Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 10
 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Humar SKÖTUSELUR Humarsoð frá Hornafirði 1.990 kr/k g roðlaus og beinlaus áður 3.990 allar stærðir og gerðir INNBAKAÐUR HUMAR SKYNDI HJÁLPAR MAÐUR ÁRSINS 2010 - - www.raudikrossinn.is Rauði kross Íslands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefur á árinu 2010 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. Ábendingar skulu berast fyrir 15. janúar. Viðurkenningar verða veittar þann 11. febrúar. Nánari upplýsingar má finna á raudikrossinn.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. LÖGREGLUMÁL Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönn- um sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrð- ir en sleppt að því loknu. Rann- sókn er enn í fullum gangi og yfir- heyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldis- málin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkni- efnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuð borgar svæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnað- ir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahá- tíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is SKOTÁRÁS Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. MYND/STÖÐ 2 Nauðganir og ofbeldi á jólum Tvær nauðganir og þrjú heimilisofbeldismál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir jóla- dagana. Í einu málanna var hnífi beitt. Yfirlögreglu- þjónn biður fólk að huga að börnum yfir hátíðarnar. Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili. GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN NOREGUR 31 morð hefur verið framið í Noregi það sem af er ári, að því er fram kemur í úttekt á vef Aftenposten. Þar segir einnig að eingöngu eitt morðanna sé óupplýst og að í lang- flestum tilfellum, í öllum nema tveimur, hafi fórnarlömbin þekkt banamann sinn. Ekki eru óvenjulega mörg morð þetta árið í Noregi og þau eru til- tölulega fá í samanburði við önnur lönd. Morðin 31 samsvara um 0,6 morðum á hverja 100.000 íbúa, en í samanburði við það eru framin 0,9 morð á 100.000 íbúa í Svíþjóð og 5,2 í Bandaríkjunum. Mest sláandi var hinn hryllilegi atburður sem átti sér stað í haust þegar rúmlega fertugur karlmaður drap eiginkonu sína og þrjár dætur áður en hann svipti sig lífi. - þj 31 morð framið í Noregi það sem af er árinu 2010: Flest fórnarlömbin þekktu morðingjann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.