Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 45
Áramótaheit nú til dags snúa flest að holdafari og lifnaðarháttum en fyrr á öldum var algeng- ara að þau snerust um að skila verkfærum sem höfðu verið fengin að láni hjá nágrönnum á árinu. Hugarfarið að baki er þó hið sama en áramótaheit fjalla um að bæta sig á einhvern hátt og ná persónulegum árangri sem hefur ekki náðst fyrr. Fjöldinn allur af erlendum ferða- mönnum kýs að verja áramótunum hérlendis. Flugeldar og norðurljós spila þar stórt hlutverk, sem og fjölskyldutengsl og gamlir vinir. Kathrin Troche er ein þeirra sem hingað eru komin til að verða vitni að stórskotaárásinni. „Ég las það einhvers staðar að Íslendingar skjóti upp 600 tonnum af flugeldum yfir áramótin og ég hlakka mjög til að sjá hvernig það fer fram,“ segir Kathrin Troche, sem hingað er komin frá Þýska- landi. „Mér stóð reyndar til boða að fara í sumarbústað á gamlárs- kvöld en ég sagði nei takk. Ég vil ómögulega missa af flugeldasýn- ingunni í borginni. Ég hef heyrt ýmsar sögur og langar að sjá hvort þær eru sannar“ Kathrin er vön því að eyða ára- mótunum erlendis. Meðal áfanga- staða þar sem nýja árið hefur verið talið inn eru Barcelona, New York, Berlín og smáþorp í Pýreneafjöll- unum. „Þar vorum við, hópur fólks, sem kynntist í skiptinámi í Montr- éal í Kanada fyrir mörgum árum. Þar á meðal var einn Íslendingur og við höfum alltaf haldið sam- bandi síðan. Þetta verða því önnur áramótin þar sem ég heyri íslensku en síðast söng hann íslenska þjóð- sönginn á slaginu tólf.“ Kathrin var svo að velta fyrir sér hvert hún ætti að fara þessi áramót, og var spánska ströndin efst á lista. „Svo var ég eitthvað að hanga á Facebook og byrjaði að spjalla við þennan íslenska vin minn. Hann stakk upp á því að ég kæmi bara til Íslands. Í einhverju stundarbrjálæði fann ég flug á viðráðanlegu verði gegnum Hels- inki og sló til,“ segir Kathrin. „Svo held ég að það sé hlýrra hér nú en á Spáni svo ég er þegar ánægð með valið.“ Gamlárskvöldinu sjálfu eyðir Kathrin með öðrum vegalausum ferðalöngum. „Vinur minn redd- aði mér gistingu hjá vini sínum í miðbænum og deili ég herbergi með Tuma naggrís í góðu yfirlæti. Gestgjafi minn ætlar svo að halda matarboð fyrir mig og nokkra aðra ferðamenn og einhverja sem ekki eiga fjölskyldu í borginni á gaml- árskvöld,“ segir Kathrin. „Svo þegar klukkan hefur slegið tólf hefst eitthvert veisluflakk og ég hlakka mjög til að skála í kampa- víni undir himni sem lýstur er upp af 600 tonnum af flugeldum.“ tryggvi@frettabladid.is Sex hundruð tonn af flugeldum Kathrin Troche stóð frammi fyrir því að velja á milli áramóta á Spáni eða á Íslandi. Á endanum varð Ísland fyrir valinu og sér Kathrin ekki eftir því, enda hlýrra hér en þar. Hún dvelur nú í góðu yfirlæti í miðbæ Reykjavíkur ásamt herbergisfélaga sínum, naggrísnum Tuma. Kathrin velur oft að ferðast yfir áramót og hefur meðal annars tekið á móti nýju ári í Pýreneafjöllunum á draugalegu ættaróðali þar sem einu íbúarnir voru gömul kona og þunglyndur hundur. fréttablaðið/stefán Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is GLÆSILEGT UNDIR ÁRAMÓTADRESSIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.