Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 66
38 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næst- aðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar. Kvikmynd Christophers Nolan, Inception, er mynd ársins 2010 samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og herðar yfir aðrar myndir og situr greinilega efst í minningu þeirra sem voru duglegir við kvikmynda- ferðir á árinu. Inception hafði verið lýst sem eins konar blöndu af James Bond og The Matrix áður en hún var frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi skotheldi kokkteill vakti strax áhuga fólks og myndin sló umsvifa- laust í gegn. Tæplega sextíu þús- und manns streymdu á mynd- ina í bíó og varð hún á endanum sú næstvinsælasta á árinu á eftir hinni ævintýralegu Avatar. Gagn- rýnendur tóku Inception einn- ig opnum örmum og meðal annars hlaut hún fullt hús stiga hér í Frétta- blaðinu, eða fimm stjörnur. Mörg- um þótti þetta best a my nd leikstjórans Christopher Nolan, sem tveimur árum áður hafði sent frá sér hina gríðarvel heppnuðu Batman- mynd The Dark Knight. Auk þess að leikstýra, skrif- aði Nolan handrit Inception og framleiddi hana. Í viðtölum vegna myndarinnar sagðist hann hafa vera upptekinn af draumum frá sextán ára aldri og vildi komast að því hvort hægt væri að stjórna því hvað færi um heilann í fólki á meðan það svæfi. Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu. Leonardo DiCaprio var í aðalhlut- verkinu sem Cobb sem braust inn í drauma fólks og fínir leikarar voru honum til halds og trausts, þar á meðal Ellen Page, Marion Cotill- ard og Tom Hardy. Niðurstaðan: Mynd ársins 2010. Aðrar kvikmyndir sem voru nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðs- ins var gamandramað The Kids Are All Right, hin ítalska Le quattro volte, eða Four Times, Dogtooth frá Grikklandi, Toy Story 3 og Black Swan með Natalie Portman í aðalhlutverki, sem reyndar verð- ur ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en í febrúar. Athygli vekur að „Face- book-myndin“ The Social Network hlaut ekkert atkvæði, sem kemur nokkuð á óvart miðað við þá frábæru dóma sem hún fékk eftir að hún var frumsýnd í haust. Líklegt má telja að hún, Inception og Black Swan verði í kapphlaupinu um Óskarsverð- launin þegar þau verða afhent í lok febrúar. freyr@frettabladid.is Álitsgjafar: Dögg Mósesdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Guðni Sigurðs- son, Hrönn Marinósdóttir, Ívar Guðmundsson, Jóhann Bjarni Kolbeinsson, Marteinn Þórs- son, Ragnhildur Magnús- dóttir, Roald Eyvindsson, Sindri Sindrason, Tómas Valgeirsson og Þórarinn Þórarinsson. Inception er mynd ársins INCEPTION Besta mynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Elton John pabbi í fyrsta sinn Breski ellismellurinn Elton John er orðinn pabbi í fyrsta sinn. Sonurinn, sem hefur verið gefið nafnið Zachary Jackson Levon Furnish-John, fæddist á jóladag en Elton og eiginmaður hans, David Furnish, nýttu sér stað- göngumóður. Vefsíða Usmagazine greindi fyrst frá fæðingunni og talsmaður Eltons staðfesti hana í kjöl- farið. Í yfirlýsingu sem þeir Elton og David sendu frá sér kom fram að Zachary væri heilbrigður og dafnaði vel og að þeir tveir væru yfir sig ánægðir á þessum sér- stöku tímamótum. Elizabeth Hurley var meðal þeirra sem óskuðu parinu fyrst til hamingju og sagðist hún ekki geta beðið eftir fyrsta knúsinu. David og Elton gengu í það heilaga árið 2005 en strákurinn þeirra kom í heiminn í Kaliforníu. Nafn staðgöngumömmunnar verður ekki gefið upp. PABBAR Zachary, sem kom í heiminn á jóladag, mun eiga tvo pabba, þá David Furnish og Elton John.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.