Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1906, Page 25

Sameiningin - 01.03.1906, Page 25
21 kring um Tindastól, og eru þeir meðal traustustu meðlima þessa safnaðar. Guðni Tómasson, Þormóðssonar frá Kárastöðum í Þing- vallasveit, 55 ára gamall, dó 25. Janúar. Hann var fáskiftinn maðr, en orðheldinn og vinhollr. Og 10. Febrúar andaðist Sigurðr Friðrik 23 ára, hinn gjörvilegasti maðr, sonr Sigurðar heitins Árnasonar og ekkju hans Karítasar Ólafsdóttur, sem býr að Burnt Lake, Alta. Hin standandi nefnd í málinu „Föst þingsæti“ hefir leitað álits Alberta-safnaðar á því máli. Við fjölmenna guðsþjón- ustu að Pine Hill var það lítið eitt tekið til umrœðu, en með því rnenn voru ekki á eitt sáttir viðvíkjandi því, en tírni naumr, var engin ályktan gjör í 1>ví. Ef til vill meira um það seinna. Pctf'. IIjálmsson. -------0------ PRA NÝJA ISLANDI. Síðastliðið haust var loks bvrjað á kirkjubygging í Breiðu- víkrsöfnuði. Það hafði lengi verið áformað, en ýmsar hindran- ir komið í veginn. Vetrarveðrið skall samt á áðr en verkinu gat orðið lokið. Að rnestu leyti er kirkjan þó búin hið ytra, og er búizt við, að verkinu veröi haldið áfram, þegar hlýnar í veðri. í Brœðrasöfnuði hefir einnig verið áformað að koma kirkju undir þak fyrir næsta vetr. í Gimli-söfnuði eru menn í óða önn að vinna að því, að koma upp nýrri kirkju. Er búið aö safna til þess nokkru fé og kaupa nokkuð af timbri. Á ársfundum safnaðanna í Nýja íslandi (\ Jan. og Marz) voru Þessir embættismenn kosnir: í Víðinessöfnuði, fulltrúar: Þorvaldr Sveinsson fforseti), Oddr Guttormsson fskrifarij, Albert Þiðriksson ('féhirðir), Karl Albertsson og Sigfús Bergmann; djáknar: Ágúst S. Breið- fjörð og Þorsteinn J. Borgfjörð. 1 Gimli-söfnuði, fulltrúar: Jón Pétrsson fforseti), Jóhann- es Magnússon fskrifarij, Ketill Valgarðsson (féhirðir), Egg- ert Sigurðsson, Guðmundr Ólson og Guðmundr E. Sólmunds- son. Flinn síðastnefndi sagði af sér sökum væntanlegrar fjar- veru og var í hans stað kosinn á næsta safnaðarfundi Gísli M. Thompson, og var hann svo kosinn skrifari safnaðarins. Djákni var kjörinn C. Bjarni Júlíus. í Árnessöfnuði, fulltrúar: Gísli Jónsson (forseti), Jóhann- es Magnússon ('skrifarij, Guðmundr Erlendsson (féhirðir), Eiríkr Eiríksson og Jóhannes Halldórsson; djáknar: Albert Jónsson og Sigrbjörn Hallgrímsson.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.