Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 40
 29. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● áramót „Á nýja árinu upplifa Íslend- ingar þakklæti fyrir að ekki fór verr. Þeir ganga inn í mikilvægt ár sem boðar bjartari tíð og sem sést strax hilla undir á hausti komanda. Nýárið færir okkur því vonina á ný,“ segir spámiðillinn Hrönn Friðriks- dóttir þegar hún rýnir í krist- alskúluna til að sjá fyrir gleði og raunir íslensku þjóðarinnar á því Herrans ári 2011. F yrst skal nefna blessað stjórnar heimilið. Þar sé ég mikla ólgu og alltaf eins og fjórir læknar séu á vakt til að halda ríkisstjórninni á floti og eyða orku í að fara á eftir mönn- um til friðarfunda eftir að sýður upp úr. Ég sé ríkisstjórnina falla í febrúar og að boðað verði til kosninga í apríl,“ segir Hrönn, sem er leidd inn í herbergi ríkis- stjórnarinnar þar sem hún sér hlutaðeigandi standa í sitthvoru horninu. „En nú er ég leidd inn í annað herbergi og sé þar kringlótt borð þar sem fólk situr saman og myndar nýtt stjórnmála afl. Það tel ég nokkuð langt komið þótt ekkert sé farið að heyrast um það enn og verður því sem næst tilbúið þegar ríkisstjórnin springur. Þetta er ekki grínframboð eins og þegar Jón Gnarr kom með sitt fram- boð heldur vel undir búið og skip- að málefnalegu fólki sem tengist ekki beint inn í stjórnmálaflokka en hefur skýrar skoðanir, mikla menntun og reynslu. Það mun ná meirihluta í kosningum og vera mikil blessun fyrir þjóðina, en hinir flokkarnir þurfa að beygja sig undir þennan flokk, ekki síst Sjálfstæðis flokkurinn sem vill komast áfram og mun berjast, en tekst líka ágætlega upp þegar þeir hafa beygt sig meir en nokkru sinni fyrr,“ segir Hrönn og lítur yfir spádómsspil sín þessu til stað- festingar. „Jóhanna mun hætta af- skiptum af stjórnmálum en Stein- grímur verður áfram leiðtogi Vinstri grænna og á eftir að berj- ast óskaplega og láta í sér heyra í stjórnarandstöðu. Fólk mun því þekkja hann eins og áður var.“ ÞJÓÐARLEIÐTOGI KVADDUR „Það góða við kreppuna er að þjóðin, sem hafði hent á haugana góðum gildum, er farin að sortera ruslið og taka þau upp á ný. Það er dýrmæt lexía. Fjölskyldan verður í forgrunni næstu ár og fólk stendur þétt saman, bæði vinir og vanda- menn. Við höldum áfram að slá met í barneignum. Heimilin munu enn berjast í bökkum því atvinnu- mál lagast ekki fyrr en 2012 að þau fara hægt og bítandi að hífast upp. Niðurskurðarhnífurinn verð- ur áfram á lofti og enn á eftir að kreista Ísland áður en efnahagur fer batnandi,“ segir Hrönn og er leidd á fund nýs stjórnlagaþings. „Þetta er sundurleitur hópur en samviskusamur og á eftir að vinna ágætlega saman. Við fáum þó ekki nýja stjórnarskrá á árinu því vinn- an gengur afar hægt en það sem þau koma með á eftir að breyta,“ segir Hrönn og lítur því næst til hárra herra þjóðarinnar. „Jón Gnarr á eftir að þrauka út árið því hann hefur vit á að hafa gott aðstoðarfólk í kringum sig. Hann hefur líka þann kost að geta viðurkennt vanmátt sinn, en þegar upp er staðið verður þetta honum ekki til framdráttar. Þá verður árið rólegt hjá forseta lýðveldis- ins og engin mál sem munu reyna á vald hans eins og Icesave, en það mál mun leysast ágætlega fyrir þjóðina. Ólafur Ragnar hefur því hægt um sig þar til hann hættir í embætti,“ segir Hrönn og svipur hennar daprast. „Nú er mér sýnt að þjóðarleiðtogi á Norðurlöndum muni falla frá, en honum verður fylgt til grafar af hópi fyrirmenna og athöfninni sjónvarpað.“ FJÁRSVIK Í SJÁVARÚTVEGI Einn merkasti spádómur Hrannar fyrir 2010 voru eldgosin á Fimm- vörðuhálsi og í Eyjafjallajökli sem hún spáði með stuttu millibili, í stuttri fjarlægð hvort frá öðru. „Og nú sé ég Heklu og Kötlu gjósa á næstu tveimur árum. Heklugosið verður geysifallegt og tilkomumikið með litlu hraun- rennsli, en frá Kötlu stafa meiri hamfarir. Það verður þó ekki stórt í sögulegu samhengi og fólki mun ekki stafa hætta af því. Þá mun jörð hristast víða en ekkert alvar- legt tjón hljótast af,“ segir Hrönn, sem einnig spáði færri banaslys- um í umferðinni fyrir árið 2010. „Sú þróun heldur áfram, sem betur fer, og umferðin tekur æ minni toll af mannslífum. Þá sé ég engin flugslys né sjóslys fram undan.“ Hrönn lítur yfir spil sín og sér eiturlyf flæða sem aldrei fyrr inn í landið og glæpi af öllum toga verða Heklugosið verður geysifallegt og tilkomumikið með litlu hraun- rennsli, en frá Kötlu stafa meiri hamfarir. Vonin kemur á nýja árinu Hrönn Friðriksdóttir er spámiðill sem áður hefur reynst sannspá um afdrif og atburði þjóðarinnar í ársspá Fréttablaðsins, en þá hefur margt sýnst svartara en nú þegar birta fer aftur um síðir yfir landi og þjóð, og full ástæða er til aukinnar bjartsýni Íslendinga sem hún segir hafa nú sloppið úr óraunverulegum heimi „góðærisins“. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nokkur ládeyða hefur verið yfir nýársfögnuðum undanfarin ár en fyrir nokkrum árum voru heitustu partíin jafnan á nýárs- dag og þá oftar en ekki á Hótel Borg. Raunar hafa nýársveislur verið haldnar á Hótel Borg allt frá því að hótelið var byggt árið 1930 en þar hefur nýársfagnað- ur af gamla skólanum ekki verið haldinn í nokkur ár. Í ár hefur lífi verið blásið í gamlar glæður nýársfagnaða en einn slíkur verður haldinn á Hótel Borg laugardagskvöldið 1. janúar. Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir, jafnan kennd við MáMíMó-hönnun sína, er reynslubolti í þeim efnum og sér um að skipuleggja giggið ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur blaðamanni. Facebook-síða hefur verið stofnuð utan um kvöldið þar sem má lesa frekar um viðburð- inn, listamenn munu stíga á svið Nýársfagnaður af gamla Nýársfagnaðir á Hótel Borg nutu mikilla vinsælda HÓPÞJÁLFUN Skráðu þig og kynnstu nýju fólki eða skráðu þinn hóp á ykkar tíma! Einstaklingsmiðuð þjálfun, 4-8 saman í hóp Mikið aðhald og þjálfarar sem vilja sjá árangur! Hópþjálfun er sambærileg við einkaþjálfun – bara ódýrari leið. Þegar þú vilt fá það besta út úr lífinu! Skráning í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is Heilsuborg, Faxafeni 14, www.heilsuborg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.