Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 78
50 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGURFLUGELDARNIR
„Ég held að ég hafi í mesta lagi misst
út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar
Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sig-
urðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í
Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntan-
lega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem
honum bregður fyrir í. Laddi segist aldrei
fá leiða á því að leika í Skaupinu, þetta sé
alltaf jafn skemmtilegt. Laddi hefur yfir-
leitt ekki brugðið sér í gervi þjóðþekktra
einstaklinga, lék til að mynda gjaldkera
og píningarmeistara í sínu fyrsta Skaupi
en í fyrra og í ár hefur hann leikið forseta
Íslands, Ólaf Ragnar. Og gert það eins og
honum er einum lagið.
Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri
Skaupsins, upplýsti að Skaupið í ár yrði
eitt það fjölmennasta frá upphafi, 250
leikurum og statistum bregði fyrir að
þessu sinni. Þetta er annað árið í röð sem
Gunnar Björn leikstýrir Skaupinu og upp-
tökur á því gengu vel. Í fyrra bar nokkuð
á því að fyrirmenni þjóðarinnar gáfu sig
á tal við Skaupsliða og vildu gefa góð ráð
um hvað væri fyndið og hvað ekki en ekk-
ert slíkt átti sér stað í ár.
„Það var hins vegar skondið hversu oft
það gerðist að fyrirmyndirnar og eftir-
hermurnar hittust að þessu sinni,“ segir
Gunnar. Kostnaður við Skaupið er svipað-
ur og hann var í fyrra að sögn Sigrúnar
Stefánsdóttur, dagskrárstjóra RÚV, eða
kringum þrjátíu milljónir. Skaupið hefst
klukkan 22.30. - fgg
Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn
FJÖLMENNT SKAUP 250 statistar
og leikarar koma fyrir í Áramóta-
skaupi Sjónvarpsins sem leikstýrt
er af Gunnari Birni Guðmunds-
syni. Laddi leikur að sjálfsögðu í
Skaupinu.
„Það eru fáar vörutegundir sem
hafa hrapað eins og kampavínið.
Línuritið sem var á uppleið árið
2007 hefur alveg snúist við,“ segir
Bjarni Brandsson, vörumerkja-
stjóri hjá Ölgerðinni.
Þrátt fyrir að ýmis teikn séu
á lofti um efnahagslegan bata á
Íslandi heldur sala á kampavíni
áfram að hrynja. Rúmlega 16.000
lítrar seldust í ÁTVR árið 2007,
en aðeins tveimur árum síðar var
salan komin niður í 5.700 lítra.
Salan í ár hefur minnkað um
28% og stefnir í að enda í rúm-
lega 4.000 lítrum. Haraldur Hall-
dórsson hjá Vífilfelli segir líklegt
að framleiðendur lækki verð á
kampavíni á næsta ári í kjölfarið
á minnkandi sölu.
Kampavín er hreinræktuð
lúxus vara og Bjarni hjá Ölgerð-
inni segir að það sé ein af ástæð-
unum fyrir þessari miklu sölu-
rýrnun. „Það eru kannski færri
ástæður til að skála,“ segir hann.
„Svo spila erótísku staðirnir sem
hættu í kjölfarið á hruninu inn í.
Þar var salan orðin jafnvel meiri
en í ÁTVR. Eftir hrun kom eng-
inn þangað og allt datt niður. Þær
voru náttúrlega á prósentum lista-
konurnar sem dönsuðu þar.“
Bjarni segir kampavínsneysl-
una hafa verið beintengda banka-
kerfinu og að salan á veitingahús-
um hafi einnig hrunið í kjölfar
falls þeirra. „Það voru eiginlega
bara skilanefndirnar sem voru að
kaupa,“ segir hann og hlær. „Það
er samt glettileg sala á veitinga-
húsum. Það má kannski rekja til
ferðamanna sem eru að sýna mol-
búafólkinu hvernig á að vera töff,“
segir hann.
Lúxuskampavín á borð við Dom
Pérignon var flutt inn í stórum stíl
í góðærinu, þrátt fyrir að magn-
ið sem var í boði hafi verið tak-
markað. 900 flöskur voru fluttar
inn árið 2007 og seldust þær upp.
Bjarni segir innflutninginn á Dom
Pérignon hafa snarminnkað, enda
sé svo lítið keypt af því að erfitt
sé að halda því í verslunum.
Þessi þróun helst í hendur við
þróun á sölu á öðrum vínum.
Ódýrara freyðivín sækir í sig
veðrið og sala á brandí eykst á
meðan sala á koníaki minnkar, að
sögn Bjarna. „Það verða örugg-
lega fáir með sebrahestinn í mat
um áramótin. Fólk er að skera
niður,“ segir hann.
atlifannar@frettabladid.is
BJARNI BRANDSSON: KANNSKI EKKI MARGAR ÁSTÆÐUR TIL AÐ SKÁLA
Kampavínssala heldur
áfram að hrynja á Íslandi
„Þetta er fyrst og fremst mjög góð viðurkenning
fyrir mig og mína hönnun en auðvitað skemmir ekki
fyrir að fá þessi peningaverðlaun,“ segir Þórunn
Árnadóttir vöruhönnuður en hún lenti í öðru sæti
í samkeppni sem virt hönnunarheimasíða, design-
spongeonline.com, stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún
1.500 dali eða tæpar 180.000 íslenskar krónur. Þór-
unn þurfti að senda inn smá ritgerð um sig, myndir
af verkum sínum og einnig var tekið mið af heima-
síðu hennar, www.thorunndesign.com, þar sem öll
hennar hönnun er til sýnis.
Þórunn stundar mastersnám við Royal College
of Arts og stefnir á útskrift í sumar. Peningaverð-
launin koma sér vel þar sem námslánin dekka ekki
efniskostnað en hann er töluverður í hönnunarnámi.
„Við ráðum algjörlega hvernig við ráðstöfum verð-
launafénu en ég var farin að svitna yfir útgjöldun-
um sem fara í lokaverkefnið mitt svo þetta kemur
sér gríðarlega vel.“
Yfir 600 keppendur frá hinum ýmsu heimshorn-
um skráðu sig til leiks en þetta er í annað sinn sem
keppnin er haldin. Eina skilyrðið er að maður sé
hönnunarnemi. „Þessi síða er mjög virt og mikið
skoðuð af fólki í hönnunargeiranum út um allan
heim. Ég átti alls ekki von á að ná langt og það var
alveg nóg fyrir mig að komast í tíu manna úrslit,“
segir Þórunn en aðstandendur síðunnar völdu tíu
bestu úr 600 manna hópi og svo máttu lesendur síð-
unnar kjósa milli þeirra tíu.
Þórunni líkar vel í London og stefnir á að vera
þar áfram eftir útskrift. „Ég er búin að kynnast
góðu fólki og líður mjög vel úti. Það eru fleiri tæki-
færi þar en hér heima en að sama skapi meiri sam-
keppni. Ég ætla samt að láta á það reyna.“ - áp
Þórunn Árna verðlaunuð
ÁNÆGÐ MEÐ VERÐLAUNIN Þórunn Árnadóttir varð í öðru sæti
af 600 keppendum í hönnunarsamkeppni sem virt hönnunar-
heimasíða stóð fyrir. Í verðlaun fékk hún tæpar 200.000
íslenskar krónur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Það verður alltaf að kaupa
eitthvað þótt það verði líklegast
ekki mikið í ár. Er mest í skot-
blysunum svo ég geti þóst vera
vopnaður og hættulegur.“
Elías R. Ragnarsson, leikjahönnuður hjá
Fancy Pants Global.
samdráttur hef-
ur orðið í sölu
á kampavíni frá
árinu 2007.
HEIMILD: ÁTVR
75%
ÓLÍKLEG SJÓN Sala á kampavíni á Íslandi heldur áfram að minnka enda eru færri
ástæður til að skála en í góðærinu. NORDICPHOTOS/GETTY
Björn Stefánsson, trommuleikari
hljómsveitarinnar Mínus, gengur
að eiga unnustu sína Írisi Dögg
Einarsdóttur á nýársdag eins og
Fréttablaðið hefur sagt frá. Vinir og
vandamenn rokkarans tóku sig til
og steggjuðu hann á mánudaginn
eins og alsiða er. Meðal
þeirra sem tóku þátt
í steggjuninni voru
Bjarni og Krummi,
félagar hans úr Mínus,
Björn Wasabi Árna-
son ljósmynd-
ari og Aggi í
Lights on the
Highway.
Ekkert áfengi
var haft
um hönd
í steggjun-
inni sem
verður að
teljast til tíð-
inda þegar
umræddur
hópur á í
hlut.
Fréttastofa Stöðvar 2 varð fyrir
blóðtöku á dögunum þegar
Guðný Helga Herberts-
dóttir fréttakona sagði upp
störfum. Samstarfsmenn
hennar kvöddu Guðnýju
Helgu í gær en hún hefur
ráðið sig sem upplýsinga-
fulltrúa hjá Íslands-
banka.
Kvikmyndarinnar
Dylan Dog: Dead
of Night hefur verið
beðið með nokkurri
eftirvæntingu hjá
myndasögunjörð-
um enda verið
að kvikmynda
fyrstu ítölsku
myndasöguna.
Eitt aðalhlutverk-
anna í myndinni
er í höndunum á
Anitu Briem en
tökum lauk fyrir
margt löngu.
Myndin verður
að öllum líkind-
um frumsýnd
í lok mars
á Ítalíu en
samkvæmt
vefmiðlum
er allt óvíst
með ameríska
frumsýningu.
- hdm, fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki