Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 47
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2010 Valdatími Framsóknarflokks og Sjálf- stæðis flokks er liðinn og ólíklegt að hann komi aftur. Flokkarnir klóra í bakkann í dauðateygjum sem geta tekið nokkur ár, að mati Guðmundar Ólafssonar, lektors í viðskiptadeild Háskóla Íslands. Guðmundur segir margt líkt með eftir- mála hrunsins hér og í gömlu Sovétríkj- unum eftir fall kommúnismans í kringum 1991. „Þetta er breytingaskeið sem við vitum ekki hvernig endar. En ástandið verður samt örugglega ekki eins og það var. Ég held satt best að segja að Fram- sóknarflokkur og sennilega Sjálfstæðis- flokkur sömuleiðis nái aldrei aftur völdum. Eitthvað alveg nýtt mun koma upp úr þessu,“ segir hann og rifjar upp að í Sovétríkjunum hafi það tekið nokkur ár fyrir valdablokkir að leysast upp og nýjar að verða til. Guðmundur bendir á að síðastliðin tuttugu ár hafi tvö helstu stjórnmála- kerfi mannsandans orðið gjaldþrota. Í tilviki Sjálfstæðisflokksins sé það ný- frjálshyggjan sem hafi steytt á skeri. Hann telur völdin í viðskiptalífinu liggja hjá kvótaeigendum. „Sjávar- útvegurinn er eina valdablokkin sem hefur völd í gegnum fjármagnið. Hann hefur sterka stöðu að óbreyttu. En kvótaeigendur mega búast við því að tapa völdum ef þeir halda áfram að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki víst að hann komist aftur til valda. Og þótt hann komist til valda er ekkert víst að hann verði einráður aftur,“ segir Guðmundur og bætir við að flokkurinn í dag sé veikur bakhjarl. Kvótaeigendur verði að leita á önnur mið. 2010 „Það er greinilegt að völdin hafa færst í auknum mæli til stjórnvalda. Sumir ráð- herrar hafa kennt forsvarsmönnum í við- skipta- og atvinnulífi um það hvernig fór og eru óhræddir við að halda þeirri skoð- un á lofti og sýna hver hefur valdið,“ segir Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður lyfsölufyrirtækisins Vistor og varamaður í stjórn Viðskiptaráðs Íslands. Hreggviður segir stjórnvöld hafa verið dugleg að skammast út í viðskiptalífið og minnist þess að á síðustu tveimur þingum Viðskiptaráðs hafi Jóhanna Sigurðar dóttir forsætisráðherra stigið í pontu og lesið yfir mönnum pistilinn eins og þar væru allir á sakabekk. „Stóru skilaboðin frá stjórnvöldum eru þau að viðskiptalífið hafi misfarið með vald sitt, því sé um að kenna hvernig komið sé fyrir efnahagslífinu og stjórnvöld ætli að sjá til þess að það gerist ekki aftur,“ segir hann og bendir á að stjórnvöld séu óhrædd við að beita valdi sínu, jafnvel þótt það sé þvert á ráðgjöf fagaðila. Slíkt sé greinilegt í uppstokkun sjávarútvegsráðherra á fisk- veiðistjórnunarkerfinu þótt það sé ekki talið skynsamlegt út frá þjóðhagkvæmnissjónar- miðum. „Það má nefna önnur dæmi eins og um- ræðuna um Magma og HS Orku þar sem ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn hafa talað mjög frjálslega um að beita valdi til að ná fram niðurstöðu í það mál sem samræm- ist þeirra pólitísku skoðunum,“ segir hann. „Framganga þessarar ríkisstjórnar sýnir að menn ætla að nota vald sitt og beita því,“ segir Hreggviður og bendir á að nýtt frumvarp um breytingar á lögum um opinber innkaup sé dæmi um aukin ríkiafskipti sem berlega muni hafa áhrif á afkomu fjölda fyrirtækja og atvinnuöryggi fólks sem hjá þeim vinnur. „Þetta er ekki leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins í gang, það er að segja að draga tennurnar úr einkageiranum og auka ríkisafskipti.“ HREGGVIÐUR JÓNSSON Stjórnvöld hafa hrifsað völdin af viðskiptalífinu Framganga ríkisstjórnarinnar sýnir að menn ætla að nota vald sitt og beita því, segir forstjóri Vistor. Viðskiptablokkirnar sem tröllriðu samfé- laginu í áratug fyrir efnahagshrunið eru fallnar og arftakar þeirra að taka við. „Við verðum í millibilsástandi þangað til fjárhagsleg endurskipulagning hinna ýmsu fyrirtækja verður lokið. Þangað til munu fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir verða fyrirferðamikil í viðskiptalífi og hið opin- bera leika stærra hlutverk en áður,“ segir Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- fræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra. Gylfi tók virkan þátt í endurreisnarstarf- inu eftir bankahrunið, var annar tveggja ráðherra utan þings sem settust í ráðherrastól í bráðabirgðastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í febrúar í fyrra nokkrum dögum eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar liðaðist í sundur í kjölfar þess að Björgvin G. Sigurðsson, forveri Gylfa, vék forstjóra Fjármálaeftirlitsins frá störfum og sagði sjálfur af sér. Gylfi stóð upp úr stólnum í september síðastliðnum og hefur nú snúið aftur í háskólann. Ráðherrann fyrrverandi segir að þótt svo virðist sem fátt hafi breyst í við- skiptalífinu sé raunin önnur. „Þeir sem stjórnuðu gömlu viðskiptablokkunum fóru með þeim. Þótt sum fyrirtækin líti svipað út og áður eru oftar en ekki komnir nýir eigendur og stjórnendur,“ segir Gylfi og reiknar með að þegar rykið eftir efnahagshrunið setjist muni breytingin í viðskiptalífinu koma í ljós. „Við erum ekki enn komin á endastöð með það,“ segir hann. Gömlu valdablokkirnar heyra sögunni til Millibilsástand mun ríkja þar til fjárhagslegri endurskipu- lagningu fyrirtækja lýkur, segir fyrrverandi ráðherra. GYLFI MAGNÚSSON „Völdin liggja hjá bönkunum, sem hafa leyst til sín mikið af fyrirtækjum. Þar virð- ast hlutirnir sitja fastir. Það er viðskipta- lífinu ekki til framdráttar,“ segir Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá verð- bréfafyrirtækinu Auði Capital. Þóranna bendir á að mörg fyrirtæki glími við erfiða skuldsetningu. Leggja þurfi mörgum fyrirtækjum til nýtt hlutafé og kröfuhafar þeirra að færa skuldir niður. Bankarnir eru tregir til þess, að sögn Þór- önnu. „Mjög fáir ráða við að greiða bönkunum að fullu eða taka við rekstri fyrirtækja með þeirri skuldsetningu sem á þeim hvílir. Því kjósa bankarnir frekar að halda í fyrirtækin en að losa sig við þau,“ segir Þóranna og bætir við að í sumum til- vikum hafi bankarnir byggt upp starfsemi í kringum eignarhaldið. Slíkt sé ekki jákvætt enda tefji það fyrir endurreisninni. Þóranna segir bankana ekki heppilega fyrirtækjaeigendur. Vandinn sé sá að engin eiginleg samkeppni sé á bankamarkaði. Við slíkar aðstæður hreyf- ist allt hægt. Hún segir lífeyrissjóðina í lykilstöðu, þeir séu meðal fárra sem ráði yfir nægilegu fjármagni nú um stundir til að koma atvinnulífinu af stað. „Lífeyrissjóðir eru í einstakri stöðu til að knýja á um bættar áherslur í við- skiptalífinu með því að skýrar kröfur til arðsemi fjárfestinga, til þeirra sem fara fyrir fé og leggi áherslu á gagnsæi, góða stjórnarhætti og gott við- skiptasiðferði. Mörg fyrirtæki eru nú þegar að taka frumkvæði í þessum efnum og því eru tækifærin til staðar,“ segir hún. ÞÓRANNA JÓNSDÓTTIR Bankarnir eru með of mikil völd Fjárfestar halda að sér höndum á meðan bankarnir afskrifa ekki skuldir fyrirtækja, segir framkvæmdastjóri. Á sama tíma og menntun kvenna hefur aukist frá 1999 er uppskera þeirra ekki í samræmi við uppskeru karla með með sömu menntun. Staða kvenna í viðskipta- lífinu hefur lítið breyst eftir hrun. Dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir fjölgun kvenforstjóra á árunum 2004 til 2008 aðallega vegna tilkomu nýrra fyrirtækja. „Þær eru ekki að ganga inn í fyrirtækin. Það er þvert á fullyrðingar þess efnis að karllæg gildi hafi hrunið í fjármálakrepp- unni. Hin karllægu völd lifa áfram,“ segir Þorgerður, sem kyngreindi hrunið eftir útkomu rannsóknarskýrslu Alþingis um bankahrunið í vor með Gyðu Margréti Pétursdóttur. Þær drógu þá ályktun af skýrslunni að innan íslenskra fjármálageirans hefðu öll aðalhlutverkin verið í höndum karla. Sárafáar konur hefðu skipt máli. Ætti að koma í veg fyrir annað hrun yrðu stjórnvöld að fylgjast með því að fyrirtæki færu að lögum um kynjahlutfall í stjórnum hlutafélaga og hug- uðu að beitingu viðurlaga við brotum á þeim. Fyrir þessu telja þær bæði vera réttlætisrök og nytjarök þar sem fyrirtæki með kynjablönduðum stjórnum skili betri arðsemi en fyrirtæki með einsleitum stjórnum. Þorgerður bendir á að þótt konum hafi fjölgað í viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands á síðastliðnum tíu til fimmtán árum, þær séu nú um og yfir helmingur nemenda, bendi lítið til að menntunin hafi skilað þeim áhrifa- stöðum í atvinnulífinu í svipuðum mæli og körlum. Þetta kemur sömuleiðis skýrt fram í niðurstöðum samnorrænnar könnun- ar Norðurlandaráðs um stöðu kvenna í atvinnulífinu og samstarfssamnings Creditinfo og nokkurra íslenskra aðila, þar á meðal Félags kvenna í atvinnu- rekstri. Í fyrri skýrslunni kemur fram að kvenforstjórar voru í fimmtán fyrirtækjum af hverjum hundrað hér árið 1999 en nítján af hundrað árið 2008. Þetta er fjögurra prósentustiga aukning á níu ára tímabili. Svipuð breyting varð á fjölda kvenna í stjórnum fyrirtækja. Þorgerður segir þetta nánast kyrrstöðu og bendir á að hrunið hafi ekki orðið til að auka hlut kvenna í atvinnulífinu líkt og vonir stóðu til. Þótt konum hafi fjölgað með auknu fylgi félagshyggjuflokka eftir hrun sé atvinnulífið aftar á merinni. Konur virðist ekki eiga greiða leið inn í fyrirtæki þar sem karlar séu fyrir. GUÐMUNDUR ÓLAFSSON Karlar eru enn við völd í viðskiptalífinu Þrátt fyrir að fleiri konur mennti sig í viðskiptafræðum eru dyr atvinnulífsins þeim enn lokaðar. Huga verður betur að kynjahlutföllum í stjórnum fyrirtækja. Völdin hjá sjávarútveginum Gömlu valdablokkirnar eru í dauðateygjunum. Nokkur ár tekur fyrir nýjar að verða til, segir lektor við viðskiptafræði- deild Háskóla Íslands. LOKKIR FALLA þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við mmála um að valdablokkirnar hafi að runið til grunna með falli bankanna og sins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu m árin hafi tapað gífurlegum fjármun- ni að því hörðum höndum að halda því m eftir standi á meðan aðrir séu undir yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá luti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki r vært hér á landi og farið utan. viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki máli um það hvar völdin liggi í dag r sammála um að rykið hafi enn ekki r hrunið, fulltrúar fyrrverandi valda- klóri í bakkann en muni líklega ekki indi sem erfiði. Vald þeirra heyri til m sé að líða undir lok og að nýir vald- uni taka við. Hverjir það verði sé ekki segja. u rísa DR. ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR Stóru skilaboðin frá stjórnvöldum eru þau að viðskiptalífið hafi misfarið með vald sitt, því sé um að kenna hvernig komið sé fyrir efna- hagslífinu og stjórn- völd ætli að sjá til þess að það gerist ekki aftur. Á L I T
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.