Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 56
 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR28 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is Inga Þórsdóttir, prófessor í næringarfræði, hlaut heiðurs- verðlaun úr verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright á mánudag. Verðlaunin hlýtur hún fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum á sviði næringarfræði sem hafa átt þátt í að móta fræðslu og forvarnir á því sviði. Inga segir verðlaunin hvatningu fyrir sig og samstarfs- fólk sitt. „Ég er ánægð með að það skuli vera tekið eftir því sem við erum að gera en ég hef í gegnum árin lagt mikið á mig til að skipuleggja rannsóknir og afla styrkja fyrir meistara- og doktorsnema sem stunda rannsókn- ir á þessu sviði. Við erum að verða nokkuð stór hópur vísinda- og fræðimanna sem störfum á Rannsóknastofu í næringarfræði, sem er samstarfsstofnun Háskóla Íslands og Landspítala, og þetta er vaxandi fag.“ Rannsóknir Ingu síðustu ár hafa aðallega verið á sviði næringar ungbarna og skólabarna auk næringar aldaðra og sjúkra. Þá hefur hún rannsakað barnshafandi konur sérstaklega með tilliti til fisks- og lýsisneyslu ásamt heilsubætandi framleiðslu úr mjólk og fiskmeti. Rann- sóknir hennar hafa meðal annars leitt til þess að stoð- mjólk var sett á markað fyrir atbeina heilbrigðisyfir- valda en hún er járnbætt og löguð að næringarþörf barna frá 6 mánaða til tveggja ára aldurs. Inga situr í Vísinda- og tækniráði, hún er formaður Manneldisráðs og hefur um árabil verið fulltrúi Íslands í sérfræðihópi um nor- rænar ráðleggingar um næringarefni. Hún hefur birt yfir 100 ritrýndar greinar í alþjóðlegum fræðiritum og 90 greinar í almennum alþjóðlegum ritum ásamt því að þróa masters- og doktorsnám innan Háskóla Íslands. Hún er höfundur meira en tug vísindabóka og bókakafla um næringu og á alþjóðlegum lista kemur fram að nálægt 1.300 fræðitilvitnanir hafa verið gerðar í rit og greinar sem hún er einn af höfundum að. Verðlaunasjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright var stofnaður árið 1968 og er þetta í fertugasta og annað sinn sem verðlaunin eru veitt og í fjórða skipti sem þau hlotnast konu. Verðlaunin eru virtustu vísindaverðlaun sem eru veitt hér á landi. vera@frettabladid.is INGA ÞÓRSDÓTTIR: HLÝTUR HEIÐURSVERÐLAUN ÚR ÁSUSJÓÐI Næringarfræði er vaxandi svið Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Júlínus G. Jóhannesson Bólstaðarhlíð 40, lést að heimili sínu sunnudaginn 26. desember. Útför verður auglýst síðar. Kolbrún Edda Júlínusdóttir Davíð Karlsson Klemenz Ragnar Júlínusson Halldóra Hauksdóttir Erling Þór Júlínusson barnabörn og barnabarnabörn. Móðir mín, Edda Sigurðardóttir lést að morgni 28. desember á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðný Einarsdóttir Þökkum af alhug öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður míns, tengdaföður, afa og langafa, Högna Oddssonar Garðbraut 85, áður að Kirkjuvegi 5, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins á Garðvangi, Sigfúsar B. Ingvasonar og Einars Júlíussonar. Örn Högnason Sesselja Jóhannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móðursystur okkar, Bryndísar Jóhannsdóttur áður Hlaðhömrum 3, Reykjavík. Fyrir hönd aðstandenda, Jóhann Ólafsson Bryndís Fanný Guðmundsdóttir Ástkær systir okkar, frænka og mágkona, Anna Þorgeirsdóttir Sóleyjargötu 39, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þann 15. desember síðastliðinn. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Við færum öllu því yndislega fólki sem annaðist hana af mikilli alúð á sambýlinu að Hringbraut 8 (Sóleyjargötu 39) okkar bestu þakkir. Ingigerður Þorgeirsdóttir Ingólfur Guðnason Magnús Ingvar Þorgeirsson Sigríður Gunnarsdóttir Sigrún Edvardsdóttir frændur og frænkur. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og systir, Rannveig Þorbergsdóttir lést á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi 23. desember síðastliðinn. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 4. janúar kl. 13.00. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Haukur Halldórsson Stuðlaseli 29, Reykjavík, sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 23. desember síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 15. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Hauks er bent á minningarkort til styrktar líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Ástríður Björk Steingrímsdóttir Davíð Hauksson Vilborg Helga Harðardóttir Heba Hauksdóttir Emil Davíðsson Steinunn Ásta Davíðsdóttir. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ari Jóhannesson fv. póstrekstrarstjóri, Gullsmára 9, sem lést þann 21. desember, verður jarðsunginn fimmtudaginn 30. desember frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Svanfríður Stefánsdóttir Kristín Aradóttir Kjartan Kjartansson Anna Þóra Aradóttir Karl Viggó Karlsson Jóhannes Ari Arason Sigrún Hallgrímsdóttir Árni Alvar Arason Elsa Ævarsdóttir Sigrún Arna Aradóttir afabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Ingibjörg Þóra Sigurgrímsdóttir, Grænumörk 5, Selfossi, áður Heiðarbrún, Stokkseyri, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands að morgni 24. desember. Útförin fer fram frá Stokkseyrarkirkju fimmtudaginn 30. desember kl. 13.00. Sveinbjörn Guðmundsson Jóhann Sveinbjörnsson Ólöf Bergsdóttir Einar Sveinbjörnsson Kristín Friðriksdóttir Bjarki Sveinbjörnsson Sigrún Kristinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Steinunn Egilsdóttir sem lést mánudaginn 20. desember á Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mið- vikudaginn 5. janúar kl. 13.00. Eygló S. Stefánsdóttir Þórhallur Sveinsson Hafþór R. Þórhallsson Sæunn Jóhannesdóttir Hafsteinn G. Þórhallsson Berglind Þórhallsdóttir Ragnar Guðjónsson barnabörn og barnabarnabörn HVATNING Inga hefur meðal annars rannsakað næringu ungbarna, skólabarna, barnshafandi kvenna og aldraðra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 38 JUDE LAW leikari er 38 ára í dag.„Þegar maður virðir fólk fyrir sér úr fjarlægð áttar maður sig á því að við notum hvern ein- asta líkamshluta. Mér þykir dans stórkostlegur því hann er hin fullkomna tjáning.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.