Fréttablaðið - 29.12.2010, Page 45

Fréttablaðið - 29.12.2010, Page 45
Áramótaheit nú til dags snúa flest að holdafari og lifnaðarháttum en fyrr á öldum var algeng- ara að þau snerust um að skila verkfærum sem höfðu verið fengin að láni hjá nágrönnum á árinu. Hugarfarið að baki er þó hið sama en áramótaheit fjalla um að bæta sig á einhvern hátt og ná persónulegum árangri sem hefur ekki náðst fyrr. Fjöldinn allur af erlendum ferða- mönnum kýs að verja áramótunum hérlendis. Flugeldar og norðurljós spila þar stórt hlutverk, sem og fjölskyldutengsl og gamlir vinir. Kathrin Troche er ein þeirra sem hingað eru komin til að verða vitni að stórskotaárásinni. „Ég las það einhvers staðar að Íslendingar skjóti upp 600 tonnum af flugeldum yfir áramótin og ég hlakka mjög til að sjá hvernig það fer fram,“ segir Kathrin Troche, sem hingað er komin frá Þýska- landi. „Mér stóð reyndar til boða að fara í sumarbústað á gamlárs- kvöld en ég sagði nei takk. Ég vil ómögulega missa af flugeldasýn- ingunni í borginni. Ég hef heyrt ýmsar sögur og langar að sjá hvort þær eru sannar“ Kathrin er vön því að eyða ára- mótunum erlendis. Meðal áfanga- staða þar sem nýja árið hefur verið talið inn eru Barcelona, New York, Berlín og smáþorp í Pýreneafjöll- unum. „Þar vorum við, hópur fólks, sem kynntist í skiptinámi í Montr- éal í Kanada fyrir mörgum árum. Þar á meðal var einn Íslendingur og við höfum alltaf haldið sam- bandi síðan. Þetta verða því önnur áramótin þar sem ég heyri íslensku en síðast söng hann íslenska þjóð- sönginn á slaginu tólf.“ Kathrin var svo að velta fyrir sér hvert hún ætti að fara þessi áramót, og var spánska ströndin efst á lista. „Svo var ég eitthvað að hanga á Facebook og byrjaði að spjalla við þennan íslenska vin minn. Hann stakk upp á því að ég kæmi bara til Íslands. Í einhverju stundarbrjálæði fann ég flug á viðráðanlegu verði gegnum Hels- inki og sló til,“ segir Kathrin. „Svo held ég að það sé hlýrra hér nú en á Spáni svo ég er þegar ánægð með valið.“ Gamlárskvöldinu sjálfu eyðir Kathrin með öðrum vegalausum ferðalöngum. „Vinur minn redd- aði mér gistingu hjá vini sínum í miðbænum og deili ég herbergi með Tuma naggrís í góðu yfirlæti. Gestgjafi minn ætlar svo að halda matarboð fyrir mig og nokkra aðra ferðamenn og einhverja sem ekki eiga fjölskyldu í borginni á gaml- árskvöld,“ segir Kathrin. „Svo þegar klukkan hefur slegið tólf hefst eitthvert veisluflakk og ég hlakka mjög til að skála í kampa- víni undir himni sem lýstur er upp af 600 tonnum af flugeldum.“ tryggvi@frettabladid.is Sex hundruð tonn af flugeldum Kathrin Troche stóð frammi fyrir því að velja á milli áramóta á Spáni eða á Íslandi. Á endanum varð Ísland fyrir valinu og sér Kathrin ekki eftir því, enda hlýrra hér en þar. Hún dvelur nú í góðu yfirlæti í miðbæ Reykjavíkur ásamt herbergisfélaga sínum, naggrísnum Tuma. Kathrin velur oft að ferðast yfir áramót og hefur meðal annars tekið á móti nýju ári í Pýreneafjöllunum á draugalegu ættaróðali þar sem einu íbúarnir voru gömul kona og þunglyndur hundur. fréttablaðið/stefán Laugavegi 178 - Sími: 551 3366 Opið mán.-fös. 10-18. Lau. 10-14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is GLÆSILEGT UNDIR ÁRAMÓTADRESSIÐ

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.