Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 16
16 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Þegar gosinu í Eyjafjallinu lauk og ljóst var að af því hlyti enginn alvarlegt heilsufarslegt tjón, leit þjóðin eitt augnablik snögglega upp úr skurðinum. Brúnin lyftist – „er hægt að nýta þetta?“ Askan sem lá yfir Suðurlandi beið þess eins að verða mulin ofan í gráa tóna af ICE LAVA HARD ROCK augnskuggum. Enginn efniviður er það fáskrúð- ugur að ekki megi nýta hann í eitt- hvað. Þótt framan af ári hafi hug- vitsfólk og hönnuðir verið búnir að finna hin frumlegustu hráefni til að smíða úr hljómaði heróp úr búðum þeirra þegar ljóst var að skrapa mátti upp ösku og bæta í deigið. Aska í öll mál Á árinu mátti því festa kaup á ýmiss konar eldsumbrotavarn- ingi. Meðal þess sem var á boð- stólum voru eyrnalokkar, unnir úr silfri og bræddu íslensku hrauni, kerti, unnin úr ösku, rauðamöl og sjávargrjóti sem og svokölluð eld- fjallasápa, úr ösku og Shea-smjöri fékkst á internetinu. Ilmvatn var framleitt úr vatni Eyjafjalla jökuls, andlitsmaski úr leir jökulsins og sýning á glerlistaverkum, þar sem listamaðurinn nýtti öskuna úr gos- inu í glerjung og skreytingar, var opnuð á árinu. Ekki má gleyma að hreina ösku mátti kaupa í krukkum eða jafn- vel 27 lítra brúsum og á öðrum stað fengust stakir hraunmolar í handmáluðum öskjum. Ef askan var ekki nýtt beint af kúnni voru listamenn og hönnuðir undir djúp- um áhrifum frá gosinu, og tehett- ur og húfur í eldfjalls líki sáust á heimilum og hausum. Enda ekkert skrýtið. Eyjafjallajökull var eitt af tíu helstu orðum ársins; á veraldar- vísu. Það segir jafnframt sína sögu að skartgripahönnuður, sem meðal annars hannar línu sem hann kall- ar Icesaveþvæla, var útnefndur bæjarlistamaður Akraness. Línan inniheldur meðal annars hringa, hálsmen og nælur. Stærstu mál ársins voru meitluð í fjörusteina og fiskiroð og seld á bænda-, sveita- eða jólamörkuðum. Okkur varð ekki skotaskuld úr því að koma landsins efnum í afurðir. Og má þá heldur ekki gleyma ullinni. 17 kílómetra trefill Heimilinu var dýft ofan í pott af rollum á þessi ári. Lopi varð súr- efni í ógöngunum. Slétt og brugðið, vettlingar, hosur, treflar, peysur, ennisbönd, ipod-hulstur, sólhatt- ar, myndarammar, engin verkefni voru of smá eða of stór. Nokkurs konar eldfjallateppi leit dagsins ljós. Þjóðþekktur óperu- söngvari lenti á forsíðu Frétta- blaðsins þar sem hann hafði það huggulegt við kertaljós og prjónaði lopapeysur í jólapakkana. Sautján kílómetra langur trefill var lagður í gegnum göng fyrir norðan. Íbúar á öllum aldri í Fjallabyggð lögðu prjónaskapnum lið og við vígslu Héðinsfjarðarganga náði trefill- inn frá miðbæ Siglufjarðar inn í miðbæ Ólafsfjarðar. Listakona prjónaði 52 mismunandi húfur á 52 vikum. Önnur komst í frétt- irnar fyrir að prjóna 80 eyrna- skjól á tveimur vikum. Fjölskyld- an klæddist lopapeysum, setti á sig partíhatta og mætti á ástar- og hamingjudaga á Hofsósi. Logsoðið hugvit Nýtnin var einstök, hugvitið ólýsan- legt – í askana látið. Enginn kann- aðist við árið 2007 – það var eins og gamli fulli frændaperrinn sem hlegið var að þegar nafnið hans dúkkaði upp. Allir vildu gleyma honum en hann var nú einu sinni ættingi, ekki svo auðveldlega hægt að hrista hann af sér. „Draslið úti í bílskúr? Hvað ertu að tala um?“ Þar sat Íslendingurinn í Egginu sínu sem hann var búinn að fela í bílskúrnum og málaði og logsauð kertastjaka. Crème brûlée logsuðutækið kom þar að góðum notum, þar sem það lá gleymt ásamt öðrum gashitunar- tækjum. Nú mátti loks nota tækið. Heimilisfaðirinn setti fjölskyld- una á slysó þegar hann reyndi að svíða hárið af liðinu í heimaklipp- ingu. En þá kom aloe vera plantan að góðu. Sumt, sem auðveldara er að sjá af, mátti selja á Barnalandi. Svo sem píanóið sem enginn kunni hvort sem er nokkurn tímann á. Gapandi dýrtíð Fyrrum lúxusrottur lifa eins og heilagar Maríur í kreppunni. Segj- ast aldrei hafa notað dýr sjampó og leggja allt það ódýrasta á minnið sem fæst í Bónus til að virka vand- aðar og hófsamar. Nægjusemi og útsjónarsemi eru einkunnar orðin. Sem kristallast í skíðaferðunum sem eru ekki lengur farnar til Aspen heldur norður. En þá hefst útreikningurinn. Orðlaus reiknar reykvísk fjöl- skylda út kostnaðinn við skíðaferð- ina norður, göslandi um á risabíl með börnin (þrjú og öll að æfa). Tekur saman 50 þúsund króna bensínkostnað og ekki er matar- kostnaðurinn minni (allar mál- tíðir á Bautanum eða Rub). Hvað þetta er allt dýrt! Reiðin beinist að engum snjóvélum í Bláfjöllum og loks borgarstjóranum. Fjölskyld- an er gapandi reið yfir 200 þúsund króna helgi. Og skellir sér þá bara næst í skíðaferð til Madonna á Ítalíu fyrir skít og kanil. Græjurn- ar og íþróttafötin eru hvort sem er keypt á mörkuðum í Fenjunum en ekki í Útilífi. Og matur innifalinn svo þetta sleppur. Flott á því í Fljótshlíðinni Árið fór fram að stórum hluta á internetinu. Á Facebook taldi Íslendingurinn vini sína og afmæliskveðjurnar. „132 kveðj- ur, ég er orðlaus – takk þið!“ Allir voru á Facebook. Allir uppgötvuðu náttúruna. Allir, eða svona næst- um því, voru í framboði til stjórn- lagaþings. Allir fóru norður á skíði og allir fóru í útilegur. Húsafell og Þórsmörk voru eins og meðalstór- ar flóttamannabúðir eftir jarð- skjálfta vegna útilega. Og allir fóru að sjá gosið. Á einni nóttu var Íslendingur- inn orðinn fjallgöngugarpur sem fannst ekkert sjálfsagðara en æða um miðja nótt upp á fjall (varð að sjá þetta í ljósaskiptunum), í fimm stiga frosti og birta mynd á Face- book daginn eftir. Með beljandi eldfljót í bakgrunni. Einhverjum þótti ögrun felast í sjálfumglöðum smettum vinnufélaga og nágranna á fésbókinni og ákváðu að skella sér bara líka í Fljótshlíðina. Í galla- buxum og strigaskóm með Snick- ers og orkudrykki í nesti. Upp, upp, upp á fjall Fjallgöngur hafa tekið við sem lík- amsræktin. „Ræktin er bara fyrir pakk,“ segir plebbinn og fussar og sveiar upp fjallið. Stafir, 66 gráður norður, tínir ber, svo ódýrt. Hugg- ar sig við að þetta sé alveg líkt Mont Blanc sem hann kleif fyrir þremur árum í boði bankans nema bara hreinna loft og ekki eins tíma- frekt. Enginn kannast við að hafa farið til Tyrklands og Egyptalands til skiptis síðustu árin, öll albúm í geymsluna. Í staðinn eru komn- ar myndir af plebbanum með fífil í náttúrunni í lopapeysu. Íslendingurinn sér sér samt færi þegar hann fer í sumarbústaðinn þar sem enginn sér hann né heyr- ir og dröslar þá öllum græjunum með sem hann felur þess á milli í bílskúrnum. Hnakkrifist um berjalyng Íslendingurinn árið 2010 fjárfest- ir ekki lengur í steinsteypu. Það er bara fyrir liðið sem er gráðugt. Hann þarf ekki lengur material hluti, enda andans maður og nátt- úrubarn. Með það bak við eyrað fór landsnytja-Íslendingurinn í berja- mó (með allar græjurnar) og lenti í rifrildi uppi í Heiðmörk innan um lyngið. Hann skóflaði fjölskyld- unni argur aftur upp í bílinn og eyddi deginum í að keyra á milli þúfna í leit að leynistað. Næstu nótt var hann enn vakandi klukk- an fjögur, að gera bláberjalíkjör og þurrka berin við fimmtíu gráður í ofnskúffu. Facebook-síðan Sultu- gerð, uppát og aðrar kræsingar eignaðist 117 aðdáendur á einum sólarhring. Árið var hressilegt. Herópið var: Burt með bölmóðinn. Við áttum að hætta þessu kvabbi. Og muna að við höfðum hvert annað, samveru og kærleikinn. Virkjum samkennd- ina með skilyrðislausri væntum- þykju. Þú gast hins vegar gleymt því ef þú bjóst í Aratúni. Kertagerð lúxusrottunnar Íslendingar mokuðu út úr vopnabúrinu á árinu sem er að líða, óbeygðir og jafnvel enn svolítið vígdjarfir. Vopnabrak heyrðist þegar tómum sultukrukkum, prjónum og gönguskóm var skóflað úr hrúgunni. Líka gömlum girðingarstaurum, fjörusteinum og nagla- dekkjum. Úr þessu var síðan hönnuð sápa, eyrnalokkar, vínstaup og arinsett. LOPA-RAMBÓ Íslendingurinn varð fjallgöngugarpur á einni nóttu sem taldi það ekki eftir sér að ganga í tíu klukkustundir upp á gjósandi eldfjall. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON OG KRISTINN Innlendir vendipunktar 2010 Fréttablaðið gerir upp árið með greinum um innlenda vendi- punkta eftir valda höfunda. Vendi- punktarnir snúast um markverðar fréttir og atburði sem gerðust á árinu og gætu haft áhrif til fram- búðar á Íslandi. Júlía Margrét Alexand- ersdóttir er blaðamaður á Fréttablaðinu. INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2010 Enginn kannaðist við árið 2007 – það var eins og gamli fulli frænda- perrinn sem hlegið var að þegar nafnið hans dúkkaði upp. Allir vildu gleyma hon- um en hann var nú einu sinni ættingi. JÚLÍA MARGRÉT ALEXANDERSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.