Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 33
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 „Að leyfa ekki kaup á Sjóvá voru mestu mistök ársins þrátt fyrir að nánast öll fyrirtækjakaup og sölur séu þegar nánar er að gáð slæm. Að taka ekki hagstæðasta tilboðinu í gjald- þrota fyrirtæki er óskiljanlegt. Það er ekki hægt að réttlæta á skynsaman hátt. Þessi vandræðaháttur lýsir kannski best því ástandi sem ríkir þar sem enginn þorir að taka ákvarðanir og ákvarðanirnar sem loks eru teknar einkennast af vandræðagangi.“ S A G T U M S Ö L U F E R L I Ð Val dómnefndar Markaðarins um bestu og viðskipti ársins var mjög fjölbreytt. Fimm önnur viðskipti voru nefnd á meðal slæmra viðskipta á árinu. Þau eru eftirfarandi: Framlag ríkisins til VBS. Fjár- festingarbankinn var einn þeirra sem stunduðu svokölluð ástarbréfavið- skipti við Seðlabankann sem gengu út á að afla stóru viðskiptabönkunum, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, lausafé þegar dyr lánsfjármarkaða voru þeim lokaðar. Þegar bankarn- ir fóru á hliðina stóð VBS eftir með 26 milljarða skuld við Seðlabankann. Kröfunni var breytt í lán til sjö ára til að forða VBS frá þroti. Fjárfestingar- bankinn réð ekki við fyrsta gjald- dagann. Fjármálaeftirlitið tók VBS yfir í mars á þessu ári og fór hann í slitameðferð mánuði síðar. Við upp- gjör kom í ljós að staða hans var mun veikari en talið var og jafngildir því að kröfuhafar VBS geti reiknað með tveggja prósenta endurheimtum. Yfirtaka ríkisins á sparisjóðum landsins. Ríkið tók yfir rekstur Spari- sjóðs Keflavíkur og Byrs í apríl. Í kjöl- farið fylgdu fleiri sparisjóðir í faðm ríkisins. Þeir höfðu allir orðið illa úti í fjármálakreppunni og óskað eftir eiginfjárframlagi frá ríkinu sökum bágrar f járhagsstöðu. Enn sem komið er hefur fjárhag eins spari- sjóðs verið komið á réttan kjöl. Það er Sparisjóður Norðfjarðar. Ætla má að björgunaraðgerðir hins opinbera kunni að kosta á annan tug milljarða króna. Önnur slæm viðskipti á árinu Kaup spákaupmanna á verðtryggð- um skuldabréfum fyrr á árinu. Þessir spákaupmenn fengu veðköll í bakið og töpuðu háum fjárhæðum þegar kraf- an hækkaði skyndilega eftir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi í byrjun nóv- ember gjaldeyrishöft ekki verða af- numin fyrr en í fyrsta lagi í mars 2011. Misskilningur í túlkun á orðum seðla- bankastjóra olli þessum miklu verð- sveiflum á markaði. Útgáfa ríkisskuldabréfa Lánamála ríkissjóðs á fyrri hluta ársins 2010. Óformlegar sameiningarviðræður Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Bifröst stóðu yfir um nokkurt skeið á árinu og rötuðu upp á yfirborðið í nóvember. Sameining skólanna taldist hagkvæmur kostur og fela í sér sam- einingu á ákveðnum námsbrautum í húsnæði Háskólans í Reykjavík en efla á Bifröst hagnýta þjálfun, styttri námsbrautir, frumgreinanám, endurmenntun og sumarskóla. Magnús Árni Magnússon, rektor á Bifröst, mótmælti harð- lega og varð ekk- ert úr málinu. Hann hefur nú stigið til hliðar fyrir nýjum r e k t o r s e m tekur við um áramót. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 0 1 1 1 4 2 Af litlum neista… Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert, ef þú færð niðurgang eða ef þú hefur fengið fylgikvilla (blæðingar eða sár í meltingarfærum) vegna bólgueyðandi verkjalyfja. Láta skal lækni/lyfjafræðing vita ef bólgueyðandi verkjalyf eru notuð. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Júlí 2010. Önnur slæm viðskipti á árinu 2010 Um sumarið höfðu samningar náðst að mestu, búið var að semja um greiðslur og tilheyrandi. Beðið var undirritunar seðla- bankastjóra, sem innsigla átti við- skiptin. Sá lét bíða eftir sér. Um haustið tilkynnti Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, að form- leg rannsókn væri hafin á ríkis- björgun Sjóvár. Í ofanálag tók DV að fjalla um fortíð Heiðars Más, sem verið hafði framkvæmda- stjóri Novators, fjárfestingar- félags í eigu Björgólfs Thors Björg ólfssonar. Var honum brigsl- að um aðför gegn krónunni sem hlut átti að gengishruni hennar. Heiðar andmælti, sagðist þvert á móti hafa varað ráðamenn hér við hættunni fram undan löngu áður en halla hefði tekið undan fæti. Þá var sömuleiðis rætt um að Már Guðmundsson seðlabankastjóri væri á móti því að Heiðar kæmi að kaupunum. Á endanum gáfust fjárfestarnir upp í nóvember og hættu við kaup- in. Ekki er vitað til þess að sölu- ferli Sjóvár verði endurtekið í allra nánustu framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.