Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 29. desember 2010
Það hriktir í stoðum þeirrar ríkisstjórnar sem ég hef
beðið hvað lengst eftir að sjá á
Íslandi. Hví skyldi svo vera?
Ein aðalástæðan er sú að VG
keypti Samfylkinguna of dýru
verði – seldi sannfæringu sína
í ESB-málinu og þarf svo aftur
að selja sjávarútvegsstefnu sína
gagnvart íhaldinu, til þess að
eiga möguleika á að ganga frá
Ísseifsmálinu.
Pólitík gengur hins vegar
– annars staðar en í einræðis-
ríkjum – út á málamiðlanir.
Þetta skekur ekki bara ríkis-
stjórnina, heldur virðist sem VG
geti klofnað í tvær fylkingar.
Munurinn á þessum klofningi og
þegar Alþýðubandalagið klofnaði
er sá að nú eru þetta málefnaá-
rekstrar en í hinu tilvikinu per-
sónulegt skítkast á báða bóga.
VG stendur frammi fyrir
því að verða lítill samstilltur
stjórnar andstöðuflokkur um
ókomna framtíð eða stór lítt
samstilltur flokkur sem gæti
komist í stjórn öðru hvoru og
haft áhrif.
Innan VG eru tveir mjög svo
hæfir forystumenn. Saman
unnu þeir að stofnun flokksins.
Annar er formaður en hinn ekki.
Ef flokkurinn á ekki að klofna
þurfa þeir að finna pólitískan
samnefnara – nýjan formann
sem báðar fylkingar gætu sætt
sig við. Sveigjanlegan samn-
ingamann sem þó getur haldið
uppi þeim aga sem þarf að vera í
hópsamstarfi.
Oft og mikið er vitnað þessa
dagana í „eigin sannfæringu“
þingmanna. Það gleymist hins
vegar alltaf að „eigin sannfær-
ing“ er ekki bara til staðar hjá
annarri fylkingunni – heldur
báðum – og þess vegna þurfa
menn einmitt að leita málamiðl-
ana.
Upphlaup
Þessi sprenging sem varð innan
þingflokksins er illa tímasett
með tilliti til hagsmuna þjóðar-
innar. Menn hefðu átt að einsetja
sér að klára Ísseif áður en til
uppgjörs kæmi. Það er nokkuð
ljóst að lengra verður ekki náð
með samningum í því máli.
Er þessi uppákoma þá alvond?
Nei – ef það verður á endanum
til þess að fella núverandi ríkis-
stjórn, er það gott að mínu mati.
Núverandi ríkisstjórn hefur
miðað við aðstæður staðið sig
nokkuð vel í tiltektinni í rústun-
um.Hins vegar, þegar að upp-
byggingu kemur, og endurreisn
hefst, blasir við, að vinstrimenn
– upp til hópa – hafa nákvæm-
lega engan skilning á því með
hvaða hætti verðmætasköpun
verður til. Þessi ríkisstjórn er
komin á endastöð og nú eiga
leiðir að skilja.
Tóm steypa
Hvaða hugmyndafræði notar
núverandi ríkisstjórn til
atvinnuuppbyggingar? Hún heit-
ir sement og sandur. Frá því að
menn skriðu út úr torfkofunum
og fram á daginn í dag hafa
Íslendingar verið að steypa. Þeir
bændur sem áttu hesthús í sveit-
inni og fluttu á „mölina“ steyptu
sér jafnvel hús yfir arftaka
hestsins – bílinn. Er vinstrimenn
náðu borginni úr höndum íhalds-
ins margfaldaðist flatarmál
skólahúsnæðis í Reykjavík. Ein
fyrsta ákvörðun núverandi ríkis-
stjórnar var að heiðra Björgólf
með því að steypa monthýsi
niðri við höfn fyrir 40 milljarða,
auk milljarðs í árlegan rekstrar-
kostnað. Á sama tíma er boð-
aður skertur námstími í öllum
menntastofnunum landsins, og
hvað mestur í grunnskólum –
bein afleiðing alsherjar steypu-
fyllerís.
Það á að steypa spítala fyrir
70 milljarða og greiða 3 millj-
arða í leigu árlega næstu 40 árin
einungis svo sjúklingar heyri
ekki hroturnar hver í öðrum og
geti verið á einbýli. Á sama tíma
er ekki hægt að manna heil-
brigðisstofnanir með sómasam-
legum hætti vegna fjárskorts.
Það á að steypa vegi og bora
göt á fjöll til þess að nokkrir
bílstjórar fái vinnu í 2-3 ár.
40 milljarðar þar. Hvað svo?
Hálendisvegur þvert yfir landið
myndi þó vera öllu viturlegra
verkefni og auk þess skila veru-
legri arðsemi. Vaðlaheiðar-
borverkið er enn eitt dæmið
um kjördæmapot og spillingu.
Kostar 12-15 milljarða.
Endurreisn
Ef hætt væri við núverandi
vegagerðaráform og spítala-
byggingu og inneign ríkisins hjá
séreignarsjóðum tekin út væru
200 milljarðar lausir til nýsköp-
unar í atvinnulífi. Áhersla þarf
að vera á að framleiða annars
vegar vörur, sem ella þyrfti að
flytja inn, og hins vegar fram-
leiðsla á vörum til útflutnings.
Hér liggja t.d. gríðarleg tæki-
færi – ónýtt – í framleiðslu iðn-
aðarvara sem búnar eru til úr
hráefni því er áliðnaðurinn flyt-
ur úr landi. Auka smábátaútgerð
o.fl.
Til þess að koma þessari þjóð
aftur á lappirnar að nýju þarf
arðbæra framleiðslu í stað sífellt
aukinnar þjónustu. Þetta skilja
sjálfstæðismenn en þeir böðlast
hins vegar alltaf áfram – hirða
hagnaðinn en ríkisvæða skuld-
irnar. Því þurfum við nýja stjórn
sem er blanda af framsæknum
hægrimönnum og varfærnum
vinstrimönnum.
Næsta ríkisstjórn ætti að
mínu mati að vera skipuð þrem-
ur flokkum þ.e. Sjálfstæðis-
flokki, Vinstri grænum og
Hreyfingunni. Þessi stjórn ætti
að hafa það meginverkefni að
halda sjálfstæði þjóðarinnar,
endurreisa atvinnulífið og leysa
ágreining um auðlindir landsins.
Ég hef trú á að Styrmir Gunn-
arsson, Steingrímur og Þór
Saari ættu að vera færir um
að bræða þetta saman og koma
nýrri stjórn á koppinn sem fyrst.
Nýsköpunarstjórn
Stjórnmál
Teitur
Bergþórsson
kennari og félagi í VG
AF NETINU
Ábyrgð á Landeyjahöfn
Róbert Marshall var formaður stýrihóps um hönnun hafnarinnar sem ber
ábyrgð á þeim dýru mistökum sem gerð hafa verið. Ekki vafðist það fyrir
Róberti að skreyta sig persónulega í aðdraganda kosninga 2009 með því að
hann bæri ábyrgð á verkinu ásamt Elliða Vignissyni.
Núna þegar ljóst er að er höfnin er að fyllast enn og aftur af sandi og ekki
er lengur hægt að kenna um eldgosinu í Eyjafjallajökli, þá tekur Róbert upp
á því að vindhanast út í núverandi samgönguráðherra, með þeim orðum
að það skorti pólitíska forystu. Væri Róberti ekki nær að íhuga hvort að það
standi honum ekki nær að axla pólitíska ábyrgð á klúðrinu?
Sigurjon.blog.is Sigurjón Þórðarson
Þessi ríkisstjórn er
komin á endastöð
og nú eiga leiðir að skilja.