Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1906, Side 15

Sameiningin - 01.03.1906, Side 15
II sínu og huga. Vér ráöum lesendum vorum til aS íhuga þaS vandlega. Sökum þess, hve ákveðiS orðalag hans er þar, sök- um hinnar kyrrlátu alvöru og hins fagra anda, er þar birtist, er líklegt, að því verði skipað rúni framarlega meðal fyrirmyndar- Jþátta þeirra í bókmenntunum, sem snerta hið andlega líf. Þar kemr og fram svo lagað svar upp á heilbrigða og eðlilega krist- indómsáskoran, sem að ætlan vorri má hér eftir meir og meir búast við, einkum frá þeim, er heyra til þeim hluta mannfélags- ins, sem mest á í eigu sinni af menntan og siðfágan. Hin hrein- skilna játning, sem hér liggr fyrir, ber þess og skýran vott, að munrinn á Únitara-trú og kirkjulegum rétttrúnaði er ekki að eins fólginn í því, hve ólikr skilningr á persónu Krists er ráð- andi í þeim tveim frœðakerfum. í öðrum mikilsvarðandi efn- um, t. a. m. með tilliti til iðrunar og bœnar, syndameðvitundar, ,þess að gefa sig guði á vald og standa í persónulegu sambandi við meistarann, hafa í liðinni tíð skoðanirnar verið mjög breyti- legar og eru enn að nokkru leyti. Sem rétttrúaðir kristnir menn lítum vér svo á, að þessi atriði sé það, sem gjörir trúarlífið djúpt, ávaxtarsamt og fagnaðarríkt. Og hvað sem annars má segja, þá virðist prófessor Hale hafa orðið fyrir aftrhvarfi, sem er eins verulegt og nokkuð slíkt, er kunnugt er af sögunni eða nú þekkist á vorri tíð. Þótt ekki allir líti á það sem merki þess, að Únítara-trúin sé að leysast í sundr, þá megum vér þó allir fagna yfir því, hve nær sem það kemr fyrir, að maðr á fullorð- insaldri fær hjartfólgna og djúpa reynd fyrir sannindum trúar- innar, og oss grunar, að dr. Hale sjálfr, sem ekki er neinn þröngsýnn flokksmaðr, og hefir alla æfi látið sér meir um það hugað að kristna menn en að gjöra þá að Únítörum, láti sér ekki mislíka, að sonr hans hefir gengið á ljósbirtuna.“ En samkvæmt blaðinu Zion’s Herald er þetta, sem hér fer á eftir, ágrip af rœðu, sem hr. Hale hélt í Meþodista-kirkjunni í Schenectady eftir að liann hafði snúizt: Allar kirkjudeildir leggja meiri eða minni áherzlu á ein- hverja sérstaka opinberan trúarlífsins; sumar á trúna sjálfa, aðrar á trúarjátninguna, aðrar á góð verk, þar sem hins vegar aðrar — eftir því, sém eg hefi fyrir satt — eins og þessi söfn- uðr leggja einkum áherzlu á ákveðna trúarreynslu, berandi það fyrir sig, að reynslan sé undirstaða trúarinnar. Köllun frá Kristi er eftir því, sem mér skilst, sá timi á mannsæfinni, þá er til hans kemr hvöt til að láta allt laust Krists vegna. Vér komum allir á þann blett í æfisögu vorri, þá er vér Ennum til þess, að það vantar eitthvað. í líf vort, og að Kristr talar þá til vor í þeirri kyrrlátu undirrödd; og ef vér veitum

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.