Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 78
50 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGURFLUGELDARNIR „Ég held að ég hafi í mesta lagi misst út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sig- urðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntan- lega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem honum bregður fyrir í. Laddi segist aldrei fá leiða á því að leika í Skaupinu, þetta sé alltaf jafn skemmtilegt. Laddi hefur yfir- leitt ekki brugðið sér í gervi þjóðþekktra einstaklinga, lék til að mynda gjaldkera og píningarmeistara í sínu fyrsta Skaupi en í fyrra og í ár hefur hann leikið forseta Íslands, Ólaf Ragnar. Og gert það eins og honum er einum lagið. Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Skaupsins, upplýsti að Skaupið í ár yrði eitt það fjölmennasta frá upphafi, 250 leikurum og statistum bregði fyrir að þessu sinni. Þetta er annað árið í röð sem Gunnar Björn leikstýrir Skaupinu og upp- tökur á því gengu vel. Í fyrra bar nokkuð á því að fyrirmenni þjóðarinnar gáfu sig á tal við Skaupsliða og vildu gefa góð ráð um hvað væri fyndið og hvað ekki en ekk- ert slíkt átti sér stað í ár. „Það var hins vegar skondið hversu oft það gerðist að fyrirmyndirnar og eftir- hermurnar hittust að þessu sinni,“ segir Gunnar. Kostnaður við Skaupið er svipað- ur og hann var í fyrra að sögn Sigrúnar Stefánsdóttur, dagskrárstjóra RÚV, eða kringum þrjátíu milljónir. Skaupið hefst klukkan 22.30. - fgg Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn FJÖLMENNT SKAUP 250 statistar og leikarar koma fyrir í Áramóta- skaupi Sjónvarpsins sem leikstýrt er af Gunnari Birni Guðmunds- syni. Laddi leikur að sjálfsögðu í Skaupinu. „Það eru fáar vörutegundir sem hafa hrapað eins og kampavínið. Línuritið sem var á uppleið árið 2007 hefur alveg snúist við,“ segir Bjarni Brandsson, vörumerkja- stjóri hjá Ölgerðinni. Þrátt fyrir að ýmis teikn séu á lofti um efnahagslegan bata á Íslandi heldur sala á kampavíni áfram að hrynja. Rúmlega 16.000 lítrar seldust í ÁTVR árið 2007, en aðeins tveimur árum síðar var salan komin niður í 5.700 lítra. Salan í ár hefur minnkað um 28% og stefnir í að enda í rúm- lega 4.000 lítrum. Haraldur Hall- dórsson hjá Vífilfelli segir líklegt að framleiðendur lækki verð á kampavíni á næsta ári í kjölfarið á minnkandi sölu. Kampavín er hreinræktuð lúxus vara og Bjarni hjá Ölgerð- inni segir að það sé ein af ástæð- unum fyrir þessari miklu sölu- rýrnun. „Það eru kannski færri ástæður til að skála,“ segir hann. „Svo spila erótísku staðirnir sem hættu í kjölfarið á hruninu inn í. Þar var salan orðin jafnvel meiri en í ÁTVR. Eftir hrun kom eng- inn þangað og allt datt niður. Þær voru náttúrlega á prósentum lista- konurnar sem dönsuðu þar.“ Bjarni segir kampavínsneysl- una hafa verið beintengda banka- kerfinu og að salan á veitingahús- um hafi einnig hrunið í kjölfar falls þeirra. „Það voru eiginlega bara skilanefndirnar sem voru að kaupa,“ segir hann og hlær. „Það er samt glettileg sala á veitinga- húsum. Það má kannski rekja til ferðamanna sem eru að sýna mol- búafólkinu hvernig á að vera töff,“ segir hann. Lúxuskampavín á borð við Dom Pérignon var flutt inn í stórum stíl í góðærinu, þrátt fyrir að magn- ið sem var í boði hafi verið tak- markað. 900 flöskur voru fluttar inn árið 2007 og seldust þær upp. Bjarni segir innflutninginn á Dom Pérignon hafa snarminnkað, enda sé svo lítið keypt af því að erfitt sé að halda því í verslunum. Þessi þróun helst í hendur við þróun á sölu á öðrum vínum. Ódýrara freyðivín sækir í sig veðrið og sala á brandí eykst á meðan sala á koníaki minnkar, að sögn Bjarna. „Það verða örugg- lega fáir með sebrahestinn í mat um áramótin. Fólk er að skera niður,“ segir hann. atlifannar@frettabladid.is BJARNI BRANDSSON: KANNSKI EKKI MARGAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ SKÁLA Kampavínssala heldur áfram að hrynja á Íslandi „Þetta er fyrst og fremst mjög góð viðurkenning fyrir mig og mína hönnun en auðvitað skemmir ekki fyrir að fá þessi peningaverðlaun,“ segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður en hún lenti í öðru sæti í samkeppni sem virt hönnunarheimasíða, design- spongeonline.com, stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún 1.500 dali eða tæpar 180.000 íslenskar krónur. Þór- unn þurfti að senda inn smá ritgerð um sig, myndir af verkum sínum og einnig var tekið mið af heima- síðu hennar, www.thorunndesign.com, þar sem öll hennar hönnun er til sýnis. Þórunn stundar mastersnám við Royal College of Arts og stefnir á útskrift í sumar. Peningaverð- launin koma sér vel þar sem námslánin dekka ekki efniskostnað en hann er töluverður í hönnunarnámi. „Við ráðum algjörlega hvernig við ráðstöfum verð- launafénu en ég var farin að svitna yfir útgjöldun- um sem fara í lokaverkefnið mitt svo þetta kemur sér gríðarlega vel.“ Yfir 600 keppendur frá hinum ýmsu heimshorn- um skráðu sig til leiks en þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin. Eina skilyrðið er að maður sé hönnunarnemi. „Þessi síða er mjög virt og mikið skoðuð af fólki í hönnunargeiranum út um allan heim. Ég átti alls ekki von á að ná langt og það var alveg nóg fyrir mig að komast í tíu manna úrslit,“ segir Þórunn en aðstandendur síðunnar völdu tíu bestu úr 600 manna hópi og svo máttu lesendur síð- unnar kjósa milli þeirra tíu. Þórunni líkar vel í London og stefnir á að vera þar áfram eftir útskrift. „Ég er búin að kynnast góðu fólki og líður mjög vel úti. Það eru fleiri tæki- færi þar en hér heima en að sama skapi meiri sam- keppni. Ég ætla samt að láta á það reyna.“ - áp Þórunn Árna verðlaunuð ÁNÆGÐ MEÐ VERÐLAUNIN Þórunn Árnadóttir varð í öðru sæti af 600 keppendum í hönnunarsamkeppni sem virt hönnunar- heimasíða stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún tæpar 200.000 íslenskar krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Það verður alltaf að kaupa eitthvað þótt það verði líklegast ekki mikið í ár. Er mest í skot- blysunum svo ég geti þóst vera vopnaður og hættulegur.“ Elías R. Ragnarsson, leikjahönnuður hjá Fancy Pants Global. samdráttur hef- ur orðið í sölu á kampavíni frá árinu 2007. HEIMILD: ÁTVR 75% ÓLÍKLEG SJÓN Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri ástæður til að skála en í góðærinu. NORDICPHOTOS/GETTY Björn Stefánsson, trommuleikari hljómsveitarinnar Mínus, gengur að eiga unnustu sína Írisi Dögg Einarsdóttur á nýársdag eins og Fréttablaðið hefur sagt frá. Vinir og vandamenn rokkarans tóku sig til og steggjuðu hann á mánudaginn eins og alsiða er. Meðal þeirra sem tóku þátt í steggjuninni voru Bjarni og Krummi, félagar hans úr Mínus, Björn Wasabi Árna- son ljósmynd- ari og Aggi í Lights on the Highway. Ekkert áfengi var haft um hönd í steggjun- inni sem verður að teljast til tíð- inda þegar umræddur hópur á í hlut. Fréttastofa Stöðvar 2 varð fyrir blóðtöku á dögunum þegar Guðný Helga Herberts- dóttir fréttakona sagði upp störfum. Samstarfsmenn hennar kvöddu Guðnýju Helgu í gær en hún hefur ráðið sig sem upplýsinga- fulltrúa hjá Íslands- banka. Kvikmyndarinnar Dylan Dog: Dead of Night hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu hjá myndasögunjörð- um enda verið að kvikmynda fyrstu ítölsku myndasöguna. Eitt aðalhlutverk- anna í myndinni er í höndunum á Anitu Briem en tökum lauk fyrir margt löngu. Myndin verður að öllum líkind- um frumsýnd í lok mars á Ítalíu en samkvæmt vefmiðlum er allt óvíst með ameríska frumsýningu. - hdm, fgg FRÉTTIR AF FÓLKI Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.