Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 2
2 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR SPURNING DAGSINS Er þinn auður í góðum höndum? Komdu með sparnaðinn til Auðar fyrir áramót • Séreignarsparnaður • Sparnaður • Eignastýring Borgartúni 29 S. 585 6500 www.audur.is Óháð staða skiptir máli SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Kópa- vogs hefur óskað eftir áliti bæjar- lögmanns á því hvort bæjarfull- trúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjala- safns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostn- að. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæm- ari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag- anna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórn- ar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hags- munaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnar- dóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæð- ið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðs- fundi þegar húsnæðismál Héraðs- skjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhags- legan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækk- un á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknar- maðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu má lsi ns va r frestað á bæjar- ráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgis son. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ gar@frettabladid.is Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja Gunnar I. Birgisson varð ekki við ósk formanns bæjarráðs Kópavogs um að víkja af fundi þegar rætt var um leigu húsnæðis í eigu Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi. Þó að Gunnar tæki ekki þátt í afgreiðslunni vildi hann geta tjáð sig. ÓMAR STEFÁNSSON ÁRMANN KR. ÓLAFSSON GUNNAR I. BIRGISSON GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR Formaður bæjarráðs Kópavogs telur að Héraðsskjalasafnið borgi félagi í meirihlutaeigu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna of háa húsaleigu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Arndís, ertu ekki bara alveg spinnegal? „Jú, ég votta það að ég er spinnegal.“ Arndís Snorradóttir fylgdi ráðum læknis síns þegar hún fann fyrir þunglyndi eftir búferlaflutninga til Noregs og hóf að mæta í spinningtíma. Nú er Arndís sjálf farinn að kenna spinning og verður með tíma í World Class í jólaheimsókn fjölskyldunnar á Íslandi. Maðurinn sem lést í bílslysinu í Húnavatnssýslu í fyrrakvöld hét Hilmar Tómasson. Hann var 35 ára gamall, búsettur að Valagili 21 á Akureyri og lætur eftir sig tvær ungar dætur. Hilmar ók vöruflutningabíl sem lenti saman við annan slíkan sem kom úr gagnstæðri átt í Langadal. Tengivagn ann- ars bílsins virðist hafa farið yfir á öfugan vegarhelming. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti Hilmar á slysadeild Landspítalans en hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Lést í bílslysi í Langadal LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgar svæðinu leitaði í gær manns sem rændi 10-11 verslun á Melabraut í Hafnarfirði í gær- morgun. Það var rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun sem maður kom inn í verslunina. Hann var með klút fyrir andlitinu og krafðist þess að fá peninga og sígarettur. Hann hafði uppi hótanir um að beita vopni yrði afgreiðslumaðurinn ekki við kröfum sínum. Ræninginn hafði einhverja fjár- muni og nokkuð af sígarettum upp úr krafsinu. Mynd af honum náðist á öryggismyndavél í versluninni og rannsakaði lögregla málið í gær. Einn karlmaður var við afgreiðslu í versluninni og vann ræninginn honum ekki mein. Auk þessa leitar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu enn innbrots- þjófa sem látið hafa til sín taka í Hafnarfirði og Garðabæ frá því í nóvember. Þrjú innbrot voru fram- in á svæðinu um jólin og náðist einn maður. Hann er ekki talinn tengjast þeim sem hafa flest brot- in á samviskunni, samkvæmt upp- lýsingum Fréttablaðsins. Lögregla beinir því til fólks að fylgjast með grunsamlegum mannaferðum og láta vita ef um slíkt er að ræða. - jss Karlmaður hótaði afgreiðslumanni og komst undan með peninga og sígarettur: Rændi 10-11 með hulið andlit VERSLUN 10-11 Maðurinn rændi 10-11 í Hafnarfirði í gærmorgun. MYND/ÚR SAFNI DÓMSMÁL Karlmaður um sextugt, sem gegndi starfi féhirðis Frí- múrarareglunnar á Húsavík, hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að draga sér rúmar sex milljónir úr sjóðum reglunn- ar á átta ára tímabili. Hann var jafnframt dæmdur fyrir umboðs- svik og skjalafals. Maðurinn dró sér féð af þrem- ur reikningum stúkunnar og not- aði það til eigin neyslu. Hann játaði brot sín og sam- þykkti að endurgreiða frímúrara- reglunni þá peninga sem hann stal. Hann hafði ekki áður gerst brotlegur við lög og því voru fjórir af þeim sex mánuðum sem hann fékk skilorðsbundnir. - jss Dró sér sex milljónir: Stal frá frímúr- arareglunni MOSKVA, AP Rússar svara þeim fullum hálsi sem hafa gagn- rýnt málareksturinn gegn olíujöfrinum Mikhail Khodor- kovsky, sem var fundinn sekur í vikunni um undanskot og peningaþvætti. Meðal annars sagði Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að dómurinn vekti upp spurningar um pólitíska íhlutun í málinu, en Khodorkovsky hafði staðið uppi í hárinu á Vladimír Pútín, þáverandi forseta landsins. Segir í tilkynningu frá rússneska utanríkisráðuneytinu að slíkar ásakanir séu tilhæfulausar með öllu og beinir ráðuneytið þeim tilmælum til annarra ríkja að skipta sér ekki af innanríkismálum Rússa. Þar segir aukinheldur að málareksturinn gegn Khodor- kovsky snúist um stórfelld skattsvik og peningaþvætti, og í Bandaríkjunum væru menn jafnvel dæmdir í lífstíðar- fangelsi fyrir slíkt. Þessi yfirlýsing þykir lögmönnum Khodorkovsky varpa ljósi á vanþekkingu yfirvalda því þetta mál snerist ekki um skattsvik. Þrátt fyrir þíðu í samskiptum Rússa og Vesturveldanna að undanförnu sýnir þessi dómur að mati fréttaskýrenda að lítið hafi í raun breyst í innanríkismálum Rússlands síðustu ár. - þj Deilt um málarekstur rússneskra yfirvalda gegn Mikhail Khodorkovsky: Rússar vísa gagnrýni á bug Á BAK VIÐ LÁS OG SLÁ Olíujöfurinn fyrrverandi Mikhail Khodorkovsky hefur setið í fangelsi frá árinu 2003. FRÉTTABLAÐIÐ/AP HEILBRIGÐISMÁL Óvenju margir hafa greinst með berkla hér á landi í ár eða 21 einstaklingur. Af þeim eru sextán af erlendu bergi brotnir. Þeir sem greinst hafa eru á aldrinum tuttugu til sjötíu ára. Einn Íslendingur greindist með nautgripaberkla. Ekki er ljóst hvernig smitið bar að og ekki er vitað til þess að berklar herji á nautgripi hér á landi um þessar mundir. Berklasmit jafngildir ekki berklasjúkdómi, en talið er að tíu prósent þeirra sem smitast fái sjúkdóminn. - shá 21 smitaður árið 2010: Óvenju margir með berkla NAUTGRIPIR Einn Íslendingur hefur greinst með nautgripaberkla. Slíkt gerðist síðast 1958. SJÁVARÚTVEGUR Stjórn Landssam- bands smábátaeigenda skorar á Jón Bjarnason sjávarútvegsráð- herra að bæta nú þegar 20 þús- und tonnum við áður útgefinn heildarafla í ýsu. Það er skoðun stjórnarinnar að með því myndu eðlileg viðskipti komast aftur á með leigukvóta og draga mundi úr þvinguðum viðskiptum. „Hér er um afar nauðsynlega aðgerð að ræða þar sem við blasir milljarða tap í minnkandi útflutn- ingsverðmætum og stórháska- legt svelti á mikilvæga markaði,“ segir í bréfinu. - shá Sjómenn skrifa ráðherra: Vilja auka ýsu- kvóta án tafar ATVINNUMÁL Vinnumálastofnun og Reykjavíkurborg hafa undir- ritað samkomulag um vinnu- markaðsaðgerðir fyrir fatlað fólk og samstarf varðandi þjón- ustu og vinnumarkaðsúrræði fyrir atvinnuleitendur sem njóta félagsþjónustu hjá Reykjavíkur- borg. Samkomulagið felur meðal annars í sér að Vinnumálastofn- un kemur til með að annast verk- efnið Atvinna með stuðningi á árinu 2011 og mun stofnunin ráða til starfa starfsfólk Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra í Reykja- vík sem hingað til hefur annast verkefnið. - shá Samstarf VST og Reykjavíkur: Fatlaðir studdir á vinnumarkaði Vann risapott Heimilisfaðir á sextugsaldri, búsett- ur á höfuðborgarsvæðinu, vann 75 milljónir í Happdrætti Háskóla Íslands í gær. Þetta er annað árið í röð sem dregið er um svo háan vinning í Happdrætti Háskólans. HAPPDRÆTTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.