Fréttablaðið - 29.12.2010, Síða 33

Fréttablaðið - 29.12.2010, Síða 33
MARKAÐURINN 7MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 „Að leyfa ekki kaup á Sjóvá voru mestu mistök ársins þrátt fyrir að nánast öll fyrirtækjakaup og sölur séu þegar nánar er að gáð slæm. Að taka ekki hagstæðasta tilboðinu í gjald- þrota fyrirtæki er óskiljanlegt. Það er ekki hægt að réttlæta á skynsaman hátt. Þessi vandræðaháttur lýsir kannski best því ástandi sem ríkir þar sem enginn þorir að taka ákvarðanir og ákvarðanirnar sem loks eru teknar einkennast af vandræðagangi.“ S A G T U M S Ö L U F E R L I Ð Val dómnefndar Markaðarins um bestu og viðskipti ársins var mjög fjölbreytt. Fimm önnur viðskipti voru nefnd á meðal slæmra viðskipta á árinu. Þau eru eftirfarandi: Framlag ríkisins til VBS. Fjár- festingarbankinn var einn þeirra sem stunduðu svokölluð ástarbréfavið- skipti við Seðlabankann sem gengu út á að afla stóru viðskiptabönkunum, Glitni, Kaupþingi og Landsbankanum, lausafé þegar dyr lánsfjármarkaða voru þeim lokaðar. Þegar bankarn- ir fóru á hliðina stóð VBS eftir með 26 milljarða skuld við Seðlabankann. Kröfunni var breytt í lán til sjö ára til að forða VBS frá þroti. Fjárfestingar- bankinn réð ekki við fyrsta gjald- dagann. Fjármálaeftirlitið tók VBS yfir í mars á þessu ári og fór hann í slitameðferð mánuði síðar. Við upp- gjör kom í ljós að staða hans var mun veikari en talið var og jafngildir því að kröfuhafar VBS geti reiknað með tveggja prósenta endurheimtum. Yfirtaka ríkisins á sparisjóðum landsins. Ríkið tók yfir rekstur Spari- sjóðs Keflavíkur og Byrs í apríl. Í kjöl- farið fylgdu fleiri sparisjóðir í faðm ríkisins. Þeir höfðu allir orðið illa úti í fjármálakreppunni og óskað eftir eiginfjárframlagi frá ríkinu sökum bágrar f járhagsstöðu. Enn sem komið er hefur fjárhag eins spari- sjóðs verið komið á réttan kjöl. Það er Sparisjóður Norðfjarðar. Ætla má að björgunaraðgerðir hins opinbera kunni að kosta á annan tug milljarða króna. Önnur slæm viðskipti á árinu Kaup spákaupmanna á verðtryggð- um skuldabréfum fyrr á árinu. Þessir spákaupmenn fengu veðköll í bakið og töpuðu háum fjárhæðum þegar kraf- an hækkaði skyndilega eftir að Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi í byrjun nóv- ember gjaldeyrishöft ekki verða af- numin fyrr en í fyrsta lagi í mars 2011. Misskilningur í túlkun á orðum seðla- bankastjóra olli þessum miklu verð- sveiflum á markaði. Útgáfa ríkisskuldabréfa Lánamála ríkissjóðs á fyrri hluta ársins 2010. Óformlegar sameiningarviðræður Háskólans í Reykjavík við Háskólann á Bifröst stóðu yfir um nokkurt skeið á árinu og rötuðu upp á yfirborðið í nóvember. Sameining skólanna taldist hagkvæmur kostur og fela í sér sam- einingu á ákveðnum námsbrautum í húsnæði Háskólans í Reykjavík en efla á Bifröst hagnýta þjálfun, styttri námsbrautir, frumgreinanám, endurmenntun og sumarskóla. Magnús Árni Magnússon, rektor á Bifröst, mótmælti harð- lega og varð ekk- ert úr málinu. Hann hefur nú stigið til hliðar fyrir nýjum r e k t o r s e m tekur við um áramót. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / A C TA V IS 0 1 1 1 4 2 Af litlum neista… Omeprazol Actavis - öflugt lyf við brjóstsviða og súru bakflæði 20 mg, 14 og 28 stk. – fáanlegt án lyfseðils í næsta apóteki Notkunarsvið: Omeprazol Actavis inniheldur ómeprazól sem hemur seytingu á magasýru. Omeprazol Actavis er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakflæði. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum, samtímis notkun lyfja sem innihalda claritrómýcín hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi, samtímis notkun lyfja sem innihalda atazanavír. Varúð: Gæta skal sérstakrar varúðar: Ef verulegt og óvænt þyngdartap verður, við endurtekin uppköst, ef erfiðleikar eru við að kyngja, við blóðuppköst eða blóð í hægðum, ef lifrar- eða nýrnastarfsemi er skert, ef þú færð niðurgang eða ef þú hefur fengið fylgikvilla (blæðingar eða sár í meltingarfærum) vegna bólgueyðandi verkjalyfja. Láta skal lækni/lyfjafræðing vita ef bólgueyðandi verkjalyf eru notuð. Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið nema að ráði læknis. Omeprazol Actavis inniheldur súkrósa. Meðganga/brjóstagjöf: Leitið ráða hjá lækni áður en lyfið er notað. Akstur og notkun véla: Aukaverkanir, svo sem þreyta, svimi og sjón- og heyrnartruflanir, geta komið fram og geta haft áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Aukaverkanir: Algengar aukaverkanir eru niðurgangur, hægðatregða, vindgangur, ógleði, uppköst, svefntruflanir, sundl, höfuðverkur eða þreyta. Þessar aukaverkanir verða yfirleitt vægari við áframhaldandi meðferð. Skammtastærðir: Fullorðnir: 1 sýruþolið hylki eftir þörfum. Ekki má nota meira en 20 mg á sólarhring. Ef einkennin hverfa ekki eftir að Omeprazol Actavis hefur verið notað í 14 daga skal hafa samband við lækninn vegna þess að einkennin gætu verið af öðrum orsökum. Gleypa á sýruþolnu hylkin með glasi af vökva. Sýruþolnu hylkin ætti að taka fyrir máltíð (t.d. morgunmat eða kvöldmat) eða á fastandi maga. Hvorki má tyggja né mylja sýruþolnu hylkin. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Júlí 2010. Önnur slæm viðskipti á árinu 2010 Um sumarið höfðu samningar náðst að mestu, búið var að semja um greiðslur og tilheyrandi. Beðið var undirritunar seðla- bankastjóra, sem innsigla átti við- skiptin. Sá lét bíða eftir sér. Um haustið tilkynnti Eftirlits- stofnun EFTA, ESA, að form- leg rannsókn væri hafin á ríkis- björgun Sjóvár. Í ofanálag tók DV að fjalla um fortíð Heiðars Más, sem verið hafði framkvæmda- stjóri Novators, fjárfestingar- félags í eigu Björgólfs Thors Björg ólfssonar. Var honum brigsl- að um aðför gegn krónunni sem hlut átti að gengishruni hennar. Heiðar andmælti, sagðist þvert á móti hafa varað ráðamenn hér við hættunni fram undan löngu áður en halla hefði tekið undan fæti. Þá var sömuleiðis rætt um að Már Guðmundsson seðlabankastjóri væri á móti því að Heiðar kæmi að kaupunum. Á endanum gáfust fjárfestarnir upp í nóvember og hættu við kaup- in. Ekki er vitað til þess að sölu- ferli Sjóvár verði endurtekið í allra nánustu framtíð.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.