Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 26
26 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Álframleiðsla byggir á náma-vinnslu á stöðum þar sem er að finna sérstaklega álríkan rauðan jarðveg sem nefnist báxít og verður til á löngum tíma við mikla útskolun efna á úrkomu- svæðum sitt hvorum megin mið- baugs. Námavinnslan fer vana- lega þannig fram að flett er burt gróðurþekju til þess að komast að báxítlögunum sem eru mis- þykk og oft ekki nema 2-4 metrar. Báxítið er numið brott og flutt í landfrekar súrálsverksmiðjur þar sem jarðvegurinn er leystur upp með vítissóda og kalki og síðan er súrálið (Al2O3) einangrað frá eðjunni. Vinnslunni fylgir mikil og skaðleg rykmengun og gríðar- leg myndun eitraðra úrgangsefna, þ.e. rauðeðju sem hefur hátt sýru- stig og í sumum tilfellum þung- málma. Slys þar sem stíflugarðar um eðjulón bresta komast sjald- an í hámæli ef frá er talið slysið í Ungverjalandi fyrr í vetur. Þar var hætta á að eitraður leirinn myndi flæða óhindrað út í Dóná og spilla vistkerfi hennar allt til Svartahafsins, m.a. Dónárdelt- unni, einu merkilegasta votlendis- svæði jarðar þar sem milljónir fugla hafast við. Báxítnámur eru helst í fátæk- um löndum á borð við Jamaíka sem ber margvísleg ör eftir þessa ömurlegu námavinnslu. Þjóðin er fátæk og lítið menntuð og hefur engin breyting orðið þar á þrátt fyrir þann mikla námaiðnað sem þar hefur risið og starfað. Víð- áttumiklum svæðum hefur verið gjörspillt þar sem allur gróður er eyðilagður og drykkjarvatn sums staðar mengað með tilheyrandi þjáningum fyrir íbúana. Opnar námur eru að klárast og álfyrir- tækin sækjast eftir að fá að opna ný námasvæði með þeim afleiðing- um að með síðustu frumskógum landsins yrði rutt burt. Fjallaskóg- ar Jamaíku eru ríkir af einlendum tegundum, þ.e. tegundum sem ekki er að finna í öðrum löndum, og má þar nefna svarthöfðapáfagaukinn og svölustélsfiðrildið en báðar teg- undirnar eru bráðri í útrýmingar- hættu. Svölustélsfiðrildið er eitt stærsta og skrautlegasta fiðrildi í heiminum. Gínea í Vestur-Afríku er báxít auðugasta land í heimi og eru Rio Tinto, Alcoa og Russal öll að koma sér þar fyrir. Landið er bláfátækt og aðeins 24% íbúa eru læs. Fyrir ári síðan réðust þar hermenn á fólk á löglegum mótmælafundi á íþróttaleikvangi höfuðborgar- innar og myrtu 157 manns hið minnsta en nauðguðu og limlestu aðra. Fólkið var að mótmæla her- stjórninni og framgöngu álfyrir- tækjanna. Ef fram fer sem horf- ir munu álfyrirtækin eyðileggja þetta land – lífríkið, ræktarlönd- in, skógana – og viðhalda her- stjórninni en skilja fólkið eftir í eymd og mengun þegar þau hafa klárað námurnar. Umdeildar báxít námur eru einnig á Indlandi í Órissa, í Brasilíu í Trompetas, í Ástralíu og víðar. Hvarvetna með tjóni á náttúru, víða á vatnafari og ræktarlöndum og sums staðar hafa frumbyggjar verið hraktir á brott áður en hægt var að hefjast handa við námavinnsluna. Ál er m.a. notað í óumhverfis- vænar umbúðir, t.d. áldósir og álpappír, sem ættu að vera með öllu óþarfar. Talið er að allt að 30% álsins séu notuð í hergagna- framleiðslu en afar erfitt er að finna tölulegar upplýsingar um þau mál. Álduft er þar notað sem sprengiefni í hita sprengjum (þ.e. thermobaric bombs) sem losa gríðarlegan varma. Orkan sem losnar sem varmi þegar álið (Al) brennur og verður aftur að súráli (Al2O3) samsvarar þeirri sem notuð var í frumframleiðsl- unni, þ.e. í rafgreiningunni sem fram fer í álverunum m.a. hér á landi. Álfyrirtækin hrósa sér af áli sem léttmálmi í farartæki og endurvinnanlegum málmi. Ekkert stóru álfyrirtækjanna leggur hins vegar mikið upp úr því að vera með endur vinnsluverksmiðjur. Sum álfyrirtækin hafa haft uppi yfirlýsingar um sjálfbærni enda þótt greinin sé í sjálfu sér ósjálfbær þar sem námur eru tak- markaðar og námuvinnslan frek á dýrmætt lífríki. Til fegrunar veita þau styrki til umhverfismála en þeir nema aðeins litlu broti af hagnaðinum og vega hvergi nærri neitt á móti umhverfisspjöllunum sem þau valda. Hámarka skal gróðann með sem minnstum kostnaði hluthöfum til handa en lítið sem ekkert verður eftir í hrá- efnalöndum sem leggja til námur og raforku til framleiðslunnar. Á Íslandi hafa 300 km² verið lagðir undir virkjanalón. Þjórsá, Blöndu, Tungná, Jökulsá á Dal og Lagarfljóti hefur verið gjör- breytt. Jökulánum Hólmsá, Jökulsá á Fjöllum (Kreppu), Hér- aðsvötnunum í Skagafirði og Skjálfandafljóti er öllum ógnað með hugmyndum um fleiri álver. Næringarefni jökulvatna berast ekki lengur til sjávar lífríkinu til eflingar heldur setjast til í lónun- um sem fyllast mis hratt. Árósum jökulfljótanna, hrygningarstöðv- um fiska og fæðustöðvum fugla er spillt með þessu móti en áhrif- in á lífríki sjávar eru nær ókönn- uð og því allsendis óþekkt. Nú vilja álfyrirtækin auk þess seil- ast í meira eða minna öll mögu- lega nýtanleg háhitasvæði lands- ins. Árið 2009 notuðu álverin þrjú 74% allrar raforkuframleiðslu landsins og mun notkun þeirra ná um 80% með stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík. Norski olíu- sjóðurinn hafnar viðskiptum við Rio Tinto og ástæðan fyrir bann- inu er umhverfisspjöll fyrirtækis- ins. Landsvirkjun setur slíkt hinsvegar ekki fyrir sig enda er Rio Tinto einn stærsti viðskipta- vinur fyrirtækisins og er vöxt- ur í viðskiptunum. Það er löngu orðið tímabært að íslensk stjórn- völd og orkufyrirtæki taki ábyrga afstöðu til landsins og umheims- ins, sýni samfélagslega ábyrgð og hafni áframhaldandi vexti þess- arar greinar á Íslandi. Áliðnaðurinn: Umhverfismál á heimsvísu Nýtt ár er handan við hornið, og ég sem stjórnandi í leikskóla í Reykjavíkurborg bíð eftir upp- sagnarbréfi. Ég er einnig tveggja barna móðir með eitt barn sem nú þegar er í leikskóla og annað sem enn er á biðlista. Ég bíð og hugsa um framtíðina bæði fyrir mig sem fagmenntaðan, metnaðarfullan og reyndan leikskólakennara og um leið einnig um börnin mín sem eru háð því umhverfi sem borgarráð ætlar að búa þeim í skólanum. Eins og er vitað hefur borgarráð sett af stað „starfshóp um grein- ingu tækifæra til samrekstrar og/ eða sameiningar leikskóla, grunn- skóla og frístundaheimila“. Til- gangurinn er að kanna möguleika á samrekstri stofnana sem hafa með uppeldi og menntun ungra barna að gera. Þegar Jón Gnarr kynnti fjár- hagsáætlunina sagði hann að enginn mundi „missa vinnu“ í skólakerfinu. Hann sagði heldur ekki hvað borgin ætlaði að gera við okkur stjórnend- ur sem yrði sagt upp. Er hugsun- in sú að stjórnendur í leikskólun- um, sem eru sérhæfðir í að vinna að málum barna á aldursbilinu 0-6 ára, að foreldrasamstarfi, með mál- töku yngstu barnanna, við áætlana- gerð, námskrárgerð og framkvæmd hennar, við flókið starfsmannahald, ásamt fleiri verkefnum, fari til dæmis að vinna á frístundaheimili eftir að hafa verið sagt upp starfinu í leikskólanum? Ég spyr bæði sem foreldri og stjórnandi í leikskóla Er líklegt að það sé góður kost- ur að yngstu börn borgarinnar fari inn í stærri kerfi? Er það vænlegt svar við fjárhagsvanda borgarinn- ar að fækka fagfólki sem vinnur með börnunum mínum? Fagfólki sem hefur ákveðið að vinna með leikskólabörnum og menntað sig til þess? Ég veit sem foreldri að á hverjum degi þegar ég skil strákinn minn eftir í leikskólanum líður honum vel. Leikskólakennarinn sem tekur á móti honum er eins og ég, einn- ig aðstoðarleikskólastjóri. Hún sér vel til þess að hann og öll börnin á hennar deild njóti faglegra vinnu- bragða sem örva margvíslegan þroska þeirra: Málþroska, hreyfi- þroska, félagslegan þroska, sköp- unarhæfni og sjálfræði er sinnt markvisst á hverjum degi. Ég verð mjög ósátt sem foreldri ef þessum stjórnanda verður sagt upp því það er alls óvíst að nokkur með sömu menntun, metnað og hæfni komi í stað hennar. Sem stjórnandi í leikskóla spyr ég borgaryfirvöld hvers vegna þau telja að vert sé að spara enn í leikskólarekstri? Leikskólar eru ekki reknir án skynsemi. Leik- skólastarfsfólk nýtur ekki mikilla fríðinda, leikskólastjórum er ekki borguð yfirvinna og yfirvinna alls starfsfólks leikskóla hefur verið skorin niður. Við bjóðum ekki upp á áfengi þegar starfsfólk hittist t.d. á jólagleði, við gefum ekki starfs- fólki jólagjafir sem greiddar eru af borginni og svona má áfram telja. Mestur kostnaður í rekstri leik- skóla liggur í launum starfsfólks. Flest störfin í leikskólum eru þó illa launuð og þau eru unnin af konum. Hvert leikskólasamfélag er einstakt. Ég vil að skoðað verði hvernig hver leikskóli er sérstak- ur hvað varðar starf og menningu. Stjórnendum sem hefur tekist að halda utan um og leiða faglegt starf í leikskólunum ætti ekki að segja upp. Með því tel ég að hætta sé á tapi en ekki ávinningi á nokk- urn hátt. Af hverju er ekki leitað til okkar um hvað við viljum og þolum? Af hverju er ekki komið fram við okkur eins og við séum neytendur leikskólaþjónustunnar sem varðar það dýrmætasta sem við eigum? Er það kannski hluti af breytingaferl- inu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki“? Það er mikilvægt að hugsa vel um framtíð barnanna í borginni, um framtíð leikskólanna og einn- ig framtíð fagfólksins sem vinnur á leikskólunum. Það er mikilvægt að krefjast upplýsinga og umræðna því við þurfum að fá tækifæri til að búa svörin til saman. Borgarráð á ekki að svara en hlusta. Pólitísk- ar forsendur breytast en börn, for- eldrar og starfsfólk þurfa nú sem áður leikskóla með sterkum stjórn- endum. Að vera stjórnandi á heimili og í leikskóla í dag Sum álfyrirtækin hafa haft uppi yfirlýs- ingar um sjálfbærni enda þótt greinin sé í sjálfu sér ósjálfbær þar sem námur eru takmarkaðar og námuvinnslan frek á dýrmætt lífríki. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Umhverfismál Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri þingflokks VG Einar Þorleifsson náttúrufræðingur Leikskóli Nichole Leigh Mosty aðstoðarleikskólastjóri Er það kannski hluti af breytingaferlinu, að segja ekki of mikið fyrr en það er of seint fyrir fólk að segja „nei, við viljum þetta ekki“? 1.198.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.