónninn að eigin sögn nálægt því að aka aftan á hana. „Sá ég þá hvar lítil mannvera skaust úr ökumanns- sætinu og henti sér í aftursætið,“ segir í dagbók lögreglumanns- ins. Hann kannaði málið og fann í framsætinu hálfníræðan mann sem viðurkenndi að hafa leyft níu ára dóttursyni sínum að aka í gegnum Héðinsfjarðargöngin. Afinn tók síðan við akstrinum sjálfur. Lögreglumaður hafði samband við föður drengsins og sagði honum frá ferðalaginu. - sh Skaust yfir í aftursætið: Leyfði níu ára afabarni að aka VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 16° 6° -11° -4° -3° 5° -6° -6° 22° 8° 16° 3° 17° -10° 5° 11° -4°Á MORGUN 8-13 m/s NV-til, annars hægari. GAMLÁRSDAGUR 3-8 m/s. 5 5 5 4 6 8 2 3 -2 -3 0 -3 3 1 4 2 7 7 8 8 6 5 3 4 2 2 1 0 -2 -5 -1 -1 GAMLÁRSKVÖLD Veður verður svip- að á morgun en á föstudag lítur út fyrir norðlæga átt með kólnandi veðri og éljum í fyrstu fyrir norðan. Dregur úr vindi á gamlárs- kvöld og léttir víða til, en líkur á lítils háttar úrkomu á suðvesturhorninu. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður GENGIÐ 28.12.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 207,8366 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,57 116,13 178,28 179,14 153,01 153,87 20,526 20,646 19,545 19,661 17,066 17,166 1,406 1,4142 177,68 178,74 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is PERSÓNUVERND Umhverfisstofn- un var ekki heimilt að afhenda fyrirtæki lista yfir þá sem feng- ið höfðu leyfi til hreindýraveiða í ár. Fyrirtækið sendi í kjölfarið sendi auglýsingapóst til hópsins. Samkvæmt úrskurði Persónu- verndar hefði Umhverfisstofnun þurft að gefa veiðimönnunum kost á að andmæla því að til stæði að afhenda lista með nöfn- um, heimilisföngum og póst- númerum. Veiðimaður sem kvartaði til Persónuverndar sagði þessar upplýsingar viðkvæmar og ekki hefði átt að afhenda þær. Þeir sem fái veiðileyfi hafi aðgang að öflugum skotvopnum sem ekki sé ástæða til að auglýsa. - bj Fékk veiðileyfi og markpóst: UST mátti ekki afhenda lista SJÁVARÚTVEGUR Vottunarstofan Tún hefur staðfest að fyrirtækin Sjóvík ehf. og Fram Foods Ísland hf. uppfylli kröfur Marine Stewardship Council (MSC) um rekjanleika sjávarafurða sem upprunnar eru úr MSC- vottuðum sjálfbærum fiskveiðum. Vottorð þessa efnis voru afhent í Þjóðmenningar- húsinu í Reykjavík í gær. Sjóvík og Fram Foods Ísland eru fyrstu íslensku fyrirtækin sem hljóta vottunina. MSC-vottun staðfestir að hráefni og afurðir séu upprunnar úr sjálfbærum fiski- stofnum. Slík vottun hefur breiðst hratt út á undanförnum árum samfara aukinni eftir- spurn á alþjóðlegum mörkuðum eftir sjávar- afurðum úr vottuðum nytjastofnum. Fram til þessa hafa íslensk fyrirtæki þurft að sækja vottunina til útlanda en MSC-vottun- in greiðir þeim leið inn á ýmsa góða mark- aði. Sjóvík er dótturfyrirtæki Icelandic Group sem fyrr á þessu ári sótti um MSC-vottun. Sjóvík á og rekur fiskvinnslu í Kína og Taí- landi og sérhæfir sig í vinnslu á sérunnum afurðum úr Kyrrahafsþorski og Alaskaufsa. Fram Foods Ísland var áður Bakkavör Ísland. Í verksmiðju fyrirtækisins í Reykjanes bæ eru framleiddar ýmsar afurð- ir úr hrognum bolfisks, grásleppu, loðnu og síldar. - shá Vottunarstofan Tún hefur staðfest að Sjóvík og Fram Foods uppfylli kröfur MSC um rekjanleika afurða: Sjávarútvegsfyrirtæki fá MSC-vottun FRÁ AFHENDINGU Svanhildur Leifsdóttir, framkvæmda- stjóri Fram Foods, og Björn Maríus Jónasson frá Sjóvík tóku við vottorðum í gær. MYND/TÚN FRÉTTASKÝRING Stendur ríkisstjórnin storminn af sér? Ríkisstjórnin veiktist mjög við hjásetu þriggja þingmanna VG við afgreiðslu fjárlaga og enn eftir að Lilja Mósesdóttir upplýsti í Frétta- blaðinu í gær að hún væri að íhuga að segja sig úr þingflokki VG. Samtöl við fólk úr báðum stjórnar flokkum benda engu að síður til að meiri líkur en minni séu á að ríkisstjórnin sitji áfram óbreytt. Í gær fóru á flot fréttir um að ríkisstjórnin hygðist fá Fram- sóknarflokkinn til liðs við sig. Heimildir herma að forystumenn stjórnarflokkanna hafi ekki rætt þann möguleika, hvorki sín á milli né við aðra. Slíkt sé heldur ekki á dagskrá, eins og sakir standa í það minnsta. Ríkisstjórnin hefur meirihluta á þingi, hvort sem þremenningarn- ir úr VG eru taldir með eða ekki. Og rétt er að halda til haga að þeir hafa ítrekað lýst yfir að þrátt fyrir hjásetuna styðji þeir stjórnina. Á það er líka bent að engin veiga- mikil mál koma til kasta þingsins á næstunni þar sem virkilega reynir á meirihlutann. Þeir sem minna á það telja, eða vona, að þverpólitísk sátt takist um Icesave-málið. Mat hinna sömu er með öðrum orðum að málefnalega standi ríkisstjórn- in nokkuð sterk. Þegar rætt er um aðkomu Fram- sóknarflokks að ríkisstjórninni er spurt hvort þremenningarnir geti hugsað sér að verða valdir að slíku. Svarið er: Varla. Það sam- ræmist illa hugsjónum þeirra sem og margra VG liða, innan þings og utan. Umræður um þann möguleika kunni að verða til þess að raðir flokksins þéttist á nýjan leik. Hvað sem þessu líður hefur óþol- ið innan Samfylkingarinnar gagn- vart óstöðugleikanum í VG magn- ast mjög. Þaðan berast háværar raddir um breytingar. Fleiri við- mælendur en færri úr röðum Samfylkingarmanna eru þó þeirr- ar skoðunar að ákjósanlegast væri að sættir tækjust innan VG og að flokkarnir héldu áfram sam- starfinu óbreyttu. Kostur B væri að fá Framsóknarflokkinn til liðs við stjórnina að undangengnum samningaviðræðum um helstu mál- efni. Þriðji kosturinn væri mynd- un minnihlutastjórnar í einhverri mynd. Sá síðasti – og sísti – væri að Jóhanna Sigurðardóttir bæðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Sumir Samfylkingarmenn líta ekki á þremenningana sem helsta Þránd í Götu í stjórnarsamstarf- inu heldur ráðherrana Jón Bjarna- son og Ögmund Jónasson. Forsenda áframhaldandi samstarfs sé að þeir sýni með óyggjandi hætti að þeir meti mikilvægi þess í víðu sam- hengi og líti á ríkisstjórnina sem órofa heild fremur en reglubundna samkomu tíu einstaklinga. Ólíkegt er að til tíðinda dragi á vettvangi ríkisstjórnarinnar fyrr en að loknum fundi þingflokks VG í næstu viku. Á honum verða innri og ytri mál- efni flokksins rædd. Óumflýjan- legt er að þar fáist niðurstaða sem framhaldið mun ráðast af. bjorn@frettabladid.is Ólíklegt að breyting verði á samstarfinu Ríkisstjórnin siglir veik inn í nýtt ár. Óþol Samfylkingarinnar gagnvart VG hefur magnast. Stjórnarleiðtogarnir hyggjast ekki leita á náðir Framsóknar. ÞUNGUR RÓÐUR Ríkisstjórnin stendur veik eftir hjásetu stjórnarliða á dögunum og yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur um að hún íhugi að segja sig úr þingflokki VG. Þing- flokksfundur VG í næstu viku er lykilstund fyrir stjórnina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VARSJÁ, AP Bandarísk dómsmála- yfirvöld neita að greiða götu pólskra saksóknara sem rann- saka hvort Bandaríkjamenn hafi starfrækt leynifangelsi í landinu. Bandaríkjamenn bera fyrir sig tvíhliða trúnaðarsamkomulag milli ríkjanna. Tveir menn sem voru í haldi Bandaríkjamanna, grunaðir um hryðjuverk, segjast hafa þolað ofbeldi í meintu fangelsi. - þj Bandarísk dómsmálayfirvöld: Neita að hjálpa til við rannsókn HEILBRIGÐISMÁL Þrjú fyrstu tilfell- in af inflúensu á árinu greindust í desember. Af þeim reyndust tveir vera sýktir af svína- inflúensu en einn með inflúensu A. Enn sem komið er hefur ein- staklingum sem leita með inflú- ensulík einkenni til heilbrigðis- stofnana ekki fjölgað. Í Farsóttafréttum Landlæknis segir að líklega sé önnur bylgja svínainflúensu að hefjast hér á landi, en um helmingur þjóðar- innar hefur verið bólusettur gegn henni. Nokkuð er farið að bera á inflúensu í nágrannalöndunum. Um þrjátíu manns hafa látist af völdum hennar að undanförnu, enginn þeirra bólusettur. - shá Tveir með svínaflensu: Bylgja svína- flensu að hefjast FYRIRBYGGJANDI Þeir sem hafa látist úr svínaflensu í Evrópu voru ekki bólusettir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.