Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 28
MARKAÐURINN 29. DESEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR2 A Ð R I R S E M N E F N D I R V O R U Margir komu fyrir í fyrsta og öðru vali dóm- nefndar og hlutu stig í samræmi við það. Þeir eru eftirtaldir í stafrófsröð: 4.-13. sæti Árni Samúelsson stofnandi Sam-bíóanna Birkir Guðnason forstjóri Icelandair Björn Lárus Örvar forstjóri ORF Líftækni Inga María Guðmundsdóttir stofnandi Dressupgames.com Halla Tómasdóttir stjórnarformaður Auðar Capital Jón Sigurðsson forstjóri Össurar Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital Ross Beaty forstjóri Magma Energy Simmi og Jói stofnendur Hamborgarafabrikkunnar Vilborg Einarsdóttir stofnandi og framkvæmdastjóri Mentor 14.-19. sæti Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka Jónsi tónlistarmaður og söngvari Sigur Rósar Ólafur Torfason hótelstjóri Reykjavík Hotels Sigrún Lilja Guðjónsdóttir stofnandi Gyðja Collection Stefán Hrafnkelsson forstjóri Betware Theo Hoen forstjóri Marel 20.-24. sæti Gestur G. Gestsson forstjóri Skýrr Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík og stofnandi Besta flokksins Róbert Wessman forstjóri Alvogen Skúli Gunnar Sigfússon stofnandi og eigandi Subway-keðjunnar Skúli Mogensen fjárfestir Alls voru 24 einstaklingar tilnefndir í flokk þeirra sem þóttu hafa skarað fram úr í viðskiptalífinu á árinu sem er að líða. Dómnefndin var skipuð þrett- án einstaklingum sem snerta við- skiptalífið með einum eða öðrum hætti, háskólakennarar eða stjórnendur í atvinnulífinu. Hún hafði frjálsar hendur um val bæði þeirra sem hún taldi hafa skar- að fram úr á árinu auk bestu og verstu viðskipta ársins. Hver átti að tilnefna þrjá sem hann taldi hafa staðið upp úr. Sá sem fyrst- ur varð fyrir valinu fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt. Erfitt ár í viðskiptalífinu í skugga gjaldeyrishafta, fjár- hagslegrar endurskipulagningar og varhugur samfélagsins gagn- vart þeim sem standa upp úr endurspeglast í vali dómnefndar Markaðarins. Undantekning var ef tveir úr dómnefnd tilnefndu sama einstaklinginn, hvað þá að þeir settu viðkomandi í fyrsta sæti í vali sínu. Hér er gerð grein fyrir þeim sem dómnefnd Markaðarins til- nefndi fyrir afrek sín á sviði við- skiptalífsins á árinu. 1. SÆTI: LEE C. BUCHHEIT Lee C. Buchheit, formaður íslensku Icesave-samninganefndar innar, var af álitsgjöfum Markaðar ins talinn sá einstaklingur sem hefði mestu áorkað fyrir íslenskt við- skiptalíf á árinu. Samninganefnd- in, undir forystu Buchheit, kynnti nýtt samkomulag í Icesave- deilunni í byrjun desember sem þótti mun hagstæðara fyrir þjóð- ina en fyrri samningar. 2. SÆTI: HILMAR V. PÉTURSSON Hilmar V. Pétursson hefur síðast- liðin sex ár verið forstjóri tölvu- leikjaframleiðandans CCP sem á og rekur fjölþátttökuleikinn EVE Online, sem sló met í hittifyrra þegar áskrifendur urðu 320 þús- und talsins, eða rúmlega allir Ís- lendingar. Fyrirtækið var stofn- að árið 1997 og þekkja þeir sem starfað hafa hjá fyrirtækinu frá upphafi hvað það þýðir að eiga við krefjandi aðstæður að etja. Hilmar er þar á meðal. CCP rekur skrif- stofur í Bandaríkjunum, Bretlandi og í Kína og er með nokkra leiki í smíðum, þar á meðal skotleikinn Dust 514, sem sagður er valda bylt- ingu í tölvuleikjageiranum. Hilmar var maður ársins í viðskiptalífinu í fyrra ásamt Jóni Sigurðssyni , forstjóra stoðtækjafyrirtækis ins Össurar. Um Hilmar sagði einn í dóm- nefnd Markaðarins: „Þeir eru fáir sem átta sig á því hvað CCP er að gera ótrúlega hluti. EVE Online er einstakt fyrirtæki í leikjaheimin- um. Áskriftartekjurnar mala gull fyrir fyrirtækið. Hilmar og félag- ar tefla samt djarft og allur ágóði rennur í þróun næstu leikja og í hraðan vöxt. Þrautseigjan við að koma fyrirtækin á þann stað sem það er á núna er aðdáunarverð og gefur góð fyrirheit um framtíð- ina.“ 3. SÆTI: JÓN Á. ÞORSTEINS SON Marorka hefur síðastliðin tólf ár unnið að þróun og framleiðslu á orkustjórnunarkerfi fyrir skip með það að marki að draga úr olíunotkun skipa og þar með eldsneytiskostnaði og meng- un. Hugmyndin að fyrirtækinu spratt upp úr doktorsverkefni stofnandans og framkvæmda- stjórans Jóns Ágústs Þorsteins- sonar þegar hann var við námi í vélaverkfræði við Álaborgar- háskóla. Kerfi Marorku hafa verið sett upp í skip af ýmsum stærðum og gerðum. Fyrirtæk- ið hefur vaxið hægt og bítandi. Einn í dómnefnd Markaðarins telur fyrirtækið geta vaxið frek- ar á næstu árum í takt við hækk- andi orkuverð. Margt er fram undan hjá Mar- orku en Jón Ágúst greindi frá því í maí að fyrirtækið stefndi að skráningu á First North-hliðar- markaðinn hér og í Ósló í Noregi í mars á næsta ári. Gangi það eftir verður skráning fyrirtækisins sú fyrsta hér síðan Skipti, móður- félag Símans, var skráð á markað í Kauphöllina 19. mars 2008. Ríkið áberandi í viðskiptum Margir voru nefndir þegar dómnefnd Markaðarins valdi mann viðskiptalífsins. Fjármálakerfið er nær allt á hendi skilanefnda, ríkis eða lífeyrissjóða og hagkerfið í gjaldeyrishöftum. Þetta umhverfi endur- speglaðist í vali á manni viðskiptalífsins. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði val nefndarinnar. FRAMÁMENN Í ÍSLENSKU VIÐSKIPTALÍFI HÖFÐU EKKI ROÐ VIÐ BUCHHEIT Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, og Hilmar Veigar Péturssson, forstjóri CCP. M A Ð U R Á R S I N S Í V I Ð S K I P TA L Í F I N U 2 0 1 0 2010 L E E C . B U C H H E I T Lee C. Buchheit var svo sannarlega ekki á hvers manns vörum á Íslandi í upphafi ársins 2010. Alþingi hafði nýlokið við að samþykkja samning um lausn á Icesave- deilunni sem mikil andstaða var við í þjóð- félaginu. Hinn 5. janúar neitaði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að skrifa undir samninginn og vísaði honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar var samn- ingnum hafnað og lausn á Icesave-málinu virtist í kjölfarið eins fjarlæg og nokkru sinni. Það var inn í þessa atburðarás sem þessi hógværi bandaríski lögmaður gekk í febrúar síðastliðnum. Buchheit hafði fylgst vel með fram- vindu Icesave-deilunnar frá því að hann kom hingað til lands í boði stjórnvalda í desember 2008. Hann hefur gert skulda- mál þjóðríkja að ævistarfi sínu og fannst Icesave-málið strax frá upphafi áhugavert vegna þeirra starfa. Buchheit var fenginn til að leiða nýja samninganefnd Íslands í deilunni í febrúar og eftir því sem árið leið bárust reglulega fréttir af fundum í London en enginn vissi í raun hvað var að eiga sér stað í samningaviðræðunum. Í byrjun desember kynnti nefndin svo niður- stöður viðræðanna og hlaut í kjölfarið lof úr öllum kimum samfélagsins. Samning- urinn sem nefndin kom með til Íslands var langtum hagstæðari en fyrri samningar og gaf þjóðinni von um að loks sæi fyrir endann á þessari langvinnu deilu. Þessi árangur samninganefndarinnar undir forystu Buchheits þótti svo góður að þó að hann sé strangt til tekið ekki þátt- takandi í íslensku viðskiptalífi fannst álitsgjöfum Fréttablaðsins hann engu að síður vera sá einstaklingur sem hefði mestu áorkað fyrir íslenskt viðskiptalíf. Þegar Fréttablaðið hafði samband við Buchheit vegna útnefningarinnar sagð- ist hann djúpt snortinn. Það væri þó rangt að útnefna sig sem einstakling þar sem hann hefði ekki veitt nefndinni eiginlega forystu, nefndin í heild sinni ætti útnefn- inguna heldur skilda. LEE BUCHHEIT Formaður íslensku Icesave-samninganefndarinnar á stóran þátt í að landa samningi sem gæti höggvið á skuldahlekki þjóðarinnar um árabil – það er að segja ef allar forsendur ganga eftir. MARKAÐURINN/ANTON Eldklár en lítillátur lögmaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.