Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1906, Page 16

Sameiningin - 01.03.1906, Page 16
12 honum viötöku, þá leiðir hann oss inn í hið nýja líf. Þetta er J»að, sem j»að merkir að heyra köllunina og gefa sig Kristi á. vald. Að því er sjálfan mig snertir, þá bjóst eg alls ekki neitt við- þvi, að köllunin fi'á Kristi myndi koma til mín. Eg ímynda mér, að flestir yðar hér, sem eruð mér persónulega kunnugir, verðið á sama máli og eg um það, að eg var ekki sá maðr, sem líklegr myndi til þess aö játa trú á» Krist hér í þessu samkomuhúsi. Eg vona að þér fyrirgefið mér, þó að eg tali lítið eitt um sjálfan mig og gjöri yðr nokkra grein fyrir því, að þetta hefir komið fyrir. Eg em borinn og barnfoeddr í þeim hluta landsins, sem nefndr hefir verið Nýja England. Ný-Englendingi hættir ekki við að láta hrífast burt af afli tómra tiifinninga. Eg em böka-maðr, hefi aðallega lagt stund á að glœða skilning minn, og hefi stöð- ugt umgengizt lærða menn; og þeir, ,sem svo er ástatt fyrir, ráð- ast ekki í slíkt fyrir áhrif augnabliks-tilfinningar. Elestunr yðar, er það kunnugt, að eg var Únítar, svo og það, að Únítarar eru að því þekktir sem trúarflokkr að leggja meiri áherzlu á skyn- senri og skilning en hjartaö. Hver myndi hafa ímyndað sér, að það kœnri fyrir, að eg leiddist til að ganga Kristi á hönd í kirkju Meþodista ?—Og vil eg þó ekki með því kasta neinni rýrð á kirkju þessa. Af persónulegri reynslu rninni get eg sagt, aö vegrinn til krossins liggr geen um bœn. Fyrsta prédikanin, sem dr. Dawson flutti hér, hljóðaði um bœnina, og það var nærri því af hending, að eg sótti þann guðsþjónustufund. Mér kom að eins það til hugar, að eg skyldi hlusta á ágætan prédikara. Og ekki fann eg mikið í orðum hans, sem eg hafði ekki áðr hugsað um; en eg sagði með sjálfum mér: Það, sem hann segir, er skyn- samlegt, og eg skal reyna það. Og er eg þann dag gekk heim frá kirkjunni, bað eg til guðs að honum mætti þóknast aö veita mér það, er mér væri bezt. Svo kom mánudagr, og eg gekk að hinum ákveðnu skylduverkum, sem fyrir mér lágu í vikunni. Ekki fór eg undir eins aftr að hlusta á dr. Dawson. Það var ekki fyrr en á fimmtudagskvöld, að eg kom hér til kirkju; en allt til þess tíma hafði eg haldið áfram að biöja um hið sama, og hlýt eg við það að kannast, að í þetta skifti lá. það bœnarefni mér litið eitt þyngra á hjarta en endranær. Eg fór aftr að hlusta á dr. Dawson á föstudag, sunnudag og mánudag, og meðan þeir dagar voru að líða var eg mér þess meðvitandi, að breyting var aö verða á sjálfum mér, sem eg ekki gat né get enn gjört mér neina grein fyrir. Margt, sem hafði veriö mér mikils virði, og eg get gjarnan sagt: verið mér allt, var hætt að vera mér áhuga-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.