Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1906, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.12.1906, Blaðsíða 8
nm hann, aö skoöa hann sem kærasta vin sinn, o<j líta á liann senr ieiðtoga lífs síns, er rnaðr feginn vill fylgja allt til dauðans. Að breyta eftir honum .er að sýna i lífinu liað, sem býr í trúuðu og elskanda hjarta, að hafa Jesúm Krist fyrir frarnan sig, s(.m heitt elskaða fyrirmynd sína. Til þess að gfjöra það vel er Jað nauðsynlegt, að maðr skilji hann sem allra bezt. Ekki verða hér talin upp öll einkenni á breytni frelsarans; cn eitt þeirra vil eg leyfa mér að benda á. Eins og hann var i hjarta sínu kærleikrinn sjálfr, eins sýndi hann jþað í framkomu sinni, að hann kunni að fyrirgefa. „Faðir, fyfirgef þeim, þvi þeir vita ekki, hvað þeir gjöra.“ Þetta verðr fyrirmynd krist- inna rnanna, svo lengi sem heimr stendr. Það á vel við að minn- ast þess um jólin. Fimmtugasta hvert ár var hjá Gyðingum júbíl-ár. Þá átti landið að hvílast; þá var hebreskum þrælum gefið frelsi. Ef cinhver maðr hafði sökum fátœktar neyðzt til aö selja land sitt, þá hvarf það aftr til hans eöa erfingja hans á júbíl-árinu. Og sölu á landi var hagað eftir þvi, hvort langt eða skammt var til júbíl-ársins. Jólin éiga í hvert skifti, sem þau renna upp á árs- hringnum, fyrir alla kristna menn að verða slík andleg júbíl- hátíð. „Sólin gangi ekki undir yfir yðar reiði“—segir Páll þEí. 4, 26). Geymiö aldrei reiði frarn yfir jólin. Lærið þá að gefa upp allar sakir. Ýmsir liafa gjört oss á móti siðan á jólunum i fyrra. Oss hefir oft verið gramt í geði. Nú skulum vér allir leggja aht slikt til síðu; og svo skulum vér byrja á nýrri blaðsíðu, bar sem ekkert er skrifað á móti náunganum. Vér skulum öll flar'a til Betlehem rétt eins cg. vér værum börn, og viröa svo i'yrir oss sakleys'ið himneska þar, svo að allar þessar mótgjörðir, stm oss hafa stundum funclizt svo stórar, mættum vér nú sjá i sínu rétta Ijósi, sem algjörlega hverfandi smámuni. Látið handaband kærleikans og fyrirgefn'ingarinnar ná til allra, sem y ðr er unnt. Annað einkenni frelsarans, sem eg vil leyfa mér aö niinu- ast, er meðaumkun hans með fátœkum og líðandi mönnum. Sjálfr saddi liann fjórar þúsundir manna og í annað sk'ifti fimm þúsundir í eyðimörku. Sjúklingana læknaði hann, og í einu orði sagt: „Hann gekk um kring og gjörði gott.“ Með þetta til fyrirmyndar megum vér ekki gleyma fátœk- lingunum um jólin. Mannfélag, sem hefir nóg efni, en lætr suma sín á meðal líða hungrsneyð um jólin, skortir annaðhvort þekkinyu eða kristindóm. Og livert krist'ið mannfélag er skvld- rgt að afla sér þeirrar þekkingar, senr þarf til þess að gcta veitt öllum fátœklingum gleðileg jól, eftir því, sem mönnum er unnt.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.