Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN Dómnefnd Markaðarins tilnefndi fimmtán viðskipti sem þau bestu á árinu. Tilnefningarnar voru allt frá viðsnúningi í afkomu, markaðssetningu, kosn-ingasigrum í borgarstjórnarkosningum til umfangs- mikilla samninga sem ekki sér fyrir endann á enn. Það voru einmitt stærstu og þýðingarmestu samning- arnir sem voru dómnefnd Markaðarins ofarlega í huga og flestir nefndu oftast. Sambærileg tilhögun var á vali á bestu viðskiptum árs- ins og við val á þeim einstaklingi sem þótti skara fram úr í viðskiptalífinu á árinu. Ekki var þó val um tvö eða fleiri viðskipti sem raðað var eftir vægi. 1. SÆTI: NÝTT ICESAVE-SAMKOMULAG Nýtt samkomulag í Icesave-deilunni flokkast til viðskipta ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Samkomulagið felur í sér að þeir fjármunir sem fást úr þrotabúi gamla Landsbankans muni ganga upp í greiðslur á láni frá Bret- um og Hollendingum sem veitt var til að greiða þeim sem átt höfðu innstæður á Icesave-reikningum Landsbankans í löndunum tveimur. Niðurgreiddar upphæðir safna ekki vöxtum fram í tímann. Miðað við forsendur samkomulagsins sem Icesave- samninganefndin kynnti í byrjun desember bera lánin frá Hollendingum 3,3 prósenta vexti en Bretum 3,0 pró- senta vexti. Endurgreiðslur eiga að hefjast eftir áramót og stefnt á að þeim verði lokið í síðasta lagi árið 2046. Ýmsir fyrirvarar eru við samninginn, svo sem þeir að þak er á ár- legar greiðslur ríkisins eftir 2016 og miðast þær við fimm prósent af tekjum ríkisins á fyrra ári. Nemi eftirstöðvar höfuðstóls lánsins innan við 45 milljörðum króna árið 2016 greiðist þær innan tólf mánaða. Áætlað er að kostnaður ríkisins vegna þessa muni nema 47 milljörðum króna. Til samanburðar báru lánin 5,5 prósenta vexti í þeim samningum sem felldir voru í þjóðaratkvæðagreiðslu í mars. Samkvæmt þeim áttu endurgreiðslur að hefjast árið 2016 og ljúka sex árum síðar með möguleika á framleng- ingu til 2030. Áætlaður kostnaður ríkisins nam 162 millj- örðum króna. Dómnefndin virtist sammála um að ákvörðun þjóðarinn- ar að hafna samningunum sem kosið var um í mars hafi sparað þjóðarbúinu gríðarlegar fjárhæðir. 2. SÆTI: KAUP Á AVENS-SKULDABRÉFUNUM Seðlabanki Íslands samdi í maí um kaup á Avens-skulda- bréfapakkanum svokallaða sem var í eigu Seðlabankans í Lúxemborg. Pakkinn var samansafn íslenskra íbúðabréfa og innstæða sem gamli Landsbankinn hafði tekið saman til að verða sér úti um lausafé þegar lánsfjármarkaðir voru að lokast. Skuldabréfapakkinn kostaði Seðlabankann 120 milljarða króna. Um afar mikilvæg kaup var að ræða enda jafn- gilti Avens-pakkinn fjórðungi af öllum krónueignum er- lendra aðila, sem festar voru inni með handafli með inn- leiðingu gjaldeyrishafta fyrir rétt rúmum tveimur árum og koma áttu í veg fyrir að erlendir fjárfestar færu með fé sitt úr landi. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði í samtali við Fréttablaðið kaupsamninginn marka mikilvægasta áfanga fyrir Seðlabankann enda um að ræða fyrsta sambandið við erlendan seðlabanka eftir efnahagshrunið. Þá reiknaði hann með að gengi krónunnar myndi styrkjast hraðar í kjölfarið. Það gekk eftir samdægurs; gengið styrktist um 1,7 prósent og endaði í 217 stigum. Gengisvísitalan hefur nú rambað sitthvoru megin við 207 stigin um nokkurt skeið. Hvað sem því líður hafa kaupin dregið úr áhættu vegna erlendra krónueigna hér auk þess sem þau bættu stöðu ríkis sjóðs umtalsvert. 29. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR4 B E S T U V I Ð S K I P T I Á R S I N S 2 0 1 0 2010 Icesave-samningarnir bestir Þótt erfiðleika hafi gætt í viðskiptalífinu í kjölfar bankahruns er ekki þar með sagt að ekkert gerist. Þótt tilnefningar um bestu viðskiptin hafi verið með fjölbreyttara móti var samstaða um að þeir samn- ingar sem vörðuð þjóðina stæðu upp úr. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði tilnefningarnar. NÝIR SAMNINGAR KYNNTIR Í IÐNÓ Nýr Icesave-samningur var kynntur í Iðnó í byrjun desember. Auk Guðrúnar Þorleifsdóttur, stjórnarformanns Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, eru á myndinni fulltrúar íslensku samninganefndarinnar, þeir Einar Gunnarsson, Jóhannes Karl Sveinsson, Lee C. Buchheit og Guðmundur Árnason. MARKAÐURINN/VALLI SAMNINGURINN INNSIGLAÐUR Már Guðmundsson seðlabankastjóri innsiglaði kaup á Avens-skulda- bréfapakkanum í Lúxemborg í maí. Við undirritun skiptist hann á gjöfum við kollega sinn, Yves Mersch, bankastjóra Evrópska seðlabankans í Lúxemborg. MYND/SEÐLABANKI ÍSLANDS Ríkið var ekki einrátt í viðskiptalífinu, að mati dómnefnd- ar Markaðarins. Nokkur önnur viðskipti vöktu eftirtekt. Hér eru þau ekki í neinni sérstakri röð: Ö N N U R V I Ð S K I P T I S E M S T Ó Ð U U P P Ú R Besti flokkurinn: Góð mark- aðssetning sem skilaði flokkn- um borgarstjórastólnum. Carbon Recycling Internation- al: Vinnur að þróun eldsneytis úr metanóli. Fataframleiðandinn Cinta- mani: Fyrirtækið fékk nýtt fjár- magn og stækkaði. Eimskip: Sneri tapi í hagnað. Endurfjármögnun Marel: Ný- legur samningur við sex al- þjóðlega banka um langtíma- fjármögnun er merki um sterka stöðu. Fjárfesting Michael Jenkins í Fréttatímanum. Kaup Auðar Capital á upplýs- ingaveitunni Já: Auður Capital kemur af krafti í endurreisn- ina. Fyrir tækið hefur keypt hluti í fjölmörgum fyrirtækjum og þykir hafa næmt nef fyrir áhugaverðum fjárfestingar- kostum. Kaup Framtakssjóðsins á 30 prósenta hlut í Icelandair Group. Kaupverðið á genginu 2,5 krónur á hlut voru afar hagstæð. Mentor: Þróar upplýsingakerfi fyrir skóla sem notað er í fjór- um löndum. Fyrirtækið er með skrifstofu í Svíþjóð. Stefnan er sett á frekari landvinninga. Útivistarframleiðandinn Nikita. Samningur Thor Data Center við norska hugbúnaðarfyrir- tækið Opera Software. Afskriftir skulda: Þau fyrirtæki sem fengu mestar skuldir af- skrifað hafa pálmann í hönd- unum. Á sama tíma eru það verstu viðskiptin fyrir þjóð- ina sem óbeint tekur á sig af- skriftirnar. „Engin viðskipti voru góð á árinu og öll viðskiptin vond. Viðskiptalífið er í rúst og end- ur reisn getur ekki hafist,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hagfræðideild Há- skóla Íslands. Vilhjálmur er kaldhæðinn í tilnefningu sinni og segir þá Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrr- verandi forstjóra Baugs Group og stjórnarformann FL Group, Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóra FL Group, og Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, menn viðskiptalífsins. Þremenningarnir eru á meðal þeirra sjö sem tengd- ust FL Group og Glitni og slitastjórn gamla bankans stefndi fyrir dómstól í New York í Bandaríkjunum í maí vegna meintra fjársvika og fyrir að sópa til sín fé úr bankanum í aðdraganda hrunsins fyrir tveimur árum. Vilhjálmur var mjög gagnrýninn á starfs- hætti bankastjórnar Glitnis og afskipti eigenda hans af rekstrinum. Hann segir þremenningana hljóta til- nefninguna þar sem þeir geta nú um frjálst höfuð strokið og stundað eðlileg bankaviðskipti eftir að dómstóllinn vísaði máli gegn þeim frá um miðjan jólamánuðinn. Engin góð viðskipti Viðskiptafólk ársins ryður brautir á innlendum og erlend- um markaði með nýrri vöru og þjónustu, til dæmis á vettvangi hvers kyns hönnunar og ný- sköpunar, að mati Ólafs Ísleifs- sonar, lektors við viðskipta- deild Háskólans í Reykjavík. Hann bendir á að dæmi um slíka nýsköpun sé útflutningur á heilbrigðisþjónustu eins og nýtt fyrirtæki í Mosfellsbæ hefur lagt drög að. Ólafur segir, líkt og fleiri í dómnefnd Markaðarins, ekk- ert koma upp í hugann sem fallið geti í flokk með við- skiptum ársins. Hin umdeildustu telur hann hins vegar kaup Fram- takssjóðs lífeyrissjóðanna á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum í ágúst. Stærsta fyrir- tækið innan Vestia er sjávarútvegsfyrirtækið Ice- landic Group. Önnur fyrirtæki og minni innan Vestia eru Teymi, móðurfélag Vodafone og fleiri fyrirtækja innan upplýsingatækni, Húsasmiðjan og Plastprent. Setur nýsköpun efst á blað VILHJÁLMUR BJARNA SON „Endurreisn getur ekki hafist.“ MARKAÐURINN/STEFÁN LEKTORINN Útflutningur á heilbrigðisþjónustu frá Mosfellsbæ er dæmi um nýsköpun, að mati Ólafs Ísleifssonar. MARKAÐURINN/GVA Árelía E. Guðmundsdóttir, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Ásta Dís Óladóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar Dögg Hjaltalín, verslunarstjóri Bókabúðar Máls og menningar Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Gísli Hauksson, framkvæmdastjóri GAM Management Guðrún Johnsen, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri DataMarket Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu IFS Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar Ólafur Ísleifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Snæfríður Baldvinsdóttir, aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland D Ó M N E F N D M A R K A Ð A R I N S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.