Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1906, Side 21

Sameiningin - 01.03.1906, Side 21
17 liann gjöröi mig að nýjum manni. Eg stend nú í kristnum söfn- uöi, er sunnudagsskóla-kennari og veiti sunnudagsskólanum for- stöðu. Ef Kristr er að eins hugmyndasmíö hjátrúarinnar og kristindómrinn ósannindi, hvernig gæti mér þá hafa komið hjálp þaöan ?“ Paul Gerhardt er eitt af stóru og fögru ljósunum i sögu lút- ersku kirkjunnar. Hann er sérstaklega víðfrægr fyrir hinn mikla, fagra og trúarsterka sálmaskáldskap 'sínn. Hann fœddist í þorpi einu nálægt Wittenberg á Þýzkalandi 12. Marz 1607; cg að ári liðnu hér frá stendr til að afhjúpaö verði á 300 ára af- mælisdegi hans líkneski mikið af honum úr bronzi, sem reisá. á í bœnum Luebken viö ána Spree, þar sem hann þjónaði mjög virðulegu embætti í kirkjunni átta síðustu ár æfi sinnar. Ger- hardt var uppi, þegar þrjátíu ára stríðið með þess margföldu skelfingum geisaði um Þýzkaland. Hann andaöist 1676, rúm- lega hálfu öðru ári seinna en Hallgrímr Pétrsson úti á íslandi, sem honum var svo náskyldr andlega. Af 120 sálmum Ger- hardts eigum vér tiltölulega fáa i íslenzkum þýðingum. í sálmabók vorri frá 1886 má benda á þessa: „Á hendr fel þú honum“, sem þó er miklu lengri á frumtungunni; „Ó, höfuð dreyra drifiö“ og „Nú fjöll og byggðir blunda“, og er hver þeirra öðrum ágætari. Þá kom og „Sameiningin“, er hún var á 8. árinu fSept. 1893A með hinn hjartnæma sálm í þýöing séra Steindórs Briem, sem Gerhardt orkti til eftirmæla ástkæru barni, er hann missti ungt: „Þú eilíf verðr eignin mín“. Þeim til leiðbeiningar, sem eru að eiga við sunnudagsskóla- starf, skal þess getið, að international-lexmrnar fyrir sunnu- dagsskólana á þessu ári, eru allar úr guðspjöllunum þremr fyrstu í nýja testamentinu (nema fjórar bindindis-lexíur, ein á liverjum ársfjórðungi). Á mánuðunum tveim, sem liðnir eru af árinu, hafa lexíurnar verið þessar: Lúk. 2, 1—20; Matt. 2, 1—12; Lúk. 2, 40—52; Mark. 1, 1—-11; Matt. 4, 1—11; Lúk. 5, 1—11; Mark. 1, 21—34; Mark. 2. 1—12. En frá byrjan Marz- mánaðar eru lexíurnar þessar: Sd. 4. Marz: Matt. 5, 1—16 (Sælir eru); sd. 11. ,Marz: Matt. 5, 33—48 (Tungan og lund- ernið) ; sd. 18. Marz:, Yfirlit yfir lexíur liðins ársfjórðungs; sd. 25. Marz: Orðskv. 23, 29—35 (bindindislexía). — 1 Apríl eru lexíurnar þessar: Sd. 1. Apríl: Matt. 7, 15—29 (Hinar ólíku undirstöður) ; sd. 8. Apr.: Matt. 12, 1—U4 (Jesús og sabbatið) ; sd. 15. Apr.: Lúk. 7, 1—17 (Vald Jesú yfir sjúkdómum og dauð- anum) ; sd. 22. Apr.: Lúk. 7, 36—50 (Jesús er vinr syndar-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.