Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 22
22 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 HALLDÓR Stjórnlagaþingskosningarnar skiluðu því sem að var stefnt, stjórnlaga- þingi þar sem fólki af landsbyggðinni er úthýst. Helsti sigurvegarinn, Þorvaldur Gylfason, var ánægður með niðurstöð- una og hafði engar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar. Hann sagði í sjón- varpsviðtali fyrir fjórum vikum að borg og sveit væru systur og að þeim myndi sem góðum systrum semja vel á stjórn- lagaþinginu. Þorvaldur telur hins vegar að þeim systrum semji illa í kjördæmafyrir- komulaginu sem notað er við Alþingis- kosningar, þar sem of margar systur sveitarinnar sitja til borðs með borg- inni. Það skipulag segir Þorvaldur að sé bæði ranglátt og orsaki spillingu í stjórnmálunum. Yfirlýsing Þorvaldar er þá sú að sveitasystir geti ekki gætt hlutar borgar- systur og því þurfi borgarsystirin að gera það sjálf og þar að auki verði borgarsystirin að taka að sér hlutverk sveitadömunnar. Að öðrum kosti muni þeim systrum ekki semja. Þá verður niðurstaðan eins og á stjórnlagaþinginu, sem er framundan, að sveitasysturinni er vísað frá borði og er ætlað það eitt að þjóna hinum útvöldu og óspilltu til borðs, þegjandi og hljóðalaust. Krafan um jafnt vægi atkvæða er ekki þegar öllu er á botninn hvolft, krafa um jafnræði í afmörkuðum skiln- ingi, heldur yfirlýsing um að hinir hæf- ari búi í borginni og hinir vanhæfari og spilltari þar fyrir utan. Þorvaldur Gylfason fellst fúslega á þær leikreglur að konur á höfuðborgarsvæðinu eigi að fá sínar kynsystur sem sína fulltrúa á stjórnlagaþinginu og að hann geti ekki verið kosinn fulltrúi þeirra. En hann er fullkomlega sannfærður um það að hann eigi að vera fulltrúi kjós- enda sveitarinnar, karla sem kvenna. Þeir kjósendur eru að hans mati af einhverjum ástæðum ekki þess verð- ugir að velja úr sínum hópi fulltrúa á fulltrúasamkomu þjóðarinnar. Ef svo yrði áfram þá mun þeim systrum borg og sveit ekki semja vel. Eina fyrirkomu- lagið sem Þorvaldur og skoðanabræður hans boða að friður geti verið um sé 19. aldar stéttaskipting þjóðarinnar í hús- bændur og hjú með jafnaðarstefnu þar sem sumir eru jafnari en aðrir. Húsbændur og hjú Þorvaldar Stjórnlaga- þing Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður H versu margir vilja veðja á að gengi krónunnar veik- ist ekki þegar gjaldeyrishöftum verður aflétt, áhrif verði lítil á verðlag og lán hækki ekki í kjölfarið vegna verðtryggingar þeirra? Líklegt er að í hópi þeirra sem skulda megnið af húsnæði sínu verði fáir til að taka þessu veðmáli. Íslenska krónan hefur verið í höftum á árinu sem nú er að líða. Höftin hafa hjálpað til við að koma á stöðugleika í efna- hagslífinu og við að ná niður verðbólgu. Til lengri tíma eru höft hins vegar skaðleg, koma í veg fyrir fjárfestingu og leiða til einangrunar. Stigið hafa fram hagfræðingar, svo sem Jón Daníelsson hjá London School of Econ- omics, sem hafa kallað á tafarlaust afnám gjaldeyrishafta og í raun sagt mistök að láta þau vara jafnlengi og gert hefur verið. Á fyrri hluta komandi árs ætlar Seðlabankinn að birta endur- skoðaða áætlun um afnám haftanna, enda ekki seinna vænna, nú þegar sér fyrir endann á efnahagsáætlun stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Það væri hins vegar ekki úr vegi fyrir stjórnvöld að búa í haginn fyrir breytinguna og tryggja að veiking krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum komi ekki af stað annarri hrinu skuldavanda heimila með því að lán hækki í takt við hækkandi verðlag á innfluttri vöru. Í viðtali við Fréttablaðið í fyrrahaust benti Nóbelsverðlauna- hagfræðingurinn Joseph Stiglitz réttilega á að verðtryggð lán væru áhættusamningar sem stjórnvöld hefðu átt að vara við. Hann sagði það sama um gengistryggð lán, sem síðan kom í ljós að voru raunar ólögleg að hluta og hefur verið girt enn betur fyrir með nýjum lögum. Stiglitz benti á að nær væri að tengja lán launavísitölu og endursemja um þau á þeim forsendum. Ekki verður annað séð en að þessar hugmyndir Nóbelsverð- launahagfræðingsins verðskuldi alvarlega skoðun, því þarna mætti með lagasetningu fjarlægja stóran áhættuþátt tengdan afnámi gjaldeyrishafta. Hægur vandi er fyrir heimili landsins að halda að sér höndum í innkaupum á innfluttri vöru (annarri en nauðsynjavöru) og stýra neyslu sinni þannig að heimilishaldið fari ekki á hliðina. Eins og stendur er fólk hins vegar berskjaldað fyrir áhrifum verðhækkana á lán þess. Horfast verður í augu við að þjóðin losnar tæplega við krónuna í bráð. Á meðan ríður á að lágmarka skaðann sem af henni hlýst. Vísitölur sem settar eru á með lögum hlýtur að mega afnema með lögum. Þarna er ekkert meitlað í stein. Í nýútkominni skýrslu Seðlabankans til efnahags- og viðskiptaráðherra um peninga- stefnuna eftir höft er meira að segja velt upp hugmyndum um að breyta viðmiðunarvísitölu verðbólgumarkmiðs bankans. Bent er á að fræðileg rök séu fyrir því að verðbólgumarkmið bankans eigi að miða við þá vísitölu sem sýni mesta tregðu. „Sem gæti þá jafnvel verið launaþróun fremur en verðlagsþróun,“ segir í skýrslunni. Spurning hvort það sama á ekki við um vísitöluteng- ingu lána. Tillaga Nóbelsverðlaunahagfræðings rifjuð upp: Verðtrygging víki á undan höftum SKOÐUN Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is K A K A Á R S I N S 2 0 0 9 Þessi er alveg svakaleg! Kveðjum árið með köku ársins. Atli talar tungum Atli Gíslason er gamall MR-ingur og lögfræðingur í þokkabót. Hann sýndi það í verki í samtali við blaðamann mbl.is í gær, spurður um þá yfirlýsingu Lilju Mósesdóttur að hún íhugaði að segja skilið við þingflokk VG. „Ég ætla að svara þér á latínu,“ svaraði Atli, og fylgdi því eftir með þessu: „Cogito ergo sum.“ Frasinn er alkunnur en vont er að gera sér grein fyrir því hvað Atli átti við. Ekki hjálpar að hann neitaði að skýra það betur. Atli hefði því í raun allt eins getað svarað blaða- manni á táknmáli í þessu símaviðtali. Lilja sönnuð Það má samt spreyta sig á að túlka ummælin. „Cogito ergo sum“ er frasi eignaður heimspekingnum René Descartes og jafnan þýddur á þessa leið: „Ég hugsa, þess vegna er ég.“ Við vitum að Lilja Mósesdóttir er sannarlega að hugsa um úrsögn úr þingflokknum og af því leiðir að Atli hefur fært sönnur á tilvist samflokkskonu sinnar. Það er ekki víst að allir verði ánægðir með það. Ég er Ögmundur Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra er ánægður með Ásmund Einar Daðason, samflokksmann sinn. Hann skrifar á vef sinn: „Ásmundi Einari spái ég bjartri framtíð í íslenskum stjórnmálum. Hvers vegna? Jú vegna þess að hann er fylginn sér, heiðarlegur, skeleggur og drengur góður. Ég er oftast sammála honum. Ekki alltaf. Enda er hann Ásmundur Einar. Ég er Ögmundur.“ Og þá er það komið á hreint. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.