Fréttablaðið - 29.12.2010, Síða 10

Fréttablaðið - 29.12.2010, Síða 10
 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Fiskikóngurinn • Sogavegi 3 • sími 587 7755 Humar SKÖTUSELUR Humarsoð frá Hornafirði 1.990 kr/k g roðlaus og beinlaus áður 3.990 allar stærðir og gerðir INNBAKAÐUR HUMAR SKYNDI HJÁLPAR MAÐUR ÁRSINS 2010 - - www.raudikrossinn.is Rauði kross Íslands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefur á árinu 2010 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. Ábendingar skulu berast fyrir 15. janúar. Viðurkenningar verða veittar þann 11. febrúar. Nánari upplýsingar má finna á raudikrossinn.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN STÝRÐU UMRÆÐUNNI Í ÁTT TIL ÞÍN Meiri Vísir. LÖGREGLUMÁL Tvö nauðgunarmál og þrjú heimilisofbeldismál eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Öll atvikin áttu sér stað yfir jólahátíðina. Bæði nauðgunarmálin voru kærð til lögreglu. Þau áttu sér stað eftir að áfengi hafði verið haft um hönd í gleðskap í heimahúsum og þolendur enduðu heima hjá mönn- um sem þær þekktu ekki. Annað fórnarlambanna vaknaði við að karlmaður var að hafa samfarir við hana. Um er að ræða stúlkur um og yfir tvítugt. Þær fóru báðar á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala. Þrír menn hafa verið handteknir vegna rannsókna á málunum eftir að stúlkurnar gátu lýst þeim sem gerendum. Þeir voru yfirheyrð- ir en sleppt að því loknu. Rann- sókn er enn í fullum gangi og yfir- heyrslur vitna standa yfir. Hvað varðar heimilisofbeldis- málin var bæði um sambýlisfólk og hjón að ræða. Tvær konur urðu fyrir árás af hálfu maka. Börn voru á báðum heimilunum og saga um langvarandi ofbeldi í báðum tilvikum. Í þriðja málinu var um konu að ræða sem stakk kærasta sinn með hnífi. Hann hlaut skurði en særðist ekki alvarlega. Í öllum tilvikum var um ölvun eða fíkni- efnaneyslu að ræða. Engin börn voru á síðastnefnda heimilinu. Fólkið sem um ræðir er allt milli tvítugs og þrítugs. „Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuð borgar svæðinu. Hann bætir við að ekki sé hægt að fullyrða að meira sé um slíkt í ár heldur en endranær. Til þess þyrfti að bera saman tölulegar upplýsingar milli ára. Geir Jón segir að sprenging hafi orðið á miðnætti annars dags jóla þegar skemmtistaðir voru opnað- ir. Ölvun hafi verið talsverð, mikið um ónæði í heimahúsum og fleiri tilvik sem lögregla hafi átt fullt í fangi með að sinna. „Við erum alltaf að biðja fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr og huga að börnunum og jólahá- tíðinni,“ undirstrikar Geir Jón. „En það eru alltaf einhverjir sem telja sig ekki geta sleppt úr helgi eða öðrum frítíma í því sambandi og jólin eru ekki helgari en aðrir tímar ársins fyrir þessum hópi.“ jss@frettabladid.is SKOTÁRÁS Sex menn voru handteknir á aðfangadag eftir að gerð hafði verið skotárás á heimili í Bústaðahverfi. Fjórir þeirra sitja nú í gæsluvarðhaldi. MYND/STÖÐ 2 Nauðganir og ofbeldi á jólum Tvær nauðganir og þrjú heimilisofbeldismál voru kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir jóla- dagana. Í einu málanna var hnífi beitt. Yfirlögreglu- þjónn biður fólk að huga að börnum yfir hátíðarnar. Það kemur því miður allt of oft fyrir að lögregla er kölluð til vegna ófriðar á heimili. GEIR JÓN ÞÓRISSON YFIRLÖGREGLUÞJÓNN NOREGUR 31 morð hefur verið framið í Noregi það sem af er ári, að því er fram kemur í úttekt á vef Aftenposten. Þar segir einnig að eingöngu eitt morðanna sé óupplýst og að í lang- flestum tilfellum, í öllum nema tveimur, hafi fórnarlömbin þekkt banamann sinn. Ekki eru óvenjulega mörg morð þetta árið í Noregi og þau eru til- tölulega fá í samanburði við önnur lönd. Morðin 31 samsvara um 0,6 morðum á hverja 100.000 íbúa, en í samanburði við það eru framin 0,9 morð á 100.000 íbúa í Svíþjóð og 5,2 í Bandaríkjunum. Mest sláandi var hinn hryllilegi atburður sem átti sér stað í haust þegar rúmlega fertugur karlmaður drap eiginkonu sína og þrjár dætur áður en hann svipti sig lífi. - þj 31 morð framið í Noregi það sem af er árinu 2010: Flest fórnarlömbin þekktu morðingjann

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.