Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1906, Qupperneq 36

Sameiningin - 01.03.1906, Qupperneq 36
32 hræddur við það. l>aö gæti vel verið, að einhver björninn væri í einhverju horninu. Solla hugsaði meö sért „Ekki vill hún mamma mín þó a5 cg fari, úr því að Siggi og Kobbi eru heima. Eg er komin úr skónum mínum. Mér er líka illa við að fara út í kuldann." Þegar nú mannna var búin að skrifa bréfið, leit hún upp. :Þá sér hún Sigga sokkinn niður i reikning. Kobbi var allur við gullin sín. Solla var aö keppast við, alt sem hún gat, að prjóna hettu á brúðuna sína. Villi litli stóð einn hjá mömmu sinni. Hann var kominn í stóru stígvélin sin og yfirfrakkann sinn með kragann upp yfir eyru á sér. „Eg er til, mamma!“—sagði hann. „En ertu ekki hræddur, Villi minn, aS fara einn?“—spurði hún. „ÞaS er dimt úti og kalt.“ „Mér bykir vænt um þig, mamma“—sagði hann. „Eg vil hlaupa fljótt, og eg held ekki, aS nokkuð geri mér neitt.“ „Jæja, þú mátt fara“—sagði mamma. „En þú má.tt ekki villast, litli minn. Eg horfi á eftir þér úr glugganum. Eg veit nú, hverjum þykir vænst um mig“—bætti hún við brosandi, en þó með sorgar-svip. „Kærleikurinn hugsar ekki um sjálfan sig. Og kærleikurin sigrar óttann. Er það ekki satt, Villi minn?“ KÆRU BÖRN.—MuniS eftir auglýsingunni í síðasta blaði „Barnanna." „Sameiningin“ kemr út mánaðarlega. Hvert númer tvær arkir heilar. VerS einn dollar um árið. Skrifstofa 118 Emily St., Winnipeg, Canada. „Börnin—barnablaSið nýja—er sér- stök deild í „Sam.“, hálf örk. Address ritstjóra „Barnanna“: Selkirk, Man. — „Börnin" koma og út sérstaklega—og eru seld fyrir 35 ct. Elr. Jón J. Vopni er féhirðir og ráðsmaðr „Sam.“ og „Barn- anna“. Einnig gegnir hann féhirðisstörfum fyrir kirkjufélagið, og sé honum greidd öll tillög í sjóS félagsins. Address: Sameiningin, P. O. Box 689, Winnipeg, Man., Canada.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.