Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 6
6 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR LANDSDÓMUR Útlit er fyrir að Sig- ríður Friðjónsdóttir, saksóknari Alþingis, þurfi að leita til dómstóla til að freista þess að fá aðgang að 61 skýrslu sem tekin var af fólki hjá rannsóknarnefnd Alþingis og tölvupóstsamskiptum Geirs H. Haarde, fyrr- verandi forsætisráð- herra. Rannsóknarnefndin hefur lögum samkvæmt afhent Þjóðskjalasafn- inu öll gögn sín til varð- veislu. Hluti þeirra hefur verið gerður aðgengileg- ur fræðimönnum að upp- fylltum skilyrðum, en í lögum um nefndina segir að ef höfðað er sakamál á hendur einhverjum sem vikið er að í gögnunum skuli sömu reglur gilda um aðgang að upplýsing- um eins og almennt um sakamál. Sigríður hefur farið fram á það við Þjóð- skjalasafnið að fá gögn- in afhent en þeirri beiðni var synjað með vísan til stjórnarskrárákvæðisins um friðhelgi einkalífsins og þess hversu rík skylda hvíldi á fólki að gefa skýrslu fyrir nefndinni og draga þar ekkert undan. „Ég tel mjög nauðsyn- legt að fá þessar skýrsl- ur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum, en þau telja að það sé ekki heimilt að afhenda skýrslurn- ar og tölvupóstsamskipti Geirs,“ segir Sigríður. Án gagnanna verði hins vegar tæplega hægt að útbúa ákæru í málinu. „ Annars þarf ég kannski að fara að taka einhverjar skýrslur, því að það er erfitt að kalla fólk fyrir landsdóm vit- andi ekkert hvað það hefur fram að færa,“ útskýrir Sigríður. Til samanburðar nefnir hún að í venjulegu sakamáli liggi fyrir lögregluskýrsl- ur sem ákæruvaldið geti byggt málatilbúnað sinn á. Ekki dugi að vísa til skýrslu rann- sóknarnefndar- innar því bæði saksóknarinn og dómurinn þurfi að sjá gögnin sem liggja að baki ályktunum nefndar- innar og leggja á þau sjálfstætt mat. Kæmi til þess að saksókn- ari þyrfti að taka skýrslur til að undirbyggja ákæruna yrði það líklega gert fyrir héraðsdómi. Sigríður vill hins vegar fyrst láta á það reyna hvort hún fái aðgang að gögnunum og hyggst því leggja fram beiðni um hald- lagningu þeirra eftir áramót. Slík beiðni færi líklega fyrir landsdóm. Þangað til niðurstaða fæst í málið verði hins vegar hægt að vinna áfram að undirbúningi málsókn- arinnar. Rannsóknarnefndin tók alls skýrslu af 163 einstaklingum og Sigríður hefur því óskað eftir aðgangi að drjúgum hluta þeirra. Hún hefur jafnframt óskað eftir öðrum gögnum, meðal annars bréfum, fundargerðum, minnisblöðum og lista yfir þá 183 sem rannsóknar- nefndin fund- aði með án þess að taka af þeim formlega skýrslu og á von á að fá þau í hendur fljót- lega. stigur@frettabladid.is Saksóknara Alþingis neitað um brýn gögn Þjóðskjalavörður hefur hafnað beiðni saksóknara Alþingis um aðgang að yfir- heyrslum rannsóknarnefndar Alþingis og tölvubréfum Geirs Haarde. Saksókn- ari segir gögnin nauðsynleg svo smíða megi ákæru og ætlar með málið í dóm. SIGRÍÐUR J. FRIÐJÓNSDÓTTIR GEIR H. HAARDE Ég tel mjög nauðsynlegt að fá þessar skýrslur, meðal annars af lykilfólki í bönkum, Seðlabanka og ráðuneytum. SIGRÍÐUR FRIÐJÓNSDÓTTIR SAKSÓKNARI ALÞINGIS MEXÍKÓ Enginn lögreglumaður er nú starfandi í mexíkóska landa- mærabænum Guadalupe eftir að síðasta lögreglumanninum sem eftir var í bænum var rænt af undirtyllum fíkniefnabaróna. Erika Gandara hafði ein reynt að halda uppi lögum og reglum í þessum níu þúsund manna bæ frá því í júní, að því er fram kemur á vef BBC. Kollegar hennar, sem á tímabili voru um tíu talsins, hafa ýmist sagt upp eða látið lífið í bardögum við glæpamenn. Mexíkósk stjórnvöld hafa átt í mannskæðum átökum við fíkni- efnabaróna í landinu síðustu ár. Hermenn reyna nú að halda frið- inn í Guadalupe. - bj Landamærabær án lögreglu: Rændu síðustu löggu bæjarins HORFIN Erika Gandara átti við ofurefli að etja sem eini lögreglumaðurinn í smábænum Guadalupe. NORDICPHOTOS/AFP KÖNNUN Væntingavísitala Gallup lækkar um tæplega tvö stig milli mánaða og mælist nú 48,3 stig. Þetta er undir meðaltali ársins, sem var 53 stig. Vísitalan mælir væntingar landsmanna til efnahagslífs og atvinnumála. Væntingavísitalan komst lægst í 32 stig í október, en komst upp í 50,6 stig í nóvember. Væntingavísitalan er fundin með því að spyrja þátttakendur í könnunum Gallup spurninga um efnahagsástandið og mat á fram- tíðarhorfum. Ef vísitalan er 100 stig eru jafn margir bjartsýnir og svartsýnir. Ef hún er undir 100 eru fleiri svartsýnir. - bj Væntingavísitala á niðurleið: Lítil bjartsýni mælist í lok árs EFNAHAGSMÁL Lánastofnanir hafa 60 daga frest til útreikninga á ólög- mætum gengisbundnum bíla- og fasteignaveðlánum eftir að frum- varp um gengisbundin lán varð að lögum í gær. Samkvæmt lögunum skal uppgjör fara fram innan 90 daga frá gildistöku þeirra. Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneyti segir að með þessum lögum séu „stigin mikil- væg skref í endurskipulagninu skulda heimilanna“ og þau sýni sanngirni gagnvart öllum lántak- endum gengisbundinna fasteigna- veðlána og bílalána. Lög þessi eiga líka að vera grundvöllur þess að takast á við vanda lántakenda í samræmi við nýlegt samkomulag ríkis stjórnar, lánastofnana og lífeyrissjóða um aðgerðir vegna skuldavanda heim- ilanna. Meðal þeirra úrræða sem það felur í sér er að lántakendum í greiðsluvanda býðst að fá eftir- stöðvar skulda færðar niður að 110% af verðmæti fasteignar. Hægt verður að greiða upp skuldir af ólöglegum lánum án álags og kröf- ur ábyrgðarmanna sem hafa innt af hendi greiðslur munu ganga fyrir öðrum kröfum í uppgjöri. - þj Lög um ólögleg gengislán tóku gildi í gær: Lánastofnanir fá sextíu daga GENGISLÁNALÖG TAKA GILDI Lög um gengislán tóku gildi í gær. Þau eru talin mikilvægt skref í endurskipulagningu skulda heimilanna. NORDICPHOTOS/AFP MENNTAMÁL Fimm nemendur sem til stóð að útskrif- uðust af útstillingabraut Iðnskólans í Hafnarfirði hafa óskað eftir fundi með menntamálaráðherra til að ræða þá ákvörðun stjórnenda skólans að leggja námið niður án fyrirvara frá áramótum. „Það er bara svakalegt ef þessi ákvörðun fær að standa,“ segir Sigríður Jóhannsdóttir, nemandi á útstillingabraut. „Þetta er hrikalegt áfall, við erum búin að eyða einu og hálfu ári í þetta nám,“ segir Sigríður. Nem- endur í útstillingum fengu á Þorláksmessu bréf frá stjórnendum skólans þar sem tilkynnt var að námið yrði fellt niður. Elías Jón Guðjónsson, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra, segir að fundað verði með nemend- unum vegna málsins í vikunni. Ráðuneytið hefur kallað eftir upplýsingum frá skólanum um málið en hefur ekki fengið svör. Elías ítrekar það sem haft var eftir honum í Fréttablaðinu fyrir síðustu helgi að nemendur eigi rétt á því að ljúka því námi sem þeir séu byrjaðir á. Í stuttu samtali við Fréttablaðið í gær sagðist Jóhannes Einarsson, skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði, ekki vilja skýra frekar þá ákvörðun að leggja námið niður. Jóhannes lætur af störfum fyrir aldurs sakir um áramót. Nýr skólameistari verður skipaður fyrir vikulok. - bj Nemendur funda með ráðherra til að ræða ákvörðun um að leggja niður nám: Hrikalegt áfall segir nemandi ÚTSTILLINGAR Í námi í útstillingum í Iðnskólanum í Hafnarfirði læra nemendur að stilla upp vörum í búðargluggum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÁSTRALÍA Vísindamenn telja sig hafa uppgötvað hvers vegna sumar hellamyndir sem taldar eru tugþúsunda ára gamlar eru enn litríkar á meðan aðrar hafa dofnað eða jafnvel horfið. Ástæð- an er sú að litirnir í myndunum eru lifandi. Í ljós hefur komið að bakteríur og sveppir hafa tekið sér bólfestu í myndunum. Þá hafi næringar- efni í litum frumbyggjanna orðið til þess að sambýli sveppa og baktería hafi gert það að verkum að litirnir viðhéldust. - bj Litríkar myndir rannsakaðar: Hellamyndir hafa lifnað við FÓLK Tímaritið Nýtt líf hefur valið Gerplustúlkur konur árs- ins 2010. Í rökstuðningi með val- inu segir að stúlkurnar, sem eru fimmtán, hafi komið heim með gull um hálsinn eftir þátttöku sína á Evrópumeistaramótinu í hópfimleikum í október síðast- liðnum. Mótið sé það stærsta í þessari grein í heiminum. Hópurinn sé flott fyrirmynd, ekki einungis fyrir ungu kynslóð- ina heldur þjóðina í heild sinni. Hann hafi sýnt fram á einstaka samvinnu og látið drauma sína rætast. Nýtt líf hefur útnefnt Konu ársins frá árinu 1980. - jhh Nýtt líf velur konu ársins: Gerplustúlkur skara fram úr GERPLUSTÚLKUR Þykja flott fyrirmynd fyrir þjóðina alla. Tilboðum í Valaskjálf hafnað Bæjarráð Fljótdalshéraðs hefur hafnað öllum þremur tilboðum sem bárust í rekstur félagsheimilishluta Valaskjálfar. Viðræður við hæstbjóð- anda báru ekki árangur. Auglýsa á reksturinn að nýju. Bæjarráðið vill að aðgengi félags- og menningarstarf- semi að húsinu verði tryggt eins og hægt er. FLJÓTSDALSHÉRAÐ MOSKVA, AP Igor Izmestjev, fyrr- verandi öldungadeildarþingmað- ur í Rússlandi, var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa fyrirskipað fjölda morða. Izmestjev er olíubraskari frá héraðinu Bashkiria, og var um hríð öldungardeildarþingmaður, en hann var einnig fjárhagslegur bakhjarl Kingisepp-bófaflokksins sem myrti 14 manns á árabilinu 1992 til 2004. Fjórir aðrir með- limir klíkunnar voru dæmdir í allt að 23 ára fangelsi Gagnrýnendur stjórnvalda í Rússlandi segja að hundruð glæpamanna hafi náð pólitískum frama þar í landi. - þj Fyrrverandi þingmaður dæmdur: Fyrirskipaði fjölda morða Skilaðir þú einhverjum jóla- gjöfum í ár? Já 28,2% Nei 71,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Ætlar þú að kaupa flugelda fyrir áramótin? Segðu skoðun þína á visir.is KJÖRKASSINN VIÐSKIPTI Nafni Eignastýringar Íslandsbanka hefur verið breytt, og mun starfsemin fara fram undir merkjum VÍB á nýju ári. Breytingunum er ætlað að aðgreina eignastýringastarfsemi bankans frá annarri bankastarf- semi, að því er fram kemur í til- kynningu frá Íslandsbanka. Eignastýring bankans var rekin undir nafninu Verðbréfa- markaður Íslandsbanka, skamm- stafað VÍB, á árunum 1986 til 2001. Nafnið VÍB er tilvísun í gamla nafnið en ekki skammstöf- un, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. - bj Breytt nafn eignastýringar: Taka aftur upp nafnið VÍB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.