Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 36
Naglalakk hefur þótt ómissandi fylgihlutur í vetur enda ódýrt en fallegt punt. Grábrúnir
tónar eru áberandi en sömuleiðis skærrauðar skínandi neglur.
„Hönnun á herrabolum hefur að mestu
snúist um að prenta eða stensla munst-
ur og myndir á boli og okkur langaði
að gera eitthvað öðruvísi,“ segir Harpa
Hrund Pálsdóttir, einn þeirra
hönnuða sem standa að
baki hönnunarmerkinu
Hamur. „Þess vegna
fórum við út í að
sauma á þá og breyta
þeim þannig.“
Vinnustofur
Hams eru í bak-
húsi við Óðinsgöt-
una og þar verða bol-
irnir til. „Við erum þrjár sem
stöndum að Ham, ég, Dagný
Gréta Ólafsdóttir og Klara
Rut Ólafsdóttir. Við hönnum
boli, kjóla, skart, hettutrefla
og bara hvað sem okkur
dettur í hug,“ segir Harpa.
„Hamur er alls konar og við
gerum alls konar.“
Hamur er ekki gamalt
merki, rétt tæplega árs
gamalt. „Dagný og Klara
byrjuðu síðasta vetur að
sauma saman, en nafn-
ið Hamur kom síðar
er Klara var í miklu
stuði við sumavélina
og sagðist vera í mikl-
um ham. Þá kviknuðu ljósa-
perur og nafnið festist upp frá
því,“ segir Harpa. „Í lok sumars
höfðu stelpurnar svo samband
við mig og vildu fá mig með,
en ég var þá að gera mína hluti
ein úti í horni.“ Bolirnir fást í
versluninni Collective of Young
Designers (sem er í kjallara
Nýlenduvöruverslunar Hemma
og Valda) og kosta 4.500 krón-
ur. Nánari upplýsingar er að
finna á www.hamur.is.
tryggvi@frettabladid.is
BOLIR Í HAM
Hamur býður upp á herraboli sem hannaðir eru og saumaðir hér-
lendis. Bolirnir fást í Collective of Young Designers á Laugavegi.
Harpa Hrund Pálsdóttir (lengst til vinstri), Dagný Gréta Ólafsdóttir og Klara Rut Ólafs-
dóttir hanna undir merkjum Hams. MYND/HELLERT
Bolirnir eru
allir einstakir
og hand-
gerðir hér
á Íslandi.
Þeir kosta
4.500
krónur.
Enn og aftur fer tískan í hringi og leitar á náðir
áttunda áratugarins.
Peysur og hvers konar prjónaskapur verið að ryðja
sér til rúms í haust, en samkvæmt Harper‘s Bazaar
verða peysur allsráðandi næsta vor og sumar.
Peysurnar verða þó ekki með hefðbundnu
sniði, stórar og hlýjar úr alíslenskum lopa, held-
ur almennt efnislitlar, götóttar og hálfgagnsæj-
ar.
Peysurnar verða í léttum litum og efniviðurinn
verður mun fágaðri en á áttunda áratugnum, sem
gefur peysunum kynþokkafullt heildar yfirbragð.
Peysurnar má svo bæði setja saman við þægileg-
ar leggings og sólgleraugu eða háa hæla og
flott glingur, allt eftir tilefni og stíl. - jbá
ansstudioD
www.jsb.is
Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730
Bréfasími 581 3732 • jsb@jsb.is • www.jsb.is
E
F
L
IR
a
lm
a
n
n
a
te
n
g
s
l
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
f í
s
k
h
ö
n
n
u
n
7 vikna fjölbreytt dansnámskeið
fyrir 20 ára og eldri!
Innritun hafin í síma 581 3730 og á jsb@jsb.is
Vertu með í vetur!
Studio 1 – Námskeið fyrir byrjendur 2x í viku
MOVE LIKE A DANCER…
Langar þig að læra að hreyfa þig og komast
í gott líkamlegt form?
• Spennandi og skemmtilegt jazzdans og
púlnámskeið fyrir 20 ára og eldri.
• Kennt er í lokuðum hóp á mánudögum
kl.19:40 og fimmtudögum kl.19:25.
• Kennari er Magnea Ýr Gylfadóttir.
Verð: 17.400 kr.
Studio 2 – Námskeið fyrir lengra komna 3x í viku
MUSICAL JAZZ – LYRICAL JAZZ – COMMERCIAL JAZZ
Leynist jazzdansari í þér? Varst þú í jazzballett og
langar að byrja aftur? Nú er tækifærið!
• Kennt er í lokuðum hóp á mánudögum kl. 20:40,
miðvikudögum kl. 20:30 og laugardögum kl.12:15.
• Kennarar eru : Arna Sif Gunnarsdóttir og
Íris Björk Reynisdóttir.
Verð: 26.200 kr.
Námskeið hefjast 10.janúar! Skráning í síma 5813730 og á jsb@jsb.is
Frjáls aðgangur að tækjasal meðan á námskeiði stendur.
Nýtt! STUDIOKORT
Árskort sem gildir á öll dansnámskeið í Dansstudioi JSB.
Kortið veitir einnig frjálsan aðgang að tækjasal JSB.
Verð: 59.800 kr.
ansstudioD www.jsb.is
STUDIOKORT
Svarti liturinn er klass-
ískur en götin gefa
peysunni sérstakt og
flott yfirbragð.
Karlpeningurinn
þarf ekki að fara
varhluta af kom-
andi peysutísku.
Gegnsætt og kyn-
þokkafullt.
Göt og gagnsæi
Peysurnar njóta sín vel
bæði sem hversdagsflíkur
og fyrir veisluhald.