Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 42
 29. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● áramót SKAUPIÐ SETTI ALLT ÚR SKORÐUM Áramótin hafa yfirleitt verið kósý hjá Bryndísi Schram, leikkonu með meiru, nema einu sinni á níunda áratugnum. „Ég var í lauslætislegu hlutverki í áramótaskaupi hjá Flosa Ólafssyni fyrir margt löngu. Atriðið var grín- ádeila á sænskar klámmyndir sem hétu Forvitin gul og Forvitin blá. Hjá Flosa hét það Forvitin, gul, blá og marin og ég lék Júlíu í Rómeó og Júlíu. Eiginmanni mínum var svo freklega misboðið að hann gekk út úr samkvæmi sem við vorum í hjá foreldrum mínum og ég týndi honum í nokkra daga. Þetta skaup var endursýnt um daginn og þá labbaði hann aftur út en var ekki eins lengi í þetta sinn!“ Eftirminnilegustu áramótin Sterkar upplifanir um áramót geta verið af ýmsum toga eins og eftirfarandi frásagnir vitna um. Þar koma funi og flugeldar við sögu, bæði í einkalífi og umhverfi svo og fegurð himinsins. Almennt er fólk meðvitað um þær hættur sem stafa af flugeldum. Það ber hlífðargler- augu og passar sig á eldi. Hins vegar gleymist oft að huga að heyrninni. Hávaðinn frá flugeldum getur valdið varanlegum skaða á heyrn að sögn Ellisifj- ar K. Björnsdóttur, heyrnarfræðings hjá Heyrn í Kópa- vogi. „Sem betur fer er fólk farið að passa sjónina en það gleymist oft að hlífa heyrninni,“ segir Ellisif, sem fær iðulega til sín fólk í janúar með suð fyrir eyrum eftir gamlárs- kvöld. „Slíkt suð getur jafnvel verið óafturkræft,“ upplýsir hún. Ellisif segir ekki flókið að hlífa heyrninni. Hægt sé að kaupa sér- stakar heyrnarsíur sem dempi há- vaða frá flugeldum en útiloki ekki talað mál. Slíkar margnota síur megi fá hjá þeim í Heyrn. Einnig sé hægt að nota aðrar leiðir eins og eyrnatappa og eyrnahlífar á borð við þær sem iðnaðarmenn nota jafnan. En er nóg að vera með þykka húfu? „Það er betra en ekkert en þó varla nóg,“ svar- ar Ellisif. Sá skaði sem verður við of mikinn hávaða er kall- aður hátíðniheyrnar- skerðing. Það gerist þegar fíngerðustu og viðkvæmustu bifhár- in eða skynfrumurn- ar í kuðungi eyrans skemmast. Hátíðni- heyrnarskerðing veldur því að hljóð- myndin er ekki lengur skýr, það er erfitt að greina hvaðan hljóð ber- ast og einnig er erfitt að greina hljóð í sundur. „Þegar eyrun nema ekki hátíðnihljóðin er hljóðmyndin óskýr á svipaðan hátt og sá sem farinn er að tapa sjón sér óskýrt. Sá sem heyrir ekki öll hljóð þreytist fljótt því að hann þarf stöðugt að einbeita sér þegar hann hlustar,“ segir Ellisif og telur Íslendinga aftarlega á merinni hvað varðar heyrnar- vernd. „Hér er oft of mikill há- vaði á skemmtistöðum og tónleik- um. Hávaðinn fer oft yfir þolmörk eyrans og þær reglur sem gilda um hljóðstyrk,“ segir hún. En eru margir sem þjást af há- tíðniheyrnarskerðingu á Íslandi? „Það er ekki búið að rannsaka það sérstaklega hér en í löndunum í kringum okkur er að koma fram heil kynslóð fólks á fimmtugs- og sextugsaldri með heyrnarskerð- ingu,“ segir Ellisif og telur að um 40 prósent fólks af þessari kyn- slóð hafi skerta heyrn. „Margir spá reyndar ekkert í því heldur hvá og kvarta yfir því að fólk tali óskýrt,“ segir Ellisif og telur að margir hafi fordóma fyrir heyrn- artækjum. „En þeir gera sér ekki grein fyrir hvað þau hafa þró- ast mikið. Þau eru orðin mjög lítil, með þróað hljóðkerfi og geta sannarlega aukið lífsgæði fólks sem farið er að heyra illa.“ Engin bið er eftir heyrnartækj- um í dag auk þess sem Trygginga- stofnun tekur þátt í kostnaði við vissa heyrnarskerðingu. Ellisif bendir einnig á að mörg stétt- arfélög séu farin að borga hlut í heyrnartækjum. - sg Hugað að heyrninni jafnt sem sjóninni Ellisif K. Björnsdóttir, heyrnarfræðingur hjá Heyrn í Kópavogi, segir nauðsynlegt að fólk hugi að því að vernda heyrnina í sprengjuregninu um áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NÁGRANNAR FLÚÐU BAK VIÐ HÚS Eftirminnilegustu áramótaatvik Katrínar Önnu Guðmundsdóttur jafnréttishönnuðar tengjast flug- eldum. „Eitt árið sem ég bjó í Selja- hverfinu voru terturnar að koma fram á sjónarsviðið og pabbi fjárfesti í einni stórri og myndar- legri. Setti hana af stað úti á miðri götu og lætin – sprengingarnar og reykurinn – voru svo svakaleg að nágrannarnir flúðu bak við hús en við stóðum undir dyraskyggninu og misstum af dýrðinni. Bróðir mömmu sem býr í Kópavoginum fullyrti hins vegar að þetta hefði verið frábært sjónarspil. Sömu áramót skaut ég upp stórri rakettu en þá ekki vildi betur til en svo að hún tók stóran sveig og sprakk á bílastæði í götunni fyrir ofan, í miðjum hópi fólks sem stóð þar í mestu makindum. Til allrar lukku slasaðist enginn.“ HÁFJALLAHEIMUR Í HÓPI VINA Fyrsta skiptið sem Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðing- ur fór inn í Þórsmörk um áramót er honum minnisstætt. „Ég hef aldrei almennilega kunnað að meta flugelda eftir að hafa verið inni í Þórsmörk um áramót, því það er svo miklu skemmtilegra að vera langt frá mannabyggðum og njóta stjörnu- birtunnar og tunglsljóssins. Ég var 16, 17 ára þegar ég fór í fyrstu ára- mótaferð í Mörkina, ásamt félögum mínum, í hópi með Ferðafélagi Íslands rétt fyrir 1980. Það var farið á tveimur eða þremur rútutrukkum í snjó og ófærð. Þar var kveikt í brennu og mikið sungið. Mér fannst þetta allt ævintýralegt og óskaplega gaman. Ein besta skemmtun sem ég veit enn í dag er að komast í háfjallaheim í góðra vina hópi.“ Margnota heyrnarsíur sem dempa hávaða en útiloka ekki talað mál. Auglýsendur vinsamlega hafið samband Benedikt Freyr benediktj@365.is 512 5411 Hlynur Þór hlynurs@365.is 512 5439 Sigríður Hallgríms sigridurh@365.is 512 5432
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.