Fréttablaðið - 29.12.2010, Blaðsíða 66
38 29. desember 2010 MIÐVIKUDAGUR
Inception er besta
kvikmynd ársins að mati
álitsgjafa Fréttablaðsins.
Hún var einnig næst-
aðsóknarmesta myndin á
eftir stórvirkinu Avatar.
Kvikmynd Christophers Nolan,
Inception, er mynd ársins 2010
samkvæmt niðurstöðu álitsgjafa
Fréttablaðsins. Hún bar höfuð og
herðar yfir aðrar myndir og situr
greinilega efst í minningu þeirra
sem voru duglegir við kvikmynda-
ferðir á árinu.
Inception hafði verið lýst sem
eins konar blöndu af James Bond
og The Matrix áður en hún var
frumsýnd hérlendis í júlí. Þessi
skotheldi kokkteill vakti strax
áhuga fólks og myndin sló umsvifa-
laust í gegn. Tæplega sextíu þús-
und manns streymdu á mynd-
ina í bíó og varð hún á endanum
sú næstvinsælasta á árinu á eftir
hinni ævintýralegu Avatar. Gagn-
rýnendur tóku Inception einn-
ig opnum örmum og meðal
annars hlaut hún fullt
hús stiga hér í Frétta-
blaðinu, eða fimm
stjörnur. Mörg-
um þótti þetta
best a my nd
leikstjórans
Christopher
Nolan, sem
tveimur
árum áður
hafði sent frá
sér hina gríðarvel
heppnuðu Batman-
mynd The Dark
Knight. Auk þess
að leikstýra, skrif-
aði Nolan handrit
Inception og framleiddi hana. Í
viðtölum vegna myndarinnar
sagðist hann hafa vera upptekinn
af draumum frá sextán ára aldri
og vildi komast að því hvort hægt
væri að stjórna því hvað færi um
heilann í fólki á meðan það svæfi.
Leikaraliðið stóð vel fyrir sínu.
Leonardo DiCaprio var í aðalhlut-
verkinu sem Cobb sem braust inn í
drauma fólks og fínir leikarar voru
honum til halds og trausts, þar á
meðal Ellen Page, Marion Cotill-
ard og Tom Hardy. Niðurstaðan:
Mynd ársins 2010.
Aðrar kvikmyndir sem voru
nefndar af álitsgjöfum Fréttablaðs-
ins var gamandramað The Kids Are
All Right, hin ítalska Le quattro
volte, eða Four Times, Dogtooth
frá Grikklandi, Toy Story 3 og
Black Swan með Natalie Portman
í aðalhlutverki, sem reyndar verð-
ur ekki frumsýnd á Íslandi fyrr en
í febrúar. Athygli vekur að „Face-
book-myndin“ The Social Network
hlaut ekkert atkvæði, sem kemur
nokkuð á óvart miðað við þá
frábæru dóma sem hún fékk
eftir að hún var frumsýnd í
haust. Líklegt má telja að hún,
Inception og Black Swan verði
í kapphlaupinu um Óskarsverð-
launin þegar þau verða afhent
í lok febrúar.
freyr@frettabladid.is
Álitsgjafar: Dögg
Mósesdóttir, Freyr Gígja
Gunnarsson, Guðni Sigurðs-
son, Hrönn Marinósdóttir, Ívar
Guðmundsson, Jóhann Bjarni
Kolbeinsson, Marteinn Þórs-
son, Ragnhildur Magnús-
dóttir, Roald Eyvindsson,
Sindri Sindrason, Tómas
Valgeirsson og Þórarinn
Þórarinsson.
Inception er
mynd ársins
INCEPTION Besta mynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins.
Elton John pabbi í fyrsta sinn
Breski ellismellurinn Elton John er orðinn pabbi í fyrsta
sinn. Sonurinn, sem hefur verið gefið nafnið Zachary
Jackson Levon Furnish-John, fæddist á jóladag en Elton
og eiginmaður hans, David Furnish, nýttu sér stað-
göngumóður. Vefsíða Usmagazine greindi fyrst frá
fæðingunni og talsmaður Eltons staðfesti hana í kjöl-
farið. Í yfirlýsingu sem þeir Elton og David sendu frá
sér kom fram að Zachary væri heilbrigður og dafnaði
vel og að þeir tveir væru yfir sig ánægðir á þessum sér-
stöku tímamótum.
Elizabeth Hurley var meðal þeirra sem óskuðu parinu
fyrst til hamingju og sagðist hún ekki geta beðið eftir
fyrsta knúsinu. David og Elton gengu í það heilaga árið
2005 en strákurinn þeirra kom í heiminn í Kaliforníu.
Nafn staðgöngumömmunnar verður ekki gefið upp.
PABBAR Zachary, sem kom í heiminn á jóladag, mun
eiga tvo pabba, þá David Furnish og Elton John.